Fréttablaðið - 08.08.2014, Side 1
SJÁVARÚTVEGUR „Það væri áfall
fyrir okkur, og fyrir hagsmuni
Íslands og okkar sjávarútvegs-
fyrirtækja, að lenda á þessum
lista. Þetta er okkar mikilvægasti
markaður fyrir uppsjávarafurðir,
og sérstaklega makríl núna þegar
við erum í miðri makrílvertíð,“
segir Helgi Anton Eiríksson, for-
stjóri Iceland Seafood International
(ISI), en fyrirtækið er einn stærsti
útflytjandi íslensks sjávarfangs,
þar á meðal til Rússlands.
Rússar settu í gær innflutnings-
bann á ýmis matvæli frá Evrópu-
sambandinu, Bandaríkjunum, Nor-
egi, Kanada og Ástralíu, meðal
annars sjávar afurðir. Bannið er
svar við viðskiptaþvingunum vest-
rænna ríkja vegna afskipta Rússa
af innanríkismálum í Úkraínu.
Samkvæmt upplýsingum frá
rússneska sendiráðinu hér á landi
er Ísland ekki á listanum, en
fulltrúar sendiráðsins vildu ekki
tjá sig um hvort það gæti breyst.
Tilkynnt hefur verið að listinn sé
„sveigjanlegur“.
Helgi segir að nauðsynlegt sé
fyrir Íslendinga að stíga varlega
til jarðar í samskiptum sínum við
Rússa á næstu dögum og vikum.
Aðspurður hvort tækifæri liggi
í viðskiptabanni á samkeppnis-
lönd á mörkuðum með sjávarafurð-
ir segir Helgi það vera tvíeggjað
sverð. Verð geti hækkað á íslensk-
um vörum í Rússlandi með aukinni
eftirspurn, en að sama skapi gæti
umframframboð á öðrum mörkuð-
um valdið ójafnvægi.
„Það er með öllu óvíst hvað þessi
höft vara lengi, þó að talað sé um
eitt ár. Hins vegar er um gríðar-
legt magn vöru að ræða og erfitt að
sjá hvernig þetta gengur upp fyrir
rússneskt samfélag. Þeir eru ekki
sjálfbærir með þennan varning, og
langt frá því,“ segir Helgi. „Ef rúss-
nesk fyrirtæki missa möguleika til
að stunda rótgróin viðskipti veikj-
ast þau hratt.“
Kolbeinn Árnason, framkvæmda-
stjóri LÍÚ, segir Rússland og
Úkraínu hafa flutt inn sjávaraf-
urðir frá Íslandi fyrir um 30 millj-
arða á síðasta ári, sem er hátt í 10
til 12 prósent af heildarútflutningi
sjávar afurða frá Íslandi. Miklir
hagsmunir séu í húfi og full ástæða
til að hafa áhyggjur af stöðunni.
Bannið mun hafa mikil áhrif í
Noregi. Á síðasta ári fluttu Norð-
menn út sjávarafurðir til Rússlands
fyrir 120 milljarða íslenskra króna
sem er um ellefu prósent af árlegri
sölu norskra sjávarafurða. „Við
höfum áhyggjur af því að markað-
urinn hrynji,“ sagði Ola Braanaas
sem rekur Frida Management, eitt
stærsta fiskeldisfyrirtæki Noregs,
í samtali við Aftenposten. shá, ih
FRÉTTIR
ALDAMÓTAHÁTÍÐ Á EYRARBAKKA
Mikið verður um dýrðir á Eyrarbakka á morgun þegar Alda móta-
hátíðin fer fram. Skrúðganga fyrir menn, dýr og fornbíla
fer af stað kl. 11 en síðan verður dagskrá allan daginn.
Hátíðinni lýkur með dansleik í Rauða húsinu. Sjá dagskrá
á www.eyrarbakki.is.
Þ vottaefnislínan frá Biotex er byggð á 45 ára reynslu og sér-fræðiþekking á Fleiri nota nú fljótandi þí
FÖTIN HALDAST FALLEGNATHAN & OLSEN KYNNIR Biotex er þekktast meðal Íslendinga fyrir bletta-
eyðinn. Ný þvottaefnalína frá Biotex er byggð á reynslu og þekkingu.
M
Y
N
D
/G
VA
Brynja Georgsdóttir segir helsta kost Biotex-þvottaefnanna þann að virku efnin í þvottaefninu nái að þvo þvottinn á aðeins 30°C.
Lífi ð
8. ÁGÚST 2014
FÖSTUDAGUR
Sigrún Lilja
VILL AÐ KONUR
LÁTI DRAUMANA
RÆTAST 2
Hrefna Sætran
GRÍSARIF Í SINN-
EPS-BOURBON
BBQ-SÓSU 4
Óskar Páll Elfarsson
LJÓSMYNDIR
FRÁ FIMM
HEIMSÁLFUM 10
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014
Föstudagur
14
2 SÉRBLÖÐ
Lífið | Fólk
Fólk er enn sett í box
Eva Rún Snorradóttir er ein þríeykis-
ins í leikhópnum Kviss Búmm Bang.
Hún reyndi lengi að falla í gagnkyn-
hneigða normið þótt hún hafi alltaf
vitað að hún væri lesbía.
