Fréttablaðið - 15.08.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.08.2014, Blaðsíða 6
15. ágúst 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 LANDBÚNAÐUR „Ég held að þetta verði alveg sæmilega gott ár en ég hef ekki trú á því að þetta muni duga landinu,“ segir Berg- vin Jóhannsson, formaður Félags kartöflubænda, um uppskeru sum- arsins. Bergvin spáir að uppskeran verði betri í ár en í fyrra þegar hún var einungis um sjö þúsund tonn. Kart- öflubændur hafi talið þau ár góð þegar magnið var nær 12 til 13 þús- und tonnum. „Það er það mikið eftir af sprettutímanum að það er ekki hægt að segja til um hvernig þetta mun enda fyrr en í septemberlok. En ég spái að þetta verði um níu þúsund tonn,“ segir Bergvin. Kartöflur eru að hans sögn ræktaðar á Eyjafjarðarsvæðinu, í Hornafirði og Þykkvabæ. „Það er óljóst með Þykkvabæinn. Sprettan þar er ekki orðin nálægt því nógu góð vegna bleytu og sólar- leysis í sumar. Uppskeran í fyrra var mjög slæm og þá sérstaklega í Þykkvabænum og rétt undir meðal- lagi norðanlands en ágæt í Horna- firði.“ Bergvin segir suma kartöflu- bændur sem ræktuðu undir dúk hafa getað selt beint í verslanir í kringum 20. júlí síðastliðinn. „Það sem er sett undir dúk er alltaf dálítið á undan en það er bara svo dýr ræktun að menn geta ekki nýtt það nema að litlu leyti.“ - hg 119.900 FULLT VERÐ 139. 900 79.200 FULLT VERÐ 99.9 00 1. Hvaða verksmiðja býr við rafmagns- trufl anir yfi r daginn næstu daga? 2. Hver er framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins? 3. Hver er núverandi bankastjóri Seðlabankans? SVÖR 1. Íslenska kalkþörungafélagið á Bíldudal. 2. Anders Fogh Rasmussen. 3. Már Guðmundsson. LANDBÚNAÐUR Samkvæmt nýjustu tölum um sölu á lambakjöti eru um tvö þúsund tonn af kjöti óseld frá síðustu slátrun. Slátrun er nú hafin fyrir útflutning en fer svo á fullt með haustinu fyrir innanlands- markað. Á sama tíma í fyrra voru 1.750 tonn útistandandi. Fréttablað- ið greindi frá því á þriðjudag að innflutning- ur á nautakjöti hefði tífaldast á milli ára. Þórar- inn Ingi Péturs- son, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að sú stað- reynd sé áhyggju- efni fyrir sauð- fjárbændur. „Okkur finnst þessi heildar mynd vera skökk. Við náum ekki að fylla það tómarúm sem kemur varðandi skort á nautakjöti og þá erum við væntanlega ekki að standa okkur í markaðssetningu og vöruþróun á lambakjöti.“ Hann segir að sláturleyfishöf- um hafi ekki tekist nægilega vel að kynna lambakjötið fyrir erlend- um ferðamönnum þrátt fyrir mikla fjölgun þeirra. „Erlendir ferðamenn eru að borða hitt og þetta en ég tel að við séum ekki að kynna lamba- kjötið þannig að við séum að laða ferðamanninn að diskinum. Slátur- leyfishafar þurfa að hugsa dæmið upp á nýtt.“ Sala á lambakjöti hefur þótt ganga ágætlega í Bandaríkjunum. Nýlega greindi Bændablaðið þó frá því að matvælakeðjan Whole- foods hefði ákveðið að auglýsa ekki íslenskt lambakjöt vegna afstöðu íslenskra stjórnvalda til hvalveiða. Allir viðmælendur Fréttablaðsins voru sammála því að auglýsinga- bann Wholefoods hefði haft áhrif á söluna erlendis. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, hvatti bænd- ur til að auka við framleiðslu sína þegar hann sat sem formað- ur Landssamtaka sauðfjárbænda. Hann telur vandann ekki liggja í offramleiðslu á lambakjöti. „Ég tel að það hafi ekki verið misráðið af mér. Möguleikarnir í sauðfjárrækt- uninni liggja í því að gera lambakjöt að útflutningsvöru.