Fréttablaðið - 08.08.2014, Síða 36

Fréttablaðið - 08.08.2014, Síða 36
8. ágúst 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 20 Norræna húsið og Wagnerfélagið efna til sameiginlegra tónleika í Norræna húsinu í dag klukkan 18. Þýska píanódúóið Michael Hage- mann og Shoko Hayashizhaki munu leika fjórhent tólf píanó- útsetningar úr óperunni Parsifal, eftir þýska tónskáldið Engelbert Humperdinck, sem þekktastur er fyrir óperu sína Hans og Grétu. Píanódúóið Shoko Hayashizhaki og Michael Hagemann hafa starf- að saman í 25 ár allt frá náms- árum í Freiburg. Þau hafa tekist á við hin fjölbreytilegustu verkefni og sýnt frumleika í efnisvali sem hefur vakið bæði athygli og aðdáun áheyrenda að því er fram kemur í tilkynningu frá Wagnerfélaginu. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. -fsb Humperdinck fyrir fj órar hendur Michael Hagemann og Shoko Hayashizhaki leika fj órhent í Norræna húsinu í dag. PÍANÓDÚÓ Shoko Haya- shizhaki og Michael Hage- mann hafa starfað saman í 25 ár. MYND/ÚR EINKASAFNI Skaft ahlíð 24 | 105 Reykjavík | 512 5000 | Auglýsingar 512-5401 | visir.is HELGARBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Ómissandi hluti af góðri helgi FRÉTTABLAÐIÐ ER HELGARBLAÐIÐ FJÖLSKYLDUR ERU ALLS KONAR Hilmar Magnússon og Sigríður Birna Valsdóttir eru bæði samkynhneigð en ákváðu að eignast saman soninn Kára Val sem þau hafa sameiginlegt forræði yfir. Þeim finnst tímaskekkja að tala um að eitt fjölskylduform sé eðlilegra en annað. Jarðfræðilega forvitnilegt Suðurlandið er ríkt af náttúru- og jarðfræðiminjum bæði í byggð og að fjallabaki. Ástin kemur út á mér tárunum Dóra Takefusa er við- kvæm sál sem horfir ekki á bíómyndir sem eru bannaðar yngri en 16 ára. Samt er fullt af fólki hrætt við hana sem henni þykir óskiljanlegt. „Hér iðar allt af ungu fólki og það er létt yfir öllum,“ segir Guðný Þóra Guðmundsdóttir, skipu- leggjandi Tónlistarhátíðar unga fólksins, þar sem hún er stödd í menningarmiðstöðinni Molanum í Kópavogi. Gegnt Molanum blasir Salurinn við. Þar voru opnunartónleikar hátíðarinnar í gærkveldi en í kvöld er röðin komin að Hughrifum tón- anna þar sem Sólborg Valdimars- dóttir píanóleikari og María Ösp Ómarsdóttir sameina krafta sína. Þær hafa verið við framhaldsnám í Danmörku síðustu ár og tekið þátt í margs konar tónlistarstarfi bæði þar og hér heima að sögn Guð- nýjar Þóru. Annað kvöld verða Magnús Hallur Jónsson tenór og Ingileif Bryndís Þórsdóttir píanó- leikari með ljóðatónlist í Salnum. Að sögn Guðnýjar Þóru hafa þau bæði verið í löngu námi í Þýska- landi og starfa þar. Á sunnudaginn koma svo kennararnir á námskeið- unum og í vinnustofunum fram á sviðið með sína list. Þetta er sjötta árið sem Tónlist- arhátíð unga fólksins er haldin. Auk ofangreindra tónleika er þar fjöldi námskeiða, vinnustofa, fyrir- lestra og tónleika í boði fyrir ungt tónlistarfólk á öllum námsstigum. Guðný Þóra hefur haldið utan um starfið frá upphafi. „Ég stofn- aði hátíðina í samstarfi við vin minn, Helga Jónsson, til að gefa ungum tónlistarnemum kost á að sækja námskeið hér heima. Áður þurftu flestir að fara til útlanda til að taka þátt í þeim,“ útskýrir hún. Hún segir hátíðina hafa þróast gegnum árin. „Til að byrja með vorum við með hefðbundin verk eftir eldri tónskáld en nú erum við meira farin að stíla inn á nýja tón- list og erum með fjölda íslenskra verka, bæði frumflutt og endur- flutt. Á hátíðinni koma því saman þeir sem semja tónlistina og þeir sem miðla henni til fólks. Það þykir okkur gaman.“ gun@frettabladid.is Stíla inn á nýja tónlist Tónlistarhátíð unga fólksins stendur sem hæst. Þrennir tónleikar eru í Salnum næstu kvöld, þar verður fl uttur fj öldi nýlegra, íslenskra verka. HUGHRIF TÓNANNA, föstudaginn 8. ágúst klukkan 20. María Ösp Ómarsdóttir og Sólborg Valdimarsdóttir Dúóið mun frumflytja verk eftir Báru Grímsdóttur og Finn Karlsson auk þess að leika verk eftir Þóru Marteinsdóttur, Oliver Messiaen, Þorkel Sigur- björnsson, Piazzola og Pärt, fyrir píanó og þverflautu. LJÓÐAGRÜTZE, laugardaginn 9. ágúst klukkan 20. Magnús Hallur Jónsson og Ingileif Bryndís Þórsdóttir flytja íslensk og erlend ljóð og lög. Sem dæmi má nefna Ég lít í anda liðna tíð, Kall sat undir kletti og Brúnaljós þín blíðu. KAMMERTÓNLEIKAR KENNARA, sunnudaginn 10. ágúst klukkan 11. Auður Hafsteinsdóttir, Svava Bernharðsdóttir, Pia Eva Greiner-Davis, Peter Maté, Hallfríður Ólafsdóttir og Gyða Valtýsdóttir. Dagskráin í Salnum SKIPULEGGJENDUR Gunnhildur Daðadóttir, Elín Ásta Ólafsdóttir og Guðný Þóra Guðmundsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN MENNING

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.