Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.08.2014, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 08.08.2014, Qupperneq 14
8. ágúst 2014 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Svona auglýsti eitt smálánafyrirtækið fyrir verslunarmannahelgi. Inntakið – þú þarft ekki að vera nettengdur til að fá smálán held- ur nægir að senda sms yfir versló. Smart. Nú er hægt að fá hraðlán í miðjum Brekku- söngnum, eða eins og segir í frægu lagi – uppá palli, illa drukkin, inní tjaldi, útí skógi o.s.frv. Vonandi skemmtiði ykkur vel fyrir smálánið. Að öllu gamni slepptu er þessi auglýsing afar sérkennileg. Ekki síst fyrir þær sakir að í júní sl. ákvarðaði Neytendastofa að flýti- þjónustugjald allra smálánafyrirtækjanna bryti í bága við lög um neytendalán og voru öll fyrirtækin sektuð. Að sækja um á frí- degi verslunarmanna og fá lánið strax er því ólögmætt af hálfu smálánafyrirtækja sam- kvæmt Neytendastofu. Forsaga málsins er sú að þann 1. nóvember sl. tóku gildi ný lög um neytendalán. Í lögun- um er lagt bann við að vextir og annar kostn- aður við lántöku, þ.e. heildarlántökukostn- aður, sé umfram 50% á ári. Við gildistöku laganna stóðu smálánafyrirtækin frammi fyrir því að viðskiptamódel þeirra, að lána litlar fjárhæðir með okurvöxtum, t.d. 600- 700% vöxtum á ársgrundvelli, var bannað samkvæmt lögum. Smálánafyrirtækin létu þó ekki segjast og fyrir gildistöku laganna var boðað breytt lánafyrirkomulag. Vextirn- ir voru nú í samræmi við lögin, en í staðinn var tekið upp svokallað „flýtiþjónustugjald“ fyrir að fá lánshæfismat afgreitt strax. Á þeim tímapunkti vakti ég athygli á að þetta fyrirkomulag væri ólögmætt. Kostnaður við „flýtiþjónustuna“ væri enda hluti af heild- arlántökukostnaði samkvæmt efni og mark- miði nýrra neytendalánalaga. Með úrskurði Neytendastofu er orðið ljóst að þessi til- raun, að finna meinbugi á lögunum til þess að halda áfram með okurvaxtastarfsemi, er ekki aðeins siðlaus heldur líka ólögleg. Í dag eru liðin 6 ár frá fjármálahruni. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er heilu bindi varið í að greina m.a. siðfræði fjár- málakerfisins og lögð áhersla á siðvæðingu samfélagsins í heild sinni. Starfsemi smá- lánafyrirtækja er eitthvað sem truflar ekki svefn minn, en ef við viljum byggja betra samfélag þurfum við að láta okkur málin varða. Smálánafyrirtækin eru enn í fullu fjöri við útlánastarfsemi sem hefur verið úrskurðuð ólögmæt. Kannski er allt í lagi að geta tekið smálán um miðja nótt – illa drukk- inn, inní tjaldi, útí skógi – t.d. fyrir pítsu –en gera verður þá lágmarkskröfu að þeir sem sinna lánastarfsemi fylgi lögum. „Ert þú klár fyrir versló?“ NEYTENDAMÁL Eva H. Baldursdóttir lögfræðingur ➜ Smálánafyrirtækin eru enn í fullu fjöri við útlánastarfsemi sem hefur verið úrskurðuð ólögmæt. Fylgið dalar Fylgi við ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar mældist rúm 36 prósent í könnun MMR sem gerð var í lok mánaðarins. Fylgið hafði dalað um tvö prósentustig frá því í júní. Fylgi ríkisstjórnarinnar mældist tæp 60 prósent þegar stjórnin tók við völdum í byrjun júní í fyrra og hefur hún því tapað miklu fylgi á þessu eina ári frá því hún tók við völdum. Sömu sögu var raunar að segja af ríkis- stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, samkvæmt könnunum MMR var fylgið við hana 56 prósent þegar hún komst til valda í febrúar 2009, fylgið dalaði nokkuð hratt samkvæmt mælingum, í október 2010 mældist það ekki nema tæp 23 prósent samkvæmt MMR, á lokametr- um stjórnar Jóhönnu var fylgið 31,5 prósent. Það er svo spurning hvort ríkisstjórn Sigmundar sekkur jafn djúpt og ríkisstjórn Jóhönnu gerði. Fastur fyrir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráð- herra hefur hvergi hvikað í stuðningi sínum við Úkraínu. Rússar hafa hótað að beita inn- flutningsbanni gagn- vart þjóðum sem styðja Úkraínumenn. Gunnar Bragi sagði í vor að það yrði að hafa það þó að stuðningur við