Fréttablaðið - 08.08.2014, Side 8

Fréttablaðið - 08.08.2014, Side 8
8. ágúst 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 FERÐAÞJÓNUSTA Gistinóttum á hót- elum í júní fjölgaði um þrjú prósent frá því á sama tíma í fyrra, sam- kvæmt tölum sem Hagstofan birti í gær. Gistinætur í júní voru samtals 239.700. Gistinætur erlendra gesta voru 90 prósent af heildarfjöldan- um en þeim fjölgaði um sex pró- sent frá sama tíma í fyrra á meðan gistinóttum Íslendinga fækkaði um 15 prósent. Hins vegar fjölgaði ferðamönn- um um 23 prósent í júní frá því í fyrra, en nú komu um 110 þúsund erlendir ferðamenn til landsins í mánuðinum, samkvæmt talningu Ferðamálastofu í Leifsstöð. Aukning á íbúðargistingu Helga Árnadóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur að aukning á íbúðargistingu hvers konar skýri eflaust stóran hluta þessa misræmis. „Fjölgun í framboði á öðrum gistimöguleikum eins og leigu á herbergjum í íbúðarhúsnæði og þess háttar hefur verið mikil eins og sést vel til að mynda á vefsíðum eins og airbnb.com. Oft og tíðum er um að ræða framboð á íbúðar- gistingu sem ekki er með tilskil- in leyfi. Það er eitthvað sem þarf svo sannarlega að ráða bót á, eins og við höfum oft bent á, til að geta til að mynda metið umfangið á full- nægjandi hátt.“ Helga segir nýtingarhlutfall heilsárshótela hafa verið hátt í júní eins og síðustu ár. Hún leiðir að því getum að ferðamenn hafi í meiri mæli nýtt sér aðrar tegundir gist- ingar þar sem framboð þess hefur aukist. „Áætlanir gera ráð fyrir nýjum hótelum, sér í lagi á höfuð- borgarsvæðinu, á næstu misserum. Miðað við nýtingarhlutfall hótel- anna á markaðurinn inni frekari fjölgun hótelherbergja.“ Fæstir með leyfi Í skýrslu sem VSO ráðgjöf vann nýlega fyrir borgina kemur fram að framboð heimagistingar á net- inu hafði þrefaldast á átján mánaða tímabili, en þá var fjöldi auglýsenda um 795 og buðu þeir upp á samtals 2.854 rúm. Vegna fjölda staða segir VSO ráð- gjöf ljóst að flestir á bókunarvefjum hafi ekki leyfi fyrir starfsemi sinni. Borgin jákvæð fyrir hótelum Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg, tekur undir með Helgu og segist jákvæð fyrir þeirri hóteluppbyggingu sem nú á sér stað. Sér í lagi fyrir uppbyggingu sem teygir sig í austurátt, ekki síst til að létta álagi af Kvosinni. „Sum hverfi í nágrenni miðborgar- innar hafa orðið fyrir miklu álagi í kjölfar fjölgunar ferðamanna. Þetta álag lendir á íbúðahverfum vegna þess að það vantar gistingu yfir sumarmánuðina en aukið framboð á hótelum gæti haft áhrif á þetta,“ segir Ólöf. Erlendum ferðamönnum fjölgar hraðar en gistinóttum á hótelum Gistinóttum erlendra ferðamanna á hótelum í júní fjölgaði um sex prósent frá því í fyrra. Á sama tíma fjölgaði ferðamönnum um 23 prósent. Framkvæmdastjóri SAF telur þetta skýrast af auknu framboði á öðrum gistimöguleikum og takmörkuðu rými hótela. HÓTEL Í BYGGINGU VIÐ HÖFÐATORG Áætlanir gera ráð fyrir nýjum hótelum á höfuðborgarsvæðinu á næstu misserum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HELGA ÁRNA- DÓTTIR ÓLÖF ÖRVARS- DÓTTIR Í aðalskipulagi Reykjavíkur sem tók gildi nú í vor er gert ráð fyrir takmörk- un á heimildum til að reka gististaði í íbúðabyggð. Slíkt verði aðeins heimilt við svokallaðar aðalgötur, það er að segja götur sem þola meiri umferð. Ólöf nefnir sem dæmi Hofsvallagötu og Lönguhlíð. „Það er götur sem eru tengigötur, þar sem nú þegar standa til dæmis verslanir eða að þar er boðið upp á aðra þjónustu,“ segir Ólöf. Ólöf segir að með þessu sé verið að draga úr álagi á rólegri íbúðagötur, álagið vegna ágangs ferðamanna megi ekki verða of mikið á einstök hverfi. „Það þarf að vera gott jafnvægi í þessu.“ Í aðalskipulaginu er hins vegar ekki tekið á heimagistingu í íbúðabyggð, það er þar sem leigjandi á lögheimili í íbúðinni. Slík gistiþjónusta sé þó leyfisskyld, þrátt fyrir að fæstir sem standa í slíkum rekstri séu með leyfi. Gistirými takmörkuð í íbúðabyggð Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is Ferðamenn í júní 2013 20142013 2014 Gistinætur á hótelum í júní 231.809 89.859 239.685 +3% 110.602 +23%

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.