Fréttablaðið - 08.08.2014, Side 46

Fréttablaðið - 08.08.2014, Side 46
8. ágúst 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 30 Kári Helgason útskrifaðist í júlí með doktorsgráðu í stjörnufræði frá háskólanum í Mary land en doktorsverkefni sitt vann hann ásamt ekki síðri mönnum en vísindamönnum hjá bandarísku geimvísindastofnuninni, NASA. Kári fékk verðlaun fyrir bestan árangur í rannsóknum á sínu ári. „Það var frábær viðurkenning og mikil hvatning,“ segir Kári þegar blaðamaður Fréttablaðs- ins nær af honum tali þar sem hann situr að störfum í Háskóla Íslands. „The show must go on,“ segir hann og hlær. „Það má ekk- ert slaka á þó maður sé útskrif- aður.“ Kári vann gögn úr geimsjón- aukum NASA sem byggðir voru á sama stað og hann vann á. „Maður gat séð verkfræðingana í hvítu sloppunum setja saman geimsjónauka sem verða send- ir út í geim eftir 10 ár,“ útskýrir Kári. „Þetta var mjög hvetjandi umhverfi og áhugavert að vera í námunda við allt.“ Hinn nýútskrifaði doktor fékk tiltölulega frjálsar hendur síð- ustu fjögur árin við val á rann- sóknarefnum. „Ég hef mestan áhuga á alheiminum þegar hann var mjög ungur.“ Sérstaklega þykir honum spennandi að rann- saka risasvarthol, hvaðan þau komu og hvort þau hafi haft áhrif á hvernig stjörnurnar mynduð- ust. Starfsumhverfi Kára breyt- ist þó töluvert á næstu misser- um þar sem hann fékk styrk frá Evrópusambandinu til þess að starfa á geimrannsóknastöðinni Max Planck Institute for Astro- physics í Þýskalandi. Hann segir ákveðna eftirsjá að því að halda ekki áfram hjá NASA en hann verður þó í nánu sambandi við stofnunina. „Ég lít fyrst og fremst á það sem forréttindi að fá að starfa á þessu sviði.“ En er engin löngun til að fara út í geim? „Ég held að konan mín vilji það ekki, það er helsta vandamálið.“ Hann segist þó ekki munu slá hendinni á móti því að fara út í geim fái hann boð um það. „Ef það verður hringt í mig og ég spurður hvort ég vilji fara út í geim þá er ég alveg tilbúinn í það.“ nanna@frettabladid.is Myndi ekki afþakka boð um far út í geim Ungur Íslendingur útskrifaðist nýlega með doktorsgráðu í stjörnufræði. Dokt ors- verkefnið vann hann með geimförum hjá NASA. Hann segir þetta forréttindi. MENNTAÐ PAR Hér er Kári ásamt konu sinni, Þórhildi Halldórsdóttur, sem útskrifaðist á sama tíma úr klínískri barnasálfræði. MYND/ÚR EINKASAFNI „Hestar. Ég er hestakona. Þeir eru yndislegar og skynugar skepnur.“ Björt Ólafsdóttir alþingiskona. UPPÁHALDSDÝRIÐ GEIMVÍSINDAMAÐUR Kári slær ekki slöku við og starfar nú uppi í Háskóla Íslands við ritrýni og situr símafundi með NASA. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Já, þetta er í fyrsta sinn sem ég flyt Pride-lagið og er mjög ánægð með lagið,“ segir tónlistarkonan Sigríður Beinteinsdóttir en hún syngur lagið Á þitt vald sem er Gay Pride-lag ársins 2014. Lagið hefur verið í spilun á útvarps- stöðvum landsins og ætlar Sigga að flytja það um helgina. „Ég syng það á Arnarhóli á morgun og hlakka mikið til, þessi hátíð er svo frábær og vonandi verður veðrið ágætt,“ bætir Sigga við. Lagið sömdu þær Ylva og Linda Person en þær eru sænsk- ar og hafa samið fjölda popplaga sem náð hafa langt. „Ég þekki þær ekki neitt og hef aldrei séð þær en þær sendu mér upphaf- lega nokkur demó og þetta lag greip ég strax. Lagið var sent í forkeppni Eurovision en komst ekki áfram og fannst mér það mjög skrítið miðað við hvað lagið er hresst og mikið stuð í því,“ útskýrir Sigga. Höfundunum var svo boðið að lagið yrði Gay Pride-lagið í ár og voru gerðar smábreytingar á því. „Þorvaldur Bjarni útsetti lagið og setti meiri diskóbrag á það en það var rokkaðra áður. Ég elska þetta lag, við í Stjórninni tókum lagið meira að segja um verslun- armannahelgina á Akureyri og fólk tók mjög vel í það.