Úkraínumenn hefði í för með sér efnahags- legar afleiðingar fyrir Íslendinga og í gær sagðist hann sama sinnis. Ekki væri hægt að gefa neinn afslátt af al- þjóðalögum og mannréttindum. Gott hjá Gunnari Braga að standa fastur fyrir og standa með Úkraínumönnum gegn Rússum. Aldrei að vita nema honum verði þakkað fyrir með því að lítið torg eða gata verði nefnd eftir honum eða Íslandi í einhverri borg Úkraínu. Íslendingar studdu dyggilega við bakið á Litháum í sjálfstæðisbaráttu þeirra gegn Rússum. Jón Baldvin Hannibals- son, fyrrverandi utanríkisráð- herra, var í miklum metum Litháen og honum til heiðurs var torg í höfuð- borginni Vilnius nefnt Íslandstorg. johanna@frettabladid.is Í slenzkir fiskútflytjendur fylgjast nú áhyggjufullir með útfærslunni á innflutningsbanni rússneskra stjórnvalda á matvæli frá Vesturlöndum. Bannið er hugsað sem svar við efnahagslegum og pólitískum þvingunaraðgerðum vestrænna ríkja gagnvart Rússum vegna framferðis þeirra í Úkraínu. Samkvæmt fyrstu fregnum af innflutningsbanninu eru íslenzk matvæli ekki á listanum yfir vestrænan mat sem verður bannað að flytja inn. Rússnesk stjórnvöld hafa reyndar tekið fram að listinn sé „sveigjanlegur“, sem þýðir að það er ekki útilokað að staðan gagnvart Íslandi gæti breytzt. Raunar er ekki sérstaklega rökrétt að Rússar undanskilji Ísland úr hópi vestrænna ríkja sem styðja stjórnvöld í Úkraínu í baráttunni gegn ofríki Rúss- lands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur staðið sig vel í þeim stuðningi, farið tvisvar sinnum til Úkraínu og sagt skýrt að innlimun Rússa á Krímskaga hafi verið brot á alþjóðalögum. Ráðherrann hefur líka hvatt Rússa til að beita sér fyrir því að aðskilnaðarsinnar í austur- hluta landsins leggi niður vopn í stað þess að veita þeim stuðning. Íslenzk stjórnvöld hafa sömuleiðis lýst stuðningi við og tekið þátt í þvingunaraðgerðum Bandaríkjanna, ESB og fleiri vestrænna ríkja gegn Rússlandi. Það er þess vegna ekki ljóst hvers vegna íslenzkar útflutnings- vörur eru undanskildar innflutningsbanninu frekar en til dæmis sjávarafurðir frá Noregi, en bannið mun hafa veruleg áhrif á norskan sjávarútveg. Þátttaka Íslands í þvingunaraðgerðum gegn Rússum skiptir rússneskt efnahagslíf litlu eða engu máli. Ákveði rússnesk stjórn- völd hins vegar að bæta íslenzkum fiski á listann yfir vörur sem ekki fást fluttar inn getur það valdið íslenzkum fyrirtækjum tals- verðum búsifjum. Stór hluti makríl- og síldarútflutnings Íslend- inga fer til Rússlands. Helgi Anton Eiríksson, forstjóri Iceland Seafood, segir í Fréttablaðinu í dag að gífurlegir hagsmunir séu í húfi og hvetur íslenzk stjórnvöld til að „stíga varlega til jarðar“. Á Ísland þá að tóna niður málflutning sinn til stuðnings Úkraínu og að alþjóðalög séu virt, til að tryggja hagsmuni útflytjenda? Svarið við því er nei. Hér er stærra prinsippmál á ferðinni en svo. Eins og Gunnar Bragi sagði þegar hann kom frá Úkraínu í síðasta mánuði: „Það varðar hagsmuni Íslands miklu að alþjóðalög séu ávallt virt […] Með heimsókn minni núna vil ég undirstrika það að rödd Íslands heyrist til varnar alþjóðalögum og reglu.“ Í Bylgjufréttum í gær ítrekaði Gunnar Bragi fyrri ummæli sín, um að ef stuðningur Íslands við Úkraínu hefði efnahagslegar afleiðingar, yrði svo að vera. „Já, já, það stendur og ég vil segja mjög skýrt að við getum ekki gefið afslátt af alþjóðalögum og af mannréttindum, landamærum og lýðræði ríkja þegar reynt er að breyta þessum hlutum öllum einhliða,“ sagði Gunnar Bragi. Þetta er rétta afstaðan í þessu máli. Innflutningsbann Rússa verður tæplega langvinnt, því að það mun skaða rússneskan efna- hag ekkert síður en vestrænna ríkja. Íslenzk sjávarútvegsfyrir- tæki hafa áður þurft að bregðast við viðlíka sveiflum á mörkuðum. Það er engin ástæða til að breyta stefnunni í þessu stóra máli. Hvað ef Rússar setja íslenzkan fisk í bann? Staðið í lappirnar gagnvart Rússum Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.