Fréttablaðið - 08.08.2014, Qupperneq 22
FRÉTTABLAÐIÐ Grísarif að hætti Hrefnu Sætran. Eva Rún Snorradóttir. Fataskápurinn. Ljósmyndir Óskars Páls Elfarssonar. Samfélagsmiðlar og bloggið.
4 • LÍFIÐ 8. ÁGÚST 2014
„Við erum búnar að vera í við-
ræðum við hin ýmsu fyrirtæki
síðan í maí um hvort þau séu til í
að deila umframefni og afgöng-
um með öðrum,“ segir Hrefna
Sigurðardóttir, nemandi í vöru-
hönnun í Listaháskólanum, sem
ásamt samnemendum sínum
Auði Ákadóttur og Birtu Rós
Brynjólfs dóttur hefur sett á stofn
verkefnið Haugfé sem gengur út
á að kortleggja efnivið sem fellur
til við dagleg störf í hinum ýmsu
fyrirtækjum og gera aðgengileg-
an öðrum.
„Hvatinn að verkefninu eru
umhverfissjónarmið. Við höfum
allar áhuga á að hanna umhverf-
isvænan varning og er endurnýt-
ing stór liður í því. Með Haugfé
græða allir – því fyrirtækin eru
oft á tíðum að eyða miklum pen-
ing í að losa sig við efni, lista-
menn og aðrir í að kaupa það og
náttúran tapar á öllu saman.“
Hrefna segir efniviðinn sem
fyrirtæki farga, eða senda til end-
urvinnslu, hér eða í útlöndum, oft
á tíðum mjög fínan og að margir
möguleikar séu til að nýta hann.
„Maður ímyndar sér að þó að
efnið sé endurunnið væri ennþá
betra ef hægt væri að nýta það í
staðbundna framleiðslu. Það er
orkufrekt að bræða niður og að
flytja efniviðinn á milli landa.
Þannig að hugmyndin kviknaði
og okkur langaði að safna saman
upplýsingum um efni sem væri
verið að henda og miðla þeim til
almennings,“ segir hún og bætir
við.
„Mann langar oft að nota efni-
við sem maður veit að er til en
veit ekki hvernig best er að nálg-
ast. Ef það er búin til umgjörð í
kringum þetta og maður veit að
fyrirtækin vilja taka þátt er allt
mun auðveldara, bæði fyrir fyrir-
tækin og þá sem áhuga hafa á
efniviðnum. Það eru margir að-
ilar sem gætu nýtt sér þetta,
grunnskólar til dæmis gætu
sótt pappír, pappa eða efnivið í
kennslu, eða hvaða skólastig sem
er auk hönnuða, handverksfólks
og annarra þeirra sem verðmæti
sjá í efninu.“
Hrefna segir þær hafa fengið
góð viðbrögð.
„Við erum búnar að tala við
einhver 70 fyrirtæki og ég man
ekki eftir neinum sem líst illa á
þetta.“
Haugfé efnir til fyrsta mark-
aðar síns á Bernhöftstorfu í
dag, föstudag, og stendur hann
frá 14.00 til 19.00. Á markaðn-
um verður m.a. boðið upp á timb-
ur, textíl, svamp, álplötur, gler
og plast en allt efni á markaðn-
um er umframefni sem orðið
hefur til við framleiðslu hjá
samstarfsfyrir tækjum Haugfjár
á höfuðborgarsvæðinu.
HÖNNUN VILDU EKKI KAUPA
ANNARRA MANNA DRASL
Vöruhönnunarnemarnir Hrefna Sigurðardóttir, Auður Ákadóttir og Birta Rós Brynjólfs-
dóttir tóku málin í sínar hendur og settu á stofn verkefnið Haugfé. Viðtökurnar eru góðar.
Hrefna Sigurðardóttir og Auður Ákadóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Til þess að forðast óæskileg
eiturefni í snyrtivörum er allt-
af best að búa þær til sjálf-
ur. Þá þarf engar áhyggjur
að hafa af innihaldi þeirra
og kostnaðurinn er töluvert
minni.