“ Sænsku lagahöfundarnir ætla einnig að syngja bakraddir með Siggu á laugardaginn á Arnar- hóli. - glp Syngur Pride-lagið í fyrsta sinn Sigríður Beinteinsdóttir syngur lagið Á þitt vald og er það Pride-lag ársins 2014. MIKIÐ STUÐLAG Sigríður Beinteins- dóttir syngur Gay Pride-lagið í ár sem ber titilinn Á þitt vald. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég hef nú aldrei hitt hann en hann er flottur. Ég hef séð myndirnar hans og hann var flottur í Pitch Black og The Fast and the Furious- myndunum,“ segir leikarinn Ólafur Darri Ólafsson. Hann leikur á móti stórleikaranum Vin Diesel í nýrri kvikmynd sem ber nafnið The Last Witch Hunter. Ólafur Darri mun þar leika stórt hlutverk sem norn sem Diesel þarf að berjast við en hann leikur nornaveiðarann. „Við munum hittast í myndinni, það verð- ur skemmtilegt,“ bætir Ólafur Darri við. Hann segist hafa fengið að vita að hann hefði fengið hlutverkið í síð- ustu viku en hann fór í prufur fyrir myndina í maí. Í myndinni leika fleiri kanónur á borð við Michael Caine og Elijah Wood. „Mig hefur alltaf langað til að hitta Michael Caine, ég veit að hann er góður vinur Dorritar þannig að ég ætla að muna að skila kveðju frá Dorrit,“ segir Ólafur Darri og hlær. Myndin fer í tökur í byrjun septem- ber og fara þær fram í Pittsburgh í Pennsylvaníu og hlakkar Ólaf- ur Darri mikið til. „Það er alltaf gaman þegar maður fær vinnu og ég er mjög þakklátur.“ Leikstjóri myndarinnar er Breck Eisner. „Ég hef bara séð myndina The Crazies, sem er endurgerð af gamalli hryllingsmynd, og var mjög hrifinn og hlakka til að vinna með honum,“ segir Ólafur Darri. Þá er hann einnig að fara til Los Angeles að leika í prufuþætti fyrir AMC-sjón- varpsstöðina sem fram- leiddi meðal annars Break ing Bad-þætt- ina. - glp Ólafur Darri berst við Vin Diesel Ólafur Darri leikur stórt hlutverk í nýrri mynd sem ber nafnið The Last Witch Hunter. Ólafur Darri er vel kunnugur Hollywood-myndum en ekki er langt síðan hann lauk við tökur á mynd- inni A Walk Among the Tombstones þar sem hann leikur meðal annars á móti Liam Neeson. Hann lék einnig í The Secret Life of Walter Mitty á móti Ben Stiller. Þá lék hann í Contra- band árið 2012 á móti Mark Wahlberg. Í nýju myndinni, The Last Witch Hunter, leikur hann meðal annars á móti Rose Leslie, Vin Diesel, Elijah Wood og Michael Caine. Nokkur verk Ólafs Darra í Hollywood – Reykjavík – Akureyri – E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0 – KOMDU NÚNA – TAXFREE DAGAR 20,32% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 25.5% virðisaukaskatt af söluverði. 20,32% afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. AROS stóll, margir litir IVV SPEEDY skálar, 6 í setti TAXFREE VERÐ! 12.741 KRÓNUR SÍÐUSTU DAGAR EKKI MISSA AF ÞESSU BRIGHTON – 3JA SÆTA SÓFI – EIK & LEÐUR TAXFREE VERÐ!254.972KRÓNUR TAXFREE VERÐ! 10.350 KRÓNUR SÓFAR | SÓFASETT | HÆGINDASTÓLAR | SÓFABORÐ | BORÐSTOFUBORÐ | BORÐSTOFUSTÓLAR | SVEFNSÓFAR | BORÐSTOFUSKÁPAR | BAKBORÐ | HORNBORÐ | ALLSKONAR-SMÁVARA | O.FL. | O.FL.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.