Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.08.2014, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 08.08.2014, Qupperneq 2
8. ágúst 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 MANNLÍF „Systir mín fékk hláturs- kast þegar ég sagði henni hvert ég væri að fara að flytja,“ segir Sólveig Ólafsdóttir, staðarhaldari í Ólafsdal í Gilsfirði við Breiðafjörð. „Henni fannst þetta hinn besti brandari en svo runnu á hana tvær grímur þegar ég sagði henni að þetta væri ekkert gamanmál.“ Þannig segir hún frá því þegar hún gerði heyrinkunnugt að hún ætlaði að eyða sumrinu sem eini íbúinn í Ólafsdal, utan alfaraleið- ar þar sem brúin leiðir umferð þvert yfir Gils- fjörðinn og trygg- ir ró inni í firðin- um. Það hefur líka sína kosti fyrir staðarhaldarann sem tekur á móti gestum í sögu- frægu húsinu þar í dalnum. „Þetta verður til þess að hingað kemur skemmtilegasta fólkið. Fólk sem leggur það á sig að beygja inn fjörð- inn. Það er virkilega komið til þess að fanga sögu og fegurð staðarins.“ Hún segist því hafa kynnst urmul af hinu skemmtilegasta fólki og eflaust mun fleira en margir þeirra sem sækja samkundur og mannfagnaði af krafti í þéttbýlinu. „Verslunarmannahelgin var veru- lega góð en þá komu um hundrað manns,“ segir hún. En svo koma dagar þegar fáir banka upp á í Ólafsdal. Hvað gerir einbúinn þá? „Það vill nú þannig til að þá er alveg nóg að gera hjá mér við annað,“ svarar hún enda nóg umstang hjá henni, ekki síst nú þegar hin árlega Ólafsdalshátíð er fram undan. Sól- veig segist hafa kynnst Ólafsdals- félaginu í námi sínu í Landbúnað- arháskólanum á Hvanneyri og í framhaldinu var henni bent á að staðan væri laus sem hún gegnir nú. Hún segist una sér vel ein undir fjallasal og að það eigi greinilega vel við Reykjavíkurmeyna að búa í sveit. Hún segir að sér leiðist aldrei því þegar erill vegna gesta og kynn- ingarstarfa gefur henni frí getur hún gleymt sér í fegurð dalsins og við söguna sem syngur úr hverju skoti á bænum og hverri þúfu þar fyrir utan. jse@frettabladid.is Ungi einbúinn ber sig vel í eyðidalnum Eini íbúinn í Ólafsdal í Gilsfirði við Breiðafjörð er enginn afdalabóndi heldur ung Reykjavíkurmær sem unir hag sínum vel. Fjarri alfaraleið hefur hún kynnst ógrynni af skemmtilegu fólki. Hún býr í skólahúsi fyrsta bændaskóla landsins. EIN Í SÖGUFRÆGU HÚSI Það væsir ekkert um eina íbúann í dalnum í þessu sögu- fræga húsi. Þetta er gamla skólahúsið þar sem lærisveinar mikils frumkvöðuls sátu á skólabekk. MYND/SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR Í dalnum var stofnaður fyrsti bændaskóli landsins árið 1880 og starfaði hann til 1907. Það var hugsjónamaðurinn Torfi Bjarnason sem það gerði en hann hafði gríðarleg áhrif á athafna- og menningarlíf landans. Þar var einnig vísir að kvennaskóla. Margar byggingar voru í dalnum, eins og til dæmis reisuleg skóla- og íbúðabygging og smiðja þar sem smíðuð voru um 800 jarðyrkjuverkfæri. Auk jarðræktunar og saumaskapar var matargerð með veglegasta móti í Ólafsdal. Þar var til dæmis matjurtaræktun og ostagerð. Matjurtaræktunin hefur nú verið endurvakin. Búskapur var í Ólafsdal til 1970 en árið 1990 fór hann í eyði. Ólafsdals- félagið, sem um þessa helgi heldur sín árlegu hátíð, sér um uppbyggingu og reksturinn í dag. Kísildalur síns tíma Jón Arnór, má troða í inn- kaupakörfuna? „Já, það eru þrjú stig fyrir það hjá okkur.“ Körfuknattleiksmennirnir Jón Arnór Stefáns- son og Pavel Ermolinskij opna kjöt- og fiskbúð á næstu dögum. Þú færð Rosenthal í Höllinni! R E Y K J AV Í K | A K U R E Y R I AKUREYRI Bæjarráð Akureyrar boðaði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra á fund í gær til að ræða stöðu heilsugæslunnar á Akureyri eftir sam- einingu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs, segir það hljóta að vera keppikefli rík- isins að efla heilbrigðisþjónustuna í bænum. „Það er ljóst að heilsugæslan á Akureyri verður ekki rekin með óbreyttu fjármagni,“ segir Guð- mundur. „Það vantar pening inn í þetta til að halda uppi þeirri þjón- ustu sem við viljum sjá hérna. Þannig að við vonum að ráðherra komi með aukið fjármagn þegar ríkið er búið að taka þetta yfir.