Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.08.2014, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 08.08.2014, Qupperneq 28
FRÉTTABLAÐIÐ Ljósmyndir Óskars Páls Elfarssonar. Samfélagsmiðlar og bloggið. 10 • LÍFIÐ 8. ÁGÚST 2014 V ið Hrund, unnusta mín, vorum 105 daga á ferða- lagi, fórum til 16 landa í 5 heimsálfum. Við tókum 19 flug og 24 rútuferðir ásamt því að gista á 51 mismunandi gisti- stað. Eins og gefur að skilja var margt að sjá og skoða og mynda- vélin var með í för allan tímann,“ segir Óskar Páll Elfarsson, en hann opnar sýningu á myndum úr ferðalaginu laugardaginn 9. ágúst klukkan 16 í Perlunni. Heildarþema sýningarinnar er þetta ferðalag, sem spannar allt frá sléttum Afríku til skýja- kljúfa í Kúala Lúmpúr. „Mig lang- aði að hleypa áhorfendum í smá ferðalag. Myndirnar eru stórar og auðvelt að lifa sig inn í aðstæð- ur,“ segir Óskar og bætir við að hann hafi líka langað til að opna augu fólks fyrir því hversu gott við höfum það á Íslandi. „Ég lærði það allavega í þessu ferðalagi og reyni að minna mig á það í hvert skipti sem ég ætla að fara að kvarta yfir einhverju. Við höfum það betra en flestir aðrir.“ Myndunum fylgja smá frá- sagnir sem hægt verður að nálg- ast á moment.is/syning og verða settar inn sama dag og sýning- in verður opnuð. „Þetta eru stuttir textar sem hleypa áhorfendum að- eins nær viðfangsefninu. Annað- hvort stutt saga af viðfangsefninu eða lítið innlit í huga minn á þessu augnabliki. Ég mynda talsvert í augnablikum sem síðar sitja mér vel í minni. Ég get skoðað flestar mínar myndir og man hvað ég var að hugsa á þeim tíma.“ Óskar segir þau Hrund hafa komið víða við á ferðalaginu. „Við byrjuðum í Afríku, færðum okkur svo suður til Asíu og Indónesíu. Ástralía og Nýja-Sjáland var síðan næsta stopp áður en suður- hluti Suður-Ameríku var skoð- aður. „Dvölin á hverjum stað var stutt, við vorum til að mynda bara rétt rúmlega hálfan sólarhring í Úrúgvæ. Við sáum eitthvað nýtt og merkilegt á hverjum degi. Ég er þannig gerður að ég hef ótrúlega gaman af því að koma á nýja staði og upplifa eitthvað nýtt. Ég tek vel eftir hlutunum í kringum mig og pæli soldið í því hversdagslega, þannig að mér fannst allt merki- legt, alltaf. Það var viss draumur að fara um sléttur Afríku, draum- ur sem mig hafði aldrei órað fyrir að myndi rætast, hvað þá að sofa þar í tjaldi með frumbyggja sitj- andi fyrir framan til að fylgjast með ljónum, fílum og öðrum hætt- um. Fallhlífarstökk á Nýja-Sjá- landi, loftbelgsferð og fílsbak í Laos, að leika við risaskjaldbökur HÖNNUN 105 DAGA FERÐALAG FEST Á MYND Ljósmyndarinn Óskar Páll Elfarsson opnar sína fyrstu einkasýningu á Íslandi. Sýningin fjallar um heimsreisu sem hann lagði í með unnustu sinni, Hrund Þórsdóttur fjölmiðlakonu. Á leikskóla í fátækraþorpi í Naírobí í Kenía. MYND/ÓSKAR PÁLL ELFARSSON Óskar að mynda á leikskóla fyrir fötluð börn í Naírobí. MYND/HRUND ÞÓRSDÓTTIR Villtur api á Bali. MYND/ÓSKAR PÁLL ELFARSSON á Sans ibar … listinn er endalaus,“ segir Óskar