Fréttablaðið - 08.08.2014, Qupperneq 24
FRÉTTABLAÐIÐ Eva Rún Snorradóttir. Fataskápurinn. Ljósmyndir Óskars Páls Elfarssonar. Samfélagsmiðlar og bloggið.
6 • LÍFIÐ 8. ÁGÚST 2014
Friðrika Benónýsdóttir
fridrikab@frettabladid.is
É
g hitti Evu í Borgarleik-
húsinu þar sem hún vinn-
ur nú dag og nótt að upp-
setningu næsta verk-
efnis Kviss Búmm Bang,
Flækjum, hæli í Borgarleikhús-
inu, sem forsýnt verður á leik-
listarhátíðinni Lókal í lok mán-
aðarins og fer síðan í almenn-
ar sýningar í Borgarleikhúsinu.
Auk hennar eru í hópnum þær
Vilborg Ólafsdóttir og Eva Björk
Kaaber og nú hafa þær í fyrsta
sinn fengið leikmyndahönnuð til
liðs við sig, Tinnu Ottesen. Eva
beinlínis ljómar þegar hún byrj-
ar að tala um vinnuna að sýn-
ingunni sem er í „hefðbundn-
um“ Kviss Búmm Bang-stíl þar
sem áhorfendur taka virkan þátt
án þess að hafa hugmynd um
hvað bíður þeirra. „Það eina sem
áhorfendur munu vita þegar þeir
mæta á sýninguna er að þeir
eru að leggjast inn á hæli í sex
klukkustundir. Og, já, það verð-
ur matur, sem er yfirleitt það
fyrsta sem fólk spyr um. Um-
fjöllunarefnið er ýmsar flækj-
ur sem fylgja því að vera mann-
eskja og hælið býður dvalargest-
um upp á það að horfast í augu
við þær. Það er oft talað um
erfiðleika í lífinu en við erum
að vinna með það að skoða hlut-
ina ekki sem erfiða og sýna að
um leið og við horfumst í augu
við þá og förum að vinna með þá
kemur einhver birta.“
Kærastarnir gáfust upp
Eva þekkir flækjurnar í líf-
inu af eigin reynslu, hún ham-
aðist lengi við það að falla inn í
hið gagnkynhneigða norm, þrátt
fyrir að hún hafi alltaf vitað að
hún væri lesbía. Þeirri reynslu
lýsir hún meðal annars í ljóða-
bókinni Heimsendir fylgir þér
alla ævi. „Ég var aðeins að vinna
með það hvernig það var að alast
upp í svona heterónormatívu
samfélagi. Ég varð fyrst skotin
í konu sem var fóstra á leikskól-
anum mínum, en ég vissi ekki
um neina lesbíu þegar ég var að
alast upp í Breiðholtinu og var
alveg í þrotlausum perform-
ans við að þykjast vera skotin í
strákum langt fram eftir aldri.
Ég reyndi stundum að eiga kær-
asta en þeir gáfust alltaf fljót-
lega upp. Þessu fylgdi mikil
innri barátta því þetta gagnkyn-
hneigða form sem samfélagið
setur mann inn í er svo sterkt.
Ég held að fólk sem er gagnkyn-
hneigt geri sér ekki grein fyrir
því hvað það norm er rosalega
ríkjandi alls staðar. Þetta var
samt alls ekki alfarið neikvætt
því ég held að grunnurinn að
nálgun minni í listsköpun í dag
séu þessi gleraugu sem ég kom
mér upp með því að standa að-
eins utan við samfélagið og horfa
inn. Mér finnst þetta nefnilega
allt svo mikill performans. Þetta
leikrit um eðlileikann.“
Hefur fordóma fyrir
gagnkynhneigðum
Talið berst að þeirri klisju að
það sé ekkert mál að koma út
úr skápnum á Íslandi, hér séu
allir svo jákvæðir í garð sam-
kynhneigðra. Eva segir reynd-
ar tvær hliðar á því máli líka.
„Þó að það sé komið eitthvert
tiltekið umburðarlyndi og sam-
þykki á hegðun þá er það samt í
rauninni mjög skammsýnt. Það
er auðvitað frábært að sjá unga
krakka vera komna út úr skápn-
um og geta eignast kærustu eða
kærasta á þeim árum. Það er
mjög jákvætt fyrir fólk sem er í
hinum þrönga ramma samkyn-
hneigðra. Það eru hins vegar
ennþá mjög sterk box sem fólk
er sett í. Fyrir mig hefur það
alltaf verið mikið atriði að kalla
mig lesbíu en hvað þýðir það í
raun? Það þarf að víkka þessi
hugtök. Rammarnir eru svo
sterkir. Það er allt í lagi að vera
hommi eða lesbía innan viss
ramma en svo verður þetta allt
annar handleggur þegar kemur
að intersex-fólki og trans-
fólki til dæmis. Ég held það sé
meira að segja ennþá mjög erf-
itt að vera tvíkynhneigður því
þá koma fordómarnir bæði frá
samkynhneigða og gagnkyn-
hneigða samfélaginu. Þú verð-
ur að vera annaðhvort eða. Ég
er sjálf að glíma við fordóma
gagnvart gagnkynhneigðum
og þoli ekki hvað þetta heteró-
normatíva kerfi er stöðugt að
endurnýjast og styrkjast, þótt
það sé holt að innan. Ég held við
þurfum öll að passa að flokka
fólk hvorki í eitt né neitt hlut-
verk og fyrst og fremst alls
EVA RÚN SNORRADÓTTIR
ÞAÐ ER FRÍKÍ AÐ VERA EÐLILEGUR
Eva Rún Snorradóttir sviðslistakona er ein þríeykisins í leikhópnum Kviss Búmm Bang sem hefur vakið athygli fyrir óhefðbundnar leiksýningar.
Fyrir tæpu ári sendi hún frá sér ljóðabókina Heimsendir fylgir þér alla ævi, þar sem hún miðlar þeirri upplifun að alast upp sem lesbía í heterónorminu í
Breiðholtinu á tíunda áratug síðustu aldar. Hún segist hafa vitað að hún væri lesbía frá leikskólaaldri en lengi streðað við að falla inn í normið.
Ég hef alveg orðið
hugsi yfir því
hvort Gay Pride sé
kannski að styrkja
skiptinguna sam-
kynhneigðir/gagn-
kynhneigðir sem
er náttúrulega
alveg hundgömul
og er bara skáld-
skapur sem á ekki
lengur við.
STARF
Sviðslistakona og ljóðskáld
ALDUR 32 ára
HJÚSKAPARSTAÐA
Gift Jóhönnu Völu Höskuldsdóttur
Útsölustaðir:
Hagkaup lífræna deildin, Fjarðarkaup - Fræið heilsuhornið, Heilsuhúsið,
Blómaval – heilsuhornið, Lifandi markaður Borgartúni
www.icecare.is - Netverslun
Pana Chocolate
Súkkulaði sem er gott fyrir þig…
• Náttúruleg ofurfæða
• Enginn unninn sykur!
• Framleitt við lágan hita til að viðhalda
miklu magni næringaefna
• Inniheldur hrá lífræn- og náttúruleg
innihaldsefni
Allt okkar súkkulaði er bæði
hand- gert og innpakkað
Inniheldur lífrænt kakó sem er með mikið magn
af andoxunarefnum, vítamínum og steinefnum.