Fréttablaðið - 15.08.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.08.2014, Blaðsíða 4
15. ágúst 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 VITA er lífið VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 ÍS LE N SK A SI A .I S V IT 7 00 61 0 7/ 20 14 Bodrum, Tyrklandi 21. ágúst Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is 5 sæti laus Verð frá 44.900 kr.* *Flug fram og til baka með flugvallasköttum. Skoðið tilboðin á www.vita.is ÞÝSKALAND Skuldir hins opinbera í Þýskalandi lækkuðu á síðasta ári í fyrsta sinn frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Skuldirnar lækkuðu um 1,5 prósent eða um þrjátíu milljarða evra. Skuldalækkunin er komin til vegna sölu svokallaðra „eitraðra eigna“ úr ríkisreknum bönkum ef marka má frétt Reuters um málið. Skatttekjur þýska ríkisins hafa aldrei verið meiri í kjölfar stöðugs hagvaxtar og lítils atvinnleysis undanfarin ár. - ih Skuldir Þýskalands lækka: 30 milljarða evra lækkun DÝRALÍF „Það er náttúrulega mjög gott að geta skroppið ókeypis í lax aðeins tíu mínútum frá bænum,“ segir Páll Janus Traustason, íbúi á Patreksfirði, sem hefur verið duglegur við að nýta sér það að í rúman mánuð hefur verið hægt að veiða lax í ósum Ósár. Nú hefur Veiðimálastofnun gert greiningu á fiskinum og staðfest að þarna er um norskan lax að ræða. Mestar líkur benda því til þess, rétt eins og talið var strax í upphafi, að þarna fari hluti af þeim 200 löxum sem sluppu úr kvíum Fjarðarlax í nóvember síð- astliðnum. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri auðlindasviðs Veiðimálastofn- unar, segir að laxarnir hafi haft alla burði til að hrygna í haust. „Reynslan frá öðrum þjóðum sýnir okkur líka að það gengur illa að koma í veg fyrir að eldisfisk- ar sleppi og að þeir eigi það til að blandast villtum stofnum,“ segir hann. Hann bætir þó við að enn sé mörgum spurningum ósvarað svo hægt sé að segja hvaða áhrif þetta geti haft hér á landi. En Patreksfirðingar njóta á meðan er og ekki aðeins heima- menn því Páll Janus segir að ferðamenn séu farnir að gera sér ferð að ósnum, vopnaðir veiði- stöng. Reyndar segir hann að lax- inn sé orðinn aðeins tregari. Hann hefur þó aldeilis verið búbót fyrir margan manninn því norski lax- inn sem veiðst hefur í sumar er frá átta upp í þrettán pund að sögn Páls Janusar. - jse Greining Veiðimálastofnunar staðfestir að laxinn sem fenginn var úr ósi Ósár í Vesturbyggð er norskur: Norskur lax veiðist enn þá fyrir vestan VEIÐA Í SOÐIÐ Þau Gústaf Gústafs- son og Rannveig Haraldsdóttir hafa hér landað einum vænum í laxafjörinu við ósa Ósár við Patreksfjörð. MYND/PÁLL JANUS ÚKRAÍNA, AP Úkraínustjórn hélt í gær áfram að furða sig á rúss- neskri bílalest sem ekið var í áttina til Úkraínu. Rússar segj- ast vera að flytja hjálpargögn til Úkraínu, en bílalestin virtist stefna í áttina að þeim svæðum austanverðrar Úkraínu sem upp- reisnarmenn hafa á valdi sínu. Úkraínustjórn óttast að Rússar ætli að aðstoða uppreisnarmenn- ina, og hótar að loka landamær- unum þegar lestin kemur þangað. Rauði krossinn gat í gær ekki staðfest hvert för Rússanna væri heitið, en sagði viðræður vera í gangi. - gb Rússnesk bílalest nálgaðist: Úkraínustjórn tortryggin BÍLALESTIN Óvíst var í gær hvert lestin færi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Teit- ur Björn Einars- son hefur verið ráðinn aðstoðar- maður Bjarna Benediktsson- ar, fjármála- og efnahagsráð- herra. Teitur er lögfræðingur að mennt sem starfað hefur á lögmannsstofunni OPUS frá árinu 2011. Með ráðningunni hefur ráð- herra nú tvo aðstoðarmenn sér við hlið. Svanhildur Hólm hefur verið aðstoðarmaður Bjarna síð- astliðin tvö ár. Teitur, sem einnig er liðtækur píanóleikari, hóf störf í fjármála- ráðuneytinu í gær. - ktd Teitur mun aðstoða ráðherra: Bjarni bætir við aðstoðarmanni TEITUR BJÖRN EINARSSON AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ 2.333 íbúar voru í Hvera-gerði í ársbyrjun. Þeir voru 1.760 þann 1. janúar 2000. HEILBRIGÐISMÁL „Miðað við þau svör sem við fengum varðandi þessar mælingar þá er ekki hætta á ferðum fyrir mannfólk vegna flúor- losunarinnar,“ segir Eiður Ragnars- son, formaður eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar