Fréttablaðið - 08.08.2014, Side 42

Fréttablaðið - 08.08.2014, Side 42
8. ágúst 2014 FÖSTUDAGUR| SPORT | 26 DUSAN TADIC Fór frá Twente ➜ Gekk til liðs við Sout- hampton JACK ROD- WELL Fór frá Manchester City ➜ Gekk til liðs við Sunderland BREDE HANGELAND Fór frá Fulham ➜ Gekk til liðs við Crystal Palace ENNER VALENCIA sló í gegn á HM í Brasilíu í sumar, þar sem hann skoraði öll þrjú mörk Ekvadors. Í lok júlí West Ham keypti hann á 12 milljónir punda frá mexíkóska liðinu Pachua. Valencia, sem gengur undir gælu- nafninu Superman, er sterkur og öfl- ugur í loftinu og ætti þ.a.l. að passa vel inn í leikstíl Hamranna. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir West Ham að hann verði duglegur að skora í upphafi tímabils þegar Andy Carroll verður frá vegna meiðsla. Fréttablaðið mun á næstu dögum birta spá sína fyrir ensku úrvalsdeildina í fótbolta og nú er komið að liðum sem sigla lygnan sjó. West Ham verður líklega í basli en stuðningsmenn liðsins eru margir hverjir orðnir þreyttir á leikstíl liðs- ins undir stjórn Sam Allardyce. Gus Poyet og Tony Pulis gerðu frábæra hluti með Sunderland og Crystal Palace í fyrra, eftir að hafa tekið við á miðju tímabili. Þeirra verkefni er að gera betur í ár sem verður hægara sagt en gert. Aston Villa hefur verið í basli undanfarin ár og ekki bætir óvissan utan vallar úr skák. Félagið hefur verið til sölu undanfarna mánuði, en ekki hefur enn fundist neinn kaupandi. Southampton hefur misst sína bestu menn og missi liðið Jay Rodriguez og Morgan Schneiderlin gæti það sogast niður í fallbaráttuna. Fimm lið sem verða í miðjumoði í ár ENSKA ÚRVALS- DEILDIN HEFST EFTIR 8 DAGA SPÁ FRÉTTABLAÐSINS Englandsmeistari ??? 2. ??? 3. ??? 4. ??? 5. ??? 6. ??? 7. ??? 8. Á morgun 9. Á morgun 10. Á morgun 11.Southampton 12. Aston Villa 13. C. Palace 14. Sunderland 15. West Ham 16. Hull 17. QPR Þessi lið falla 18. WBA 19. Leicester 20. Burnley Stjörnuleikmaðurinn Finna má meira um ensku úrvals- deildina á Vísi visir.is NÝJU ANDLITIN KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landslið- inu í undankeppni EM sem hefst með heimaleik við Bretland á sunnudaginn. Jón Arnór er samn- ingslaus og tekur ekki áhættuna á að meiðast í þessum landsleikj- um og missa af möguleikanum á því að finna sér nýjan samning. Jón Arnór er brenndur því hann meiddist illa á ökkla í landsleik haustið 2006. „Ég lenti í slæmum meiðslum með landsliðinu sem klúðraði þessu Valencia-ævintýri fyrir mér,“ sagði Jón en hann tekur þessa ákvörðun í samráði við stjórn KKÍ. „Það hafði samt ekki áhrif á mig fjárhagslega því ég var það ungur. Það er bara annað dæmi í dag þegar ég er 31 árs og að verða 32 ára. Ungu pungarnir eru að berjast við mann um stöð- ur og því þarf ég að vera klókur,“ segir Jón Arnór Óttast hann hvað fólk úti í bæ segi við þessu? „Ég gerði það en það er ekki hægt að álasa mér fyrir að hugsa um mitt lifibrauð og mína fjöl- skyldu. Ég held að allir myndu taka þessa ákvörðun þó að þeir láti mig heyra það núna,“ sagði Jón Arnór og hann gæti enn dottið inn í liðið ef hann fær nýjan samning. „Ég er búinn að æfa með lands- liðinu og ætlaði allan tímann að vera búinn að klára þetta og vera með. Það gæti enn þá gerst ef ég sem í kvöld eða á morgun. Það er samt ólíklegt,“ sagði Jón Arnór og hann fær stuðning frá liðsfélögum sínum og þjálfara. „Auðvitað er slæmt að missa Jón og Jakob er ekki heldur búinn að vera með okkur í sumar. Þetta eru tveir bestu skorarar okkar. En um leið og þetta kom í ljós þá þurfti maður bara að gleyma því að Jón væri til,“ sagði Pavel Ermolinskij í léttum tón. Jón Arnór nefnir Pavel sem og Loga Gunnarsson sem tvo leikmenn sem þurfa að skila meiru. „Þetta er mikill miss- ir enda okkar aðalmaður. Þetta er mjög erfið aðstaða sem hann er í en við skiljum hann allir og vitum bara að það er ákveðin ábyrgð sem færist á aðra núna,“ sagði Logi. „Þetta er óheppilegt en alveg skiljanlegt. Ég hefði gert það sama og hann í sömu stöðu. Það styðja hann allir í hópnum, það væri auð- vitað mjög gott að hafa hann en við erum ekki eina liðið sem er í svona stöðu,“ sagði Craig Peder- sen, þjálfari íslenska liðsins. Jón Arnór tekur það líka fram að hann hefur ekki spilað sinn síðasta leik. „Ég er ekki hættur í landsliðinu, það er pottþétt. Ég ætla ekki að gefa eftir mína stöðu og kem bara og berst fyrir henni aftur næsta sumar,“ segir Jón Arnór léttur. Hvað