Fréttablaðið - 08.08.2014, Síða 18
FÓLK| HELGIN
www.tvolif.is
opið virka daga 11-18
laugardaga 12-17
/barnshafandi
Meðgöngu og brjóstagjafafatnaður
í miklu úrvali
FRÍ PÓSTSENDING UM ALLT LAND
Útsölulok
Af öl
lum ú
tsölu
vörum
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Útsalan
í fullum gangi
enn meiri verðlækkun
50% afsláttur
af öllum útsöluvörum
(reiknast af upphaflegu verði)
Bæjarlind 1-3
201 Kópavogur
s: 571-5464
my style
Stærðir 38-52
Handverkshátíðin á Hrafnagili í Eyja-fjarðarsveit var sett í 22. sinn í gær og stendur hún fram á sunnudag. Aðsókn-
in eykst ár frá ári og hafa gestir verið hátt í
tuttugu þúsund síðustu ár. Hátt í hundrað
sýnendur taka þátt að þessu sinni og koma
þeir úr ýmsum áttum en auk þess er í fyrsta
sinn boðið upp á handverksmarkað fyrir
minni framleiðendur sem vilja koma vörum
sínum á framfæri.
„Við ákváðum að vera með sérstakt mark-
aðstjald og létu viðbrögðin ekki á sér standa.
Það fylltist strax og þarna verða einir tuttugu
aðilar til viðbótar við þá tæplega hundrað
sem verða í íþróttasalnum, kennslustofum og
í 250 fermetra matartjaldi,“ segir Stefán Árna-
son, skrifstofustjóri hjá sveitarfélaginu Eyja-
fjarðarsveit sem jafnframt er í sýningarstjórn.
Handverksfólkið sækir um þátttöku og
komast færri að en vilja. „Við reynum að
velja með það í huga að sýningin verði sem
fjölbreyttust en þarna er fólk sem framleiðir
fatnað, fylgihlutir, skrautmuni, nytjahluti og
ýmislegt fleira. Handverksfólkið er mislangt
komið í að þróa vörur sínar en fjöldi nýrra
sýnenda tekur þátt í ár.“
Stefán segir sýnendur hafa góða reynslu af
sýningunni. Það sést best á því að þeir sækja
um að koma aftur og aftur. Vörurnar seljast
vel en jafnframt er þetta mjög góð kynning.
Stefán segir hátíðina gríðarlega stóran við-
burð fyrir ekki minna sveitarfélag en Eyja-
fjarðarsveit. „Þarna kemur tuttugufaldur
íbúafjöldinn yfir eina helgi og margir innan
sveitarfélagsins leggja hönd á plóg. Við erum
því með uppskeruhátíð á laugardagskvöldinu
sem er öllum opin. Séra Hildur Eir Bolladóttir
verður veislustjóri en á meðal þeirra sem
koma fram eru Álftagerðisbræður, Pálmi
Gunnarsson ásamt hljómsveit og prestatríó
skipað séra Hildi Eiri, séra Oddi Bjarna og
séra Hannesi Blandon. Þá munu matreiðslu-
menn Greifans slá upp grillveislu auk þess
sem veitt verða verðlaun í flokkunum hand-
verksmaður ársins og sölubás ársins. Jafn-
framt verður fjölbreytt dagskrá á útisvæðinu
alla dagana.“
Hátíðin er opin á föstudag og laugardag frá
12-19 og á sunnudag frá 12-18. Aðgangseyrir
er 1.000 krónur fyrir 16 ára og eldri og 500
krónur fyrir eldri borgara og öryrkja. Að-
gangsmiðinn gildir alla helgina.
SÝNENDUR KOMA
AFTUR OG AFTUR
ALLS KYNS HANDVERK Á HRAFNAGILI Áhugafólk um íslenskt handverk ætti
ekki að láta Handverkshátíðina á Hrafnagili fram hjá sér fara um helgina.
Á ANNAN TUG GESTA Hátt í hundrað sýnendur taka þátt en auk þess verða tuttugu aðilar í nýju markaðstjaldi.
KÁLFAKEPPNI Börn í sveitinni mæta með kálfana sína og keppa um
hvert þeirra á fallegasta og best tamda kálfinn.
FJÖLBREYTT DAGSKRÁ Lífleg dagskrá fyrir alla aldurshópa verður
á staðnum.
FATNAÐUR, FYLGIHLUTIR, SKRAUT OG NYTJAMUNIR Sýnendur
koma úr ýmsum áttum.