Fjarðabyggðar. Nefndin fundaði á mánudag um áhrif flúormengunar frá álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði með fulltrúum Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar. Þar var farið yfir niðurstöður mælinga Umhverf- isstofnunar. Þær sýna að flúor í grasi hefur verið yfir viðmiðunar- mörkum í sumar á nokkrum stöð- um utan þynningarsvæðis álvers- ins, þriðja árið í röð. „Það hafa farið fram fjórar mæl- ingar af sex í grasi og fyrstu nið- urstöðurnar sem komu í júní voru töluvert háar. Þessi háu gildi hafa farið lækkandi í júlí,“ segir Sigríð- ur Kristjánsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun. Hún segir veð- urfar í júní hafa leitt til aukinnar uppsöfnunar flúors á nokkrum stöð- um í firðinum. „Þótt mælingarnar hafi vissulega verið vonbrigði, og öll gildi verið hærri og allt of há í raun og veru, þá eru öll meðaltöl og viðmiðunarmörk undir því sem getur talist hættulegt mannfólki. Ein mæling á einum stað segir ekki alla söguna og er ekki stóri dómur í þessu,“ segir Eiður. Í frétt sem birtist á vef Mat- vælastofnunar í fyrradag er tekið fram að ástæða sé til að skola vel matjurtir úr Reyðarfirði. Styrkur flúors í blöðum plantna og í and- rúmslofti hafi hækkað en niður- stöður eftirlits sýni þó að fræ, ber og rætur innihaldi lítið magn. Því sé ekkert því til fyrirstöðu að nýta matjurtirnar. Einnig er tekið fram að engin hætta stafi af neyslu afurða dýra sem alin eru á svæðinu. Síðasta haust mældist flúor í sauðfé frá bænum Sléttu í Reyðarfirði rétt undir hættumörkum. Í bókun umhverfisnefndar Fjarðabyggðar um fundinn á mánu- dag segir að fréttaflutningur af flúormælingum í Reyðarfirði hafi „ítrekað og að nauðsynjalausu vakið áhyggjur hjá íbúum í Fjarðabyggð“. „Fréttir af þessum mælingum hafa vakið umtal og vangaveltur um það hvort starfsemi fyrirtæk- isins sé að ganga eins og eðlilegt þætti eða hvort það sé eitthvað sem þarf að laga. Því verður haldinn fundur í haust með íbúum þar sem farið verður yfir þessar mælingar og niðurstöður þeirra,“ segir Eiður. haraldur@frettabladid.is Segja íbúum ekki stafa hætta af menguninni Eftirlitsaðilar og bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð segja íbúum ekki stafa hætta af flúormengun frá álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Flúor í grasi hefur verið yfir viðmiðunarmörkum í sumar. Fólki samt ráðlagt að skola matjurtir úr firðinum vel. ÁLVERIÐ Í REYÐARFIRÐI Umhverfisstofnun hefur fylgst með þróun flúormengunarinnar frá árinu 2012 þegar losun álversins fór yfir leyfileg mörk samkvæmt starfsleyfi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐ Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá SÓL Í KJÖLFAR RIGNINGAR DAGSINS. Nú gengur lægð yfir landið með tilheyrandi úrkomu en þegar styttir upp má gera ráð fyrir björtu veðri sem gæti haldist fram í næstu viku. Heldur verður þó svalt á landinu aðfaranótt sunnudags. 10° 8 m/s 11° 5 m/s 12° 3 m/s 10° 6 m/s Strekkingur með V- og A-ströndinni fram eft ir degi. Hæg breytileg átt. Gildistími korta er um hádegi 25° 31° 21° 20° 20° 22° 16° 20° 20° 26° 20° 29° 28° 36° 23° 21° 21° 17° 13° 4 m/s 13° 7 m/s 14° 2 m/s 12° 2 m/s 12° 3 m/s 11° 5 m/s 9° 5 m/s 12° 11° 9° 11° 15° 13° 11° 8° 9° 11° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur SUNNUDAGUR Á MORGUN Miðað við þau svör sem við fengum varðandi þessar mælingar þá er ekki hætta á ferðum fyrir mannfólk vegna flúor- losunarinnar. Eiður Ragnarsson, formaður umhverfisnefndar. SAMGÖNGUR Stefnt er að því að akstursþjónusta við fatlaða íbúa höfuðborgarsvæðisins muni batna þegar Strætó tekur þjónustuna yfir um áramótin. „Eftir áramót verður hægt að panta akstur með tveggja tíma fyrirvara á aksturstíma Strætó eða til klukkan tíu á kvöldin,“ segir Smári Ólafsson, sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó. „Í dag þarf að panta bíl með dags fyrir- vara á opnunartíma þjónustuvers- ins,“ segir Smári. Nýir bílar verða teknir í notkun til að sinna þjónustunni en Smári segir marga þeirra sem nú eru í notkun komna til ára sinna. - ih Breytingar á akstri fatlaðra: Bætt þjónusta við fatlaða íbúa KANSLARINN Merkel hefur ástæðu til að brosa. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.