LÍFIÐ
Sími: 512 5000
8. ágúst 2014
184. tölublað 14. árgangur
SKOÐUN Pawel Bartozek
spyr hvort skert aðgengi að
áfengi sé af hinu góða. 13
MENNING Tónlistarhátíð
unga fólksins stendur nú
yfir í Salnum. 20
SPORT Jón Arnór Stefáns-
son er án samnings og verð-
ur ekki með landsliðinu. 26
Opið allan sólarhringinn
í Engihjalla, Vesturbergi
og Arnarbakka
THE MORE
YOU USE IT
THE BETTER
IT LOOKS
LÍFIÐ Kári Helgason vann
doktorsverkefnið með geim-
förum hjá NASA. 30
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir viðskiptabann
Rússlands á vöruinnflutning frá vestrænum ríkjum í engu breyta
stuðningi Íslands við Úkraínu. Hann sagði í vor að ef stuðningur
Íslands við Úkraínu hefði efnahagslegar afleiðingar í för með sér
yrði svo að vera. „Já, já, það stendur og ég vil segja mjög skýrt
að við getum ekki gefið afslátt af alþjóðalögum og af mannrétt-
indum, landamærum og lýðræði ríkja þegar reynt er að breyta
þessum hlutum öllum einhliða.“ Gunnar Bragi segir ekki liggja
fyrir hvort staðan gagnvart Íslandi kunni að breytast.
➜ Óbreyttur stuðningur við Úkraínu
Áfall að lenda á lista Rússa
Íslendingar þurfa að stíga varlega til jarðar í samskiptum sínum við Rússa á næstu dögum og vikum, er mat
forstjóra Iceland Seafood. Gríðarlegir hagsmunir eru undir fari svo að innflutningsbann Rússa nái til Íslands.
KVIKMYNDIR Ólafur Darri Ólafs-
son leikur á móti stórleikaranum
Vin Diesel í nýrri kvikmynd sem
ber nafnið The Last Witch Hunter.
Ólafur Darri mun þar leika stórt
hlutverk sem norn sem Diesel
þarf að berjast við en hann leikur
nornaveiðarann. „Við munum
hittast í myndinni, það verður
skemmtilegt,“ segir Ólafur.
Í myndinni leika fleiri kanónur
á borð við Michael Caine og Elijah
Wood. Leikstjóri myndarinnar er
Breck Eisner. „Ég hef
bara séð myndina The
Crazies, sem er end-
urgerð af gamalli
hryllingsmynd,
og var mjög hrif-
inn og hlakka
til að vinna
með honum,“
segir Ólafur
Darri. - glp /
sjá síðu 30
Ólafur Darri í nýrri stórmynd:
Bregður sér í
nornarlíki
Bolungarvík 9° NA 6
Akureyri 10° N 5
Egilsstaðir 12° N 3
Kirkjubæjarkl. 14° A 4
Reykjavík 14° NA 3
Hlýjast syðst Í dag ríkja að mestu
NA-áttir, 8-13 m/s NV-til en annars
hægari. Rigning og þokusúld N- og A-til
en úrkomulítið vestanlands. 4
JAFNRÉTTISMÁL Formaður Félags
prestvígðra kvenna gagnrýnir tvö-
falt ráðningarkerfi presta, þar sem
hægt er að boða til almennra prests-
kosninga ef biskup samþykkir ekki
val nefndar vegna jafnréttislaga.
Síðastliðið vor hafnaði biskup
Íslands vali valnefndar í Selja-
prestakalli vegna jafnréttislaga,
þar sem kona var hæfari en karl-
inn sem nefndin valdi. Í kjölfar-
ið var staðan auglýst aftur laus
til umsóknar en þá tók sóknin sig
saman og bað um almennar kosn-
ingar þar sem engin jafnréttissjón-
armið gilda.
„Þetta býður þeirri hættu heim
að jafnréttislögum sé ekki fylgt
við ráðningar, heldur farið fram
hjá lögunum með þessari leið, sem
þó er fullkomlega lögleg,“ segir
Kristín Þórunn Tómasdóttir, for-
maður Félags prestvígðra kvenna.
-ebg / sjá síðu 4
Formaður Félags prestvígðra kvenna segir farið fram hjá lögunum:
Gagnrýna ráðningarkerfi presta
ÁFRAM STJÖRNUBJART Í EVRÓPU „Maður er bara gráti næst af gleði,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari
Stjörnunnar, sem tryggði sér sæti í umspili Evrópudeildarinnar í gær. Árangur Garðbæinga hefur þegar tryggt félaginu 83 millj-
ónir í kassann. Stjörnumenn fagna hér lokaflautinu í Póllandi í gærkvöldi. Sjá síðu 26 FRÉTTABLAÐIÐ/ ADAM JASTRZEBOWSKI
Það býður
þeirri hættu
heim að jafn-
réttislögum sé
ekki fylgt við
ráðningar, heldur farið fram
hjá þeim með þessari leið.
Kristín Þórunn Tómasdóttir, formaður
Félags prestvígðra kvenna
Ungur einbúi Eini íbúinn í Ólafsdal í
Gilsfirði er ung Reykjavíkurmær sem
unir sér vel. 2
Nýsköpun á Reykhólum Starfsfólk
og húsnæði vantar í Reykhólasveit en
mikill uppgangur er í sveitinni. 6
Fjölbreytt gisting Ferðamenn hafa
nú fleiri gistimöguleika en að dvelja
á hótelum. 8