Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.08.2014, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 08.08.2014, Qupperneq 25
ekki að gera ráð fyrir því að fólk sé gagnkynhneigt. Ég er lesbía og hef aldrei á ævinni borið kynferðislegar til- finningar til karlmanns, en það þýðir ekki að það geti aldrei gerst. Lífið er allt á stöðugu flökti. Kannski byrjum við Vala bara saman með manni þegar við verðum orðnar eldri kerl- ingar, við þurfum að vera opin fyrir öllum tilbrigðum lífsins.“ Skilgreiningar eru skáldskapur Umrædd Vala er Höskuldsdótt- ir og þær Eva hafa verið saman í rúm fimm ár. Eru þær farnar að velta fyrir sér barneignum? „Já, ég er búin að vera að fara í tæknisæðingar, en það þarf mikla þolinmæði til að það tak- ist og þótt ég hafi farið þrisv- ar hefur það ekki enn heppn- ast. Við höfum alveg skoðað það að eignast barn með ein- hverjum samkynhneigðum vini okkar, sem mér finnst mjög fal- legt, en enn sem komið er getur barn ekki löglega átt nema tvo foreldra þannig að meðan sú staða er uppi er það ekki raun- hæfur möguleiki. Mér finnst mjög skrítið að það skuli ekk- ert breytast þegar fjölskyldu- mynstrin hafa breyst svona mikið og orðið fjölbreyttari.“ Það er augljóst að réttinda- mál hinsegin fólks brenna á Evu og liggur því beint við að spyrja hvort henni finnist Gay Pride ennþá skipta máli fyrir þá baráttu. „Já, það skiptir máli. En ég hef samt alveg orðið hugsi yfir því hvort Gay Pride sé kannski að styrkja skipt- inguna samkynhneigðir/gagn- kynhneigðir sem er náttúrulega alveg hundgömul og er bara skáldskapur sem á ekki lengur við. En ég held að þessi hátíð sé rosalega mikilvæg sem áminn- ing um það að baráttan er ný- byrjuð og þarf að halda áfram að þróast. Þetta snýst alls ekk- ert um samkynhneigða og gagn- kynhneigða heldur um að opna hugann og leysa upp þetta heteró norm. Þetta er tæki- færi fyrir alla til að líta í eigin barm og skoða sig og uppgötva að ekkert eitt er eðlilegra en annað. Það eru allir frík á ein- hvern hátt og eiginlega er mest fríkí að finnast maður vera „eðlilegur“, hvað þýðir það eig- inlega? Það er ekki hægt að vera eins og allir hinir, það hugtak fuðrar upp um leið og maður segir það.“ Þegar sýningum á Flækjum lýkur í Borgarleikhúsinu ligg- ur leið Kviss Búmm Bang til Ríga þar sem þær munu setja upp sýningu í Þjóðleikhúsinu. Eftir það er meiningin að taka sér frí og halda sín í hverja átt- ina um stund. „Kviss Búmm Bang fer á vit óvissunnar. Ég fer beint í sýningu með Sex tán elskendum og svo bara sjáum við til. Kannski gerum við eitt- hvað innan árs, kannski ekki, en allavega ætlum við að taka okkur frí frá stórum fram- kvæmdum í bili. Við erum samt ekkert að hætta, það gerum við vonandi aldrei.“ FRÉTTABLAÐIÐ LÍFIÐ 8. ÁGÚST 2014 • 7 Ég vissi ekki um neina lesbíu þegar ég var að alast upp í Breiðholtinu og var alveg í þrotlausum performans við að þykjast vera skotin í strákum. Myndaalbúmið Í Helsinki með danshópi eldri dama ● Eva og Vala á brúðkaupsdaginn ● Kviss Búmm Bang

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.