Hér kemur uppskrift að
maska sem er góður fyrir hár
og hár svörð, hárið verður silki-
mjúkt og heilbrigt eftir þenn-
an.
Það sem þarf í
maskann:
1 lárpera
2 msk. bráðin
kókos olía
5 dropar geraníu-
ilmkjarnaolía
(olían er sögð
vera slakandi og
góð fyrir húðina)
Leiðbeiningar:
1. Blandið öllum hrá-
efnunum saman í bland-
ara eða matvinnsluvél.
2. Burstið maskann í allt hárið
með hárbursta eða litunar-
bursta og nuddið svo vel í
hárið með höndunum
3. Hafið maskann í hárinu í
30 mínútur og þvoið svo vel
úr með sjampói.
SILKIMJÚKT HÁR
MEÐ LÁRPERUMASKA
Ef þú vilt vita hvað er í snyrtivörunum er gott að
bregða á það ráð að búa þær einfaldlega til sjálfur.
AFP/NORDICPHOTOS
Grilluð grísarif með
heimagerðri sinneps-bourbon
BBQ-sósu
Grísarifin (Fyrir 4)
2 kg af grísarifjum (4 lengjur)
6 msk. gróft sjávarsalt
2 stilkar sítrónugras
2 teningar nautakjötskraftur
1 tsk. svört piparkorn
4 stk. stjörnuanís
2 hvítlauksgeirar
2 lítrar vatn
Aðferð: Nuddið saltinu á rifin og
látið standa þannig í 1 klst. Skol-
ið rifin. Setjið á meðan vatnið, gróft
saxað sítrónugrasið, nautakraftinn,
piparkornin, stjörnuanísinn og gróft
saxaðan hvítlaukinn í pott og hitið
þar til krafturinn er uppleystur. Kælið
vökvann þar til hann er við stofu-
hita. Setjið rifin í eldfast mót, hellið
vökvanum yfir og eldið í 160°C heit-
um ofni í 2 ½ tíma. Takið rifin upp úr
vökvanum og leyfið þeim að kólna.
Sinneps-bourbon BBQ-sósa:
2 stk. vorlaukur
1 stk. laukur
2 stk. hvítlaukur
50 g púðursykur
100 g tómatsósa
40 g tómatpurré
50 ml eplaedik
100 ml eplasafi
1 tsk. tabasco-sósa
1 stk. cummin-fræ
200 ml bourbon-viskí, t.d. Jack
Daniels
Aðferð: Saxið grænmetið og
steikið það við vægan hita
upp úr olíu. Bætið hinu hrá-
efninu út í og sjóðið saman
við vægan hita þar til sósan er
þykk. Maukið svo sósuna og
kælið hana. Það er hægt
að útbúa þessa sósu
í miklu magni og
geyma. Einnig er
hægt að sleppa
áfenginu og
setja t.d. meiri
eplasafa eða
einhvern dökk-
an gosdrykk í
staðinn.
Þegar sósan og rifin eru klár er
næsta skref að kveikja upp í grillinu.
Gott er að pensla rifin með smá hun-
angi og grilla þau þannig fyrst
á báðum hliðum. Svo er um
að gera að pensla þau vel
og vandlega með BBQ-sós-
unni, snúa þeim reglulega og
pensla reglulega eða svona
4-5 sinnum. Rifin eru elduð svo
að í þessu skrefi erum við
bara að gera þau djúsí
og falleg með sós-
unni. Þetta tekur
svona 20 mínút-
ur. Gott er að
bera rifin fram
með bát af
sítrusávexti til
að fríska upp
bragðið.
HELGARMATURINN GRILLUÐ GRÍSARIF MEÐ
SINNEPS-BOURBON BBQ-SÓSU
Að hætti Hrefnu Rósu Sætran, sjónvarpskokks og eiganda Fisk- og Grillmarkaðarins.
Grísarif að hætti Hrefnu Sætran. MYND/BJÖRN ÁRNASON
Hrefna Sætran