Fréttablaðið - 08.08.2014, Qupperneq 26
FRÉTTABLAÐIÐ Fataskápurinn. Ljósmyndir Óskars Páls Elfarssonar. Samfélagsmiðlar og bloggið.
8 • LÍFIÐ 8. ÁGÚST 2014
FATASKÁPURINN
INGA GOTTSKÁLKSDÓTTIR
Inga Gotta, eins og hún er oftast kölluð, á verslunina Gottu á Laugavegi 7. Lífi ð fékk að
kíkja í fataskápinn hjá Ingu, þar sem Alexander Wang er í miklu uppáhaldi.
1
1. Þegar ég var ung þá ætlaði ég að vinna við myndlist.
2. En núna er ég myndlistarkona, plötusnúður og photo/content
editor hjá Plain Vanilla.
3. Ég mun eflaust aldrei skilja fólk sem mismunar fólki vegna
kyns, kynþáttar, kynhneigðar eða trúarbragða.
4. Ég hef ekki sérstakan áhuga á tískubloggum, ég er eigin-
lega með ofnæmi fyrir þeim.
5. Karlmenn eru jafn mismunandi og þeir eru margir.
6. Ég hef lært að maður á alls ekki að borða gulan snjó (ég
lærði það samt bara í Friends, ekki af biturri reynslu).
7. Ég fæ samviskubit þegar þegar ég vakna seint og nýti ekki
dagsbirtuna, sérstaklega á veturna þegar hún er af skornum skammti.
8. Ég slekk á sjónvarpinu þegar ég … einhvern tíma þegar
ég var að endurraða í stofunni hjá mér gaf ég bróður mínum ferm-
ingartúbusjónvarpið mitt sem var á stærð við meðal Yaris til að búa til
pláss og hef síðan ekki átt sjónvarp, ég
er enn að bíða eftir því að byrja að
sakna þess.
9. Um þessar mundir er ég
mjög upptekin af því að æfa
fyrir Reykjavíkurmaraþonið, en
ég ætla að hlaupa 21 km og er
að safna áheitum fyrir Stígamót.
Þetta verður það lengsta sem
ég mun hafa hlaupið þegar ég
verð búin og ég hlakka mikið
til að klára þetta verkefni.
10. Ég vildi óska
þess að fleiri vissu
af grínþáttunum
Broad City, þeir
ættu að vera
skylduáhorf
fyrir fólk
með vel
steiktan
húmor.
10 SPURNINGAR
EKKI BORÐA GULAN SNJÓ
SUNNA BEN ER MYNDLISTARKONA OG
STARFSMAÐUR PLAIN VANILLA.
Alexander Wang-hæla-
skór: Flottir skór sem ganga
með öllum litum. Góðir til að
poppa upp beisik dress.
3
Alexander Wang-bol-
ur: Ég er með æði
fyrir röndóttum bolum.
Bolirnir frá Wang eru
ómissandi og efnin
eru svo skemmtileg.
5
Alexander Wang-
kjóll: Ég elska
svona kasjúal kjóla
sem eru flottir við
strigaskó. Ég verð
alltaf að eiga einn
svona í skápnum.
4 iPhone-hulstrið: Þetta hulstur er algjör snilld. Ég væri búin að rústa síman-um ef ég væri ekki með það. Svo skemmir ekki
fyrir hvað það er flott.
2
Alexander Wang
Rocco-taskan: Þessi
taska er uppáhalds-
fylgihluturinn minn.
Mér finnst hún svo
rokkuð og töff.
NÝTT
GEL SHINE LACQUER
GEL NAGLALÖKK sem endast í allt að 7 daga
Fullkomin lakkáferð og fallegur glans
Fullkomnaðu útlitið með NÝJU GEL naglalakki frá MAX FACTOR
Sölustaðir: Fríhöfnin Keflavíkurflugvelli. HAGKAUP – Holtagörðum, Kringlunni, Smáralind, Skeifunni. Lyf og heilsa: Austurveri, Eiðistorgi,
Hringbraut, Kringlunni. Apótek Hafnarfjarðar, Apótek Garðabæjar, Árbæjarapótek, Garðsapótek, Lyfjaver, Lyfjaval Bílaapótek, Nana Hólagarði,
Lyfsalinn Glæsibæ, Urðarapótek. Landið: Lyf og Heilsa: Glerártorgi, Hrísalundi, Hverargerði og Vestmannaeyjum. KS Sauðarkróki, Apótek Suðurnesja.