“ Akureyrarbær hefur rekið heilsugæsluna frá því að þjónustusamningur við ríkið rann út um áramót. Með sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi mun ríkið hins vegar taka alfarið yfir reksturinn. Kristján Þór segir í samtali við Fréttablaðið að það sé skiljanlegt að menn hafi áhyggjur af fjármögn- un heilsugæslunnar. Hann segir hinsvegar enga ástæðu til að ætla það að þjónusta muni dragast saman við yfirtöku ríkisins. „Það er eitthvað sem hann verður að standa við og við munum fylgja því eftir,“ segir Guðmundur og ítrekar að það sé ekki nóg að þjónustan standi í stað. - bá Bæjarráð Akureyrar vonar að þjónusta heilsugæslu bæjarins verði efld: Aukið fjármagn þarf frá ríkinu AKUREYRI Heilsugæslan í bænum verður hluti af nýrri Heil- brigðisstofnun Norðurlands. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR GUÐMUNDUR B. BALDVINSSON STJÓRNMÁL „Utanríkismálanefnd hefur ekki fjallað um slitatillögu Gunnars Braga Sveinssonar utan- ríkisráðherra frá því í vor,“ segir Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar. Utanríkisráðherra lagði fram umdeilda þingsályktunartillögu sína um slit á viðræðum við Evrópu- sambandið í febrúar. Eftir umræður í þinginu var tillagan send utanrík- ismálanefnd Alþingis til umfjöllun- ar um miðjan mars og þar dagaði hana uppi. „Ég geri ekki ráð fyrir að þetta mál komi á dagskrá hjá nefndinni nema tillagan verði endurflutt í haust annaðhvort óbreytt eða í breyttri mynd,“ segir Birgir. Hann segir að ekki liggi fyrir hvaða skref verði stigin næst í málinu. Gunnar Bragi gaf sér ekki tíma til að svara fyrirspurn um málið í gær. Aðstoðarmaður ráðherra sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort önnur tillaga yrði lögð fram um formleg slit á viðræðum við Evrópusambandið. - jme Utanríkismálanefnd fjallar ekki frekar um slitatillögu utanríkisráðherra: Verður að flytja nýja tillögu BIRGIR ÁRMANNSON Segir næstu skref í málinu óákveðin. BANGLADESS Lögregla í Dakka, höfuðborg Bangladess, réðst í gær inn í fataverksmiðju til að reka út stóran hóp verkamanna sem hafa verið í hungurverkfalli frá því 28. júlí. Táragasi var beitt á verkamennina, sem fara fram á að fá greidd laun fyrir vinnu sína síðustu þrjá mánuði. Samkvæmt Reuters taka um 1.600 verkamenn þátt í hungurverk- fallinu. Bangladess er ódýrasti staður í heimi til að framleiða föt vegna lágs launakostnaðar verkamanna. - bá Um 1.600 verkamenn eru nú í hungurverkfalli í Bangladess: Táragasi beitt á mótmælendur SLASAÐIR FLUTTIR Á BROTT Verkamenn koma slösuðum vinnufélögum sínum til aðstoðar eftir átök við lögreglu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Stuðningur við ríkis- stjórnina mældist 36,2 prósent í nýjustu könnun MMR en var 38 prósent í könnun frá því í júní. Lítil breyting er á fylgi annarra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins sam- kvæmt könnuninni með 24,1 pró- sents fylgi. Björt framtíð mælist með 19,2 prósent, Samfylking- in fær 17 prósenta stuðning og Framsóknarflokkurinn 11,8 pró- sent. Vinstri græn mælast nú með 11,6 prósenta og Píratar 9,6 prósenta fylgi. - ih Lítil breyting á fylgi flokka: Álíka fylgi við ríkisstjórnina LANDBÚNAÐUR Hjónin Jóhanna og Þorbjörn á Háfelli í Borgarnesi halda úti 400 geitum, um helm- ingi íslenska geitastofnsins sem er í útrýmingarhættu. Fari fram sem horfir munu hjónin missa bú sitt um miðjan september vegna mikilla skulda. Þá mun flestum geitunum lík- lega verða slátrað samkvæmt geitabændunum á Háfelli. Erlend söfnun er hafin til að bjarga geit- unum. Söfnunin hófst að stórum hluta vegna þess að geiturnar komu fyrir í hinum heimsfrægu Game of Thrones þáttum. - bb Erlend söfnun til bjargar: Íslenska geitin í mikilli hættu AMSTERDAM, AP Alþjóðadómstóll- inn í Haag segir Argentínumenn hafa óskað eftir því að úrskurður bandarísks dómstóls sem leiddi til greiðslufalls Argentínu verði tekinn fyrir. Úrskurðurinn sagði til um að Argentínumönnum bæri að greiða þá 1,3 milljarða Banda- ríkjadala sem ríkið skuldaði fjár- festum í New York. Í erindi Argentínumanna til Alþjóðadómstólsins segir að þessi úrskurður hafi brotið gegn full- veldi ríkisins. - bá Leita til Alþjóðadómstólsins: Argentína vill kæra úrskurðinn SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.