Fréttablaðið - 08.08.2014, Side 20

Fréttablaðið - 08.08.2014, Side 20
FRÉTTABLAÐIÐ Sigrún Lilja í Gyðju Collection í Balí . Grísarif að hætti Hrefnu Sætran. Eva Rún Snorradóttir. Fataskápurinn. Ljósmyndir Óskars Páls Elfarssonar. 2 • LÍFIÐ 8. ÁGÚST 2014 HVERJIR HVAR? ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Ritstjórnarfulltrúi Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ● Forsíðumynd Arnþór Birkisson Lífi ð www.visir.is/lifid HVER ER? Nafn? Elma Stefanía Ágústsdóttir Aldur? 28 ára Starf? Leikkona. Hverfi? 101. Stjörnumerki? Krabbi. Hreyfing? Sund, jóga og dans. Uppáhaldslistamaður? Guðrún S. Gísladóttir og Pina Bausch. Uppáhaldsmynd? Síðasta góða mynd sem ég sá heitir Blue is the Warmest Color. A- eða B-manneskja? Hiklaust A- og B-manneskja – það fer bara eftir dögum. ÉG NÆRI BODY BUTTER Ég er súper mjúk og góð blanda fyrir líkamann þinn ef þú ert með þurra og mjög þurra húð. Flott blanda með góðum innihaldsefnum eins og Shea Butter og Argan olíunni sívinsælu. Made in Italy www.master-line.eu Fæst í apótekum og Hagkaup Þetta er einstakt andlegt ferðalag þar sem konur munu kynnast sjálfum sér, finna sig og læra að fylgja hjarta sínu og elska sig til fulls. S igrún Lilja Guðjónsdóttir, oftast kennd við Gyðju Collection, og jógakennar- inn Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir bjóða upp á átta daga ferð og námskeið í náttúruparadísinni á eyjunni Balí. Námskeiðið, sem ber heitið Em power Women: Spiritual journey, inspiring and transform- ing retreat in Bali, stendur yfir dagana 21. til 28. október næstkomandi. Að sögn Sigrúnar Lilju er markmiðið með námskeiðinu að konur byggi upp sjálfstraust sitt, setji sér markmið, fullmóti drauma sína eða viðskiptahugmyndir og fái öll þau tæki og tól sem þarf til að hrinda þeim í framkvæmd. „Þetta er einstakt andlegt ferðalag þar sem konur munu kynnast sjálfum sér, finna sig og læra að fylgja hjarta sínu og elska sig til fulls,“ segir Sigrún Lilja. „Við munum byrja hvern morgun á hugleiðslu og „Happy-yoga“ við sólarupprás áður en farið er í dásamlegan morgunverð að hætti Balí og fyrirlestrarn- ir hefjast. Að auki verða einkatímar, spa og fleira spennandi í boði.“ Sigrún Lilja sló í gegn með fylgihluta- og ilmvatnalínu sinni Gyðja Collection. Guð- björg Ósk hefur haldið námskeið á borð við Lærðu að elska þig ásamt því að kenna jóga í mörg ár. Sigrún Lilja segir að svipað- ar áherslur um andleg málefni og aðstoð við uppbyggingu kynsystra sinna hafi leitt þær saman. „Eftir að við fórum að ræða saman um að sameina krafta okkar í eina heilsteypta upp- byggingarferð á Balí varð ekki aftur snúið,“ segir Sigrún Lilja. „Það passar fullkomlega saman að sameina tvö einstök námskeið sem eru bæði til þess fallin að byggja konur upp og hvetja þær til að láta til sín taka. Þetta verður einstakt „retreat“ sem er nú að verða að veruleika.“ Skráning á námskeiðið er nú hafin og sjá má nánari upplýsingar um dagskrá, hótel og fleira á síðunni facebook.com/empower- womeninbali. Að sögn Sigrúnar Lilju er tak- markað sætaframboð til að gera reynsluna sem persónulegasta. HEILSA STANDA FYRIR ÁTTA DAGA „ANDLEGU FERÐALAGI“ Á BALÍ. Sigrún Lilja, hjá Gyðju Collection, og jógakennarinn Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir vilja að konur byggi upp sjálfstraust sitt. Sigrún Lilja Guðjónsdóttir Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir Upplestrarkvöld hinsegin daga: Upplestrarkvöldið verður haldið á Loft Hosteli í dag, föstudag, klukkan 17.00. Upplesarar kvölds- ins eru Elías Knörr, Páll Garðars- son, Júlía Margrét Einarsdóttir, Eva Rún Snorradóttir, Björk Þorgrímsdótt- ir, Sjón og Jónína Leósdóttir. Kynnir verður Þorvaldur Kristinsson. Club Soda á Dolly: Club Soda kallar saman íslenska og erlenda samkyn- hneigða plötusnúða sem spila Hústóna. Í fyrra var Andy But- ler úr Hercules and The Love Affair að spila, en í ár verða plötusnúð- ar á borð við DJ Yam- aho, DJ Gay Latino Man, Zebra Katz, Þrjár basískar og Juan Solo að þeyta skífum. Gleðiganga: Laugardaginn 9. ágúst 2014 kl. 14.00. Gengið er frá Vatnsmýrarvegi að Arnarhóli. Í gleði- göngu Hinsegin daga staðfestir hinsegin fólk tilveru sína, sýnileika og gleði. Þar sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans- fólk og intersex- fólk í einum hópi ásamt fjöl- skyldum sínum og vinum. Gleðigangan er hápunkt- ur og stolt Gay Pride- hátíðarinn- ar. LÍFIÐ MÆLIR MEÐ... Upplestrarkvöldi Hinsegin daga, Club Soda og Gleðigöngu Þrjár ástæður fyrir því að þú ættir að drekka meira vatn. 1. Meiri orka Stærsta ástæða þess að við finnum fyrir þreytu og lélegu út- haldi er vökvatap í líkaman- um. Ef þú passar upp á að drekka vatn yfir daginn skerp- ir þú einbeitingu og ert fljótari að hugsa. 2. Heilbrigðari húð Með því að drekka vatn held- urðu réttu rakastigi í húðinni. Réttur raki í húð kemur í veg fyrir hrukkur og bauga. 3. Þú grennist Að halda réttu vökvamagni í líkaman- um pass- ar upp á að öll líf- færi virki sem skyldi. Þann- ig brennir þú einnig fitu. Vatn inniheld- ur engar kaloríur. DREKKTU VATN Á veitingastaðnum Basti við Hverf- isgötu var mikið um góða gesti á miðvikudaginn. Þar mátti sjá rapp- arana Zebra Katz og Erp Ey- vindarson, Dóru Takefusa, sem er jafnframt eigandi Basts, hönnuð- inn Frosta Gnarr, söngkonuna Ás- dísi Maríu Viðarsdóttur og leikhúsmanninn Sigtrygg Magna- son, svo einhverjir séu nefndir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.