með ef strák- arnir koma liðinu inn á EM án hans? „Hvernig væri það? Ef þeir gera það án mín þá get ég kannski bara hætt þessu. Það væri frábært og ég hef fulla trú á því að strák- arnir geti unnið Bretland,“ sagði Jón Arnór. Hann lofaði því líka að kíkja inn í klefa fyrir leik. „Það verður samt fáránlegt að vera bara uppi í stúku að horfa á,“ sagði Jón að lokum. - óój Allir myndu taka þessa ákvörðun Jón Arnór Stefánsson verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM. ERFIÐ ÁKVÖRÐUN Jón Arnór Stefáns- son í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL MMA Gunnar Nelson berst í aðal- bardaga kvöldsins á bardaga- kvöldi í Stokkhólmi þann 4. októ- ber, en þetta er í fyrsta skipti sem hann verður aðalstjarnan á bar- dagakvöldi. Hann berst gegn Bandaríkjamanninum Rick Story (17-8). UFC bauð Gunnari fyrr í vikunni að fara fyrir kvöld- inu og náðust samningar í gær. Þetta er mikill heiður fyrir bardaga- kappann og sýnir hversu mikils hann er metinn. Síðast barðist Gunnar í Dyflinni á Írlandi sem var annar af tveim- ur aðalbardög- um kvöldsins, en nú verður hann stjarna n. Þ ví fylgir mun meiri athygli og auknar tekjur. „Ég ætlaði nú að taka mér frí en hugsaði að ég gæti tekið þenn- an bardaga og farið svo í frí. Ég ætlaði aðeins að vera með fjöl- skyldunni,“ segir Gunnar, sem er nýbakaður faðir, við Frétta- blaðið. Rick Story, mótherji hans, er aðeins annar af tveim- ur mönnum sem unnið hafa núverandi meistara, Johnny Hendricks. „Þetta er helvíti góður og reyndur kappi. Hann er búinn að berjast við alla þessa bestu og bæði unnið og tapað. Hann er góður glímumaður og mjög höggþungur. Þetta verður hörkubar- dagi,“ segir Gunnar Nel- son sem segist þó sigur- viss að vanda. - tom Verður aðalstjarnan Gunnar Nelson fer fyrir bardagakvöldi í Stokkhólmi. FÓTBOLTI „Það gekk allt upp í leikn- um. Við þurftum líka þannig leik til að komast áfram,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörn- unnar, eftir markalaust jafntefli Stjörnunnar og Lech Poznan í gær en þessi úrslit þýddu að Garðbæ- ingar komust áfram á marki Rolfs Toft í fyrri leiknum og fram undan eru leikir við öfluga mótherja í umspili Evrópudeildarinnar. „Þeir skora ekki hjá okkur mark í tveimur leikjum. Þetta er alveg ótrúlegt. Við munum aldrei upplifa stemningu eins og var á vellinum í dag aftur. Það var magnað að stand- ast þessa raun,“ sagði Rúnar Páll. Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, átti frábæran dag og fékk líka mikið hrós frá þjálfara sínum. „Ingvar hélt okkur inni í leiknum fyrstu fimm til tíu mín- úturnar. Hann varði alveg ótrú- lega. Það var alveg ótrúlega mikil- vægt að fá ekki á sig mark í byrjun og hann kom í veg fyrir það. En síðan voru þetta einu alvöru færin þeirra. Við fengum eiginlega besta færið þegar Heiðar Ægisson komst einn í gegn,“ sagði Rúnar Páll. Rúnar Páll átti samt varla til orð til að lýsa hversu glaður hann var. „Við erum bara í skýjunum. Við ætlum að njóta þessarar stundar, sem er svo stór fyrir Stjörnuna og fótboltann, í botn. Við erum núna búnir að fara í gegnum þrjár hindranir, hverja erfiðari en sú næsta, og vinnum Lech Poznan sem er stórlið,“ sagði Rúnar Páll. Stjarnan hélt líka áfram að skrifa nýjan kafla í knattspyrnu- sögu Íslands. Íslensk lið höfðu áður náð að slá tvo andstæðinga út, en Stjörnumenn bættu um betur í gær. Gjaldkeri félagsins fékk líka tvöfalda ástæðu til að brosa. Með sigrinum vann Stjarnan sér inn 150 þúsund evrur til viðbótar við þær 390 þúsund evrur sem liðið hafði þegar unnið sér inn. Árang- ur Stjörnunnar í Evrópukeppninni í sumar hefur því þegar skilað 83 milljónum í kassann og sú tala mun hækka stórlega takist liðinu að komast í riðlakeppnina. Andstæðingur Stjörnunnar í umspilinu verður möguleika Inter frá Ítalíu, Tottenham frá Eng- land, PSV Eindhoven frá Hollandi eða Villarreal frá Spáni en sigur þar myndi tryggja liðinu sæti í riðlakeppni Evrópudeildar og um leið 1,3 milljónir evra eða um 200 milljónir íslenskra króna. ooj@frettabladid.is Evrópustjarnan skín Stjörnumenn slógu út Lech Poznan í gær, tryggðu sér sæti í umspili Evrópu- deildarinnar og urðu fyrsta íslenska liðið til að slá þrjú lið út í Evrópukeppni. KOMNIR ÁFRAM Stjörnumenn fagna í leikslok eftir að hafa slegið Poznan út á heimavelli þess. FRÉTTABLAÐIÐ/ADAM JASTRZEBOWSKI SPORT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.