sem talar um ferðalag- ið af mikill ástríðu. Sýningin í Perlunni er fyrsta einkasýning Óskars. „Maður er loksins að fullorðnast og verða að ljósmyndara. Mig hefur lengi lang- að að halda sýningu, en fyrr en nú kannski ekki haft efni í höndunum, ekki neina sterka heild eða sögu sem ég þurfti að segja. Þetta er því mjög spennandi verkefni og ferða- langurinn í kollinum á mér er kom- inn með nettan fiðring við það að vinna svona mikið í þessum mynd- um undanfarnar vikur.“ Flestir hafa eflaust heyrt það sagt að morgunverðurinn sé mikilvæg- asta máltíð dagsins. Hér koma nokkur atriði þeirri staðhæfingu til stuðnings. 1. Það dregur úr líkum á því að þú borðir allt í augsýn seinnipart dags. Til þess að halda blóð- sykrinum í jafnvægi og koma í veg fyrir ofát yfir dag- inn er talið mikilvægt að borða hollan og staðgóð- an morg- unverð. Því minni sem blóðsykur- inn verður í líkamanum, því svengra verður fólk yfir daginn og líkaminn er verr undir það búinn að taka á móti óholl- ustunni sem verður oft fyrir valinu þegar hungr- ið hellist yfir. 2. Þú færð orku til þess að takast á við daginn. Morgunverðurinn kemur þér af stað og gefur þér orku fyrir daginn eftir að hafa fastað í 8-10 klukku- stundir. Það skiptir þó máli að morgunverðurinn sé hollur og nær- ingarríkur. Sjáðu til þess að morg- unverðurinn innihaldi trefjar, pró- tein og holla fitu. Það stuðlar að aukinni orku yfir daginn. 3. Ein- beiting- in verður betri. Ef þú átt erf- itt með að einbeita þér, vendu þig þá á að borða hollan og góðan morgunmat. Rannsókn- ir sýna að morgunmat- ur bætir vit- ræna starf- semi okkar og eykur námsárang- ur. 4. Til þess að koma í veg fyrir þyngdar- aukningu. Rannsóknir sýna að fólk sem borðar morgunverð er líklegra til þess að vera í kjörþyngd en þeir sem gera það ekki og konur sem borða morgunmat neyta færri kaloría yfir daginn. Morgunverður er því talinn mikilvægur til þess að koma í veg fyrir þyngdaraukningu. HEILSA MIKILVÆG- ASTA MÁLTÍÐ DAGSINS Það getur verið freistandi að sleppa morgunmatnum og fá nokkrar aukamínútur í svefn. Það er þó alveg þess virði að rífa sig fram úr á morgnana og fá sér næringarríkan morgunverð því að það stuðlar að auk- inni vellíðan yfi r daginn. AFP/NORDICPHOTOS Eina lífræna fæðubótarefnið í heiminum sem virkar strax Eitt skot = 1 líter af rauðrófusafa eða 6 rauðrófur. 100% lífrænt 1 skot 30 mín. fyrir æfingar, keppnir blandað í 100 - 150 ml af vatni. Endist 6 tíma í líkamanum. Bætt blóðflæði og súrefnis upptaka 30 mín. eftir inntöku. BEETELITE örvar Nitric Oxide framleiðslu strax Meiri vöðvasnerpa, orka, þrek, úthald allt að 30% æðaútvíkkun, 30% meiri súrefnisupptaka, 16-20% meiri árangur Meira blóðflæði betra úthald WE BEET THE COMPETITION U m b o ð : w w w .v it ex .is Fæst í apótekum, heilsubúðum og World Class. Til í tveimur bragðtegundum Hunter Kemper 4 Time U.S. Olympic Triathlete Try it once, and you’ll never compete the same.” REYKJAVÍKUR MARAÞON

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.