“ Sláturleyfishafar hafa verið að sækja inn á Rússlandsmarkað á síðastliðnum þremur árum. Ágúst Andrésson, formaður Landssam- taka sláturleyfishafa, hefur ekki áhyggjur af því að nýlegar svipt- ingar í tengslum við Rússland muni hafa áhrif á markaðinn. „Ég trúi því að Íslendingar fari ekki að blanda einhverjum viðskiptasamningum í milliríkjadeilur. Við erum búin að leggja mikið í markaðsstarf og það hefur kostað fullt af pening- um. Það væri mjög dapurt ef við næðum ekki að njóta ávöxtunar af því starfi,“ segir Ágúst. Viðmælendur Fréttablaðsins telja jafnframt allir að rigningasumar á suðvesturhorninu hafi áhrif á sölu- tölurnar. „Veðrið hefur leikið okkur grátt á þessu stærsta markaðs- svæði,“ segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. snaeros@frettabladid.is Ferðamenn áhuga- litlir um lambakjöt Rigningasumar á höfuðborgarsvæðinu hefur áhrif á sölu lambakjöts því tæki- færin til að grilla eru mun færri. Hvalveiðar Íslendinga hafa haft neikvæð áhrif á sölu lambakjöts í Bandaríkjunum. Ekki of mikið framleitt af kjöti, segja bændur. ÞÓRARINN INGI PÉTURSSON Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. SIGURÐUR EYÞÓRSSON Framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. SINDRI SIGUR- GEIRSSON Formaður Bænda- samtakanna. INNAN UM GRÖSIN Bergvin Jóhannsson ræktar kartöflur á bænum Áshóli í Grýtubakkahreppi. Formaður Félags kartöflubænda spáir níu þúsund tonna uppskeru og heldur að hún muni ekki duga: Stefnir í betri kartöfluuppskeru en í fyrra Á LEIÐ Í SLÁTURHÚSIÐ Venjan hefur verið að sláturhúsin taki við öllu því kjöti sem bændur vilja koma til slátrunar. Það getur leitt til offramleiðslu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMALÞINGI Nefndarmenn í allsherjar- og menntamálanefnd munu heim- sækja fangelsin Litla-Hraun og Sogn í dag. „Við munum hitta fanga úr Afstöðu, félagi fanga. Auk þess mun Margrét Frímannsdóttir, for- stöðumaður á Litla-Hrauni, sýna okkur aðstöðuna,“ segir Páll Valur Björgvinsson, varaformaður alls- herjar- og menntamálanefndar. „Síðan förum við á Hólmsheiði með Páli Winkel fangelsismála- stjóra að skoða hvernig bygging fangelsisins þar gengur,“ segir Páll Valur. - ih Hitta fangelsismálastjóra: Allsherjarnefnd á Litla-Hraun LITLA-HRAUN Nefndarmenn munu hitta Margréti Frímansdóttur, forstöðu- mann á Litla-Hrauni, í dag. HAFNARFJÖRÐUR Bæjarráð Hafn- arfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær lánasamninga við Íslandsbanka um gjaldeyris- varnir vegna erlendra skuldbind- inga bæjarins. Samningarnir eru gerðir til þess að takmarka geng- isáhættu bæjarins. Sams konar samningar hafa verið gerðir áður við lánar- drottna Hafnarfjarðarbæjar, bæði fyrir og eftir hrun. Fulltrúar minnihlutans studdu gerð fyrirliggjandi samnings, enda er hann í samræmi við áætl- un fyrri meirihluta um endurfjár- mögnun erlendra lána og hluti af þeirri undirbúningsvinnu sem unnin var síðastliðinn vetur. - sa Bæjarráð samþykkir lán: Takmarka gengisáhættu HAFNARFJÖRÐUR Samingarnir eru gerðir til að takmarka gengisáhættu. AKUREYRI Heilbrigðisráðherra hefur á fundi með bæjarráði Akureyrar tilkynnt að ríkið muni taka aftur við rekstri Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri (HAK) með sameiningu heil- brigðisstofnana á Norðurlandi. Allt frá árinu 1997 hefur Akur- eyrarbær rekið heilsugæsluna, fyrst sem reynslusveitarfélag en síðustu ár samkvæmt þjónustu- samningi við ríkið. Bæjarráð Akureyrar harmar þessa niðurstöðu ráðherra og telur að nærþjónustu af þessu tagi sé best valinn staður sem næst íbúum sveitarfélagsins. - sa Heilsugæslan á Akureyri: Ríkið tekur yfir heilsugæsluna KOSNINGAR Fleiri konur kusu í borgarstjórnarkosningunum síð- astliðið vor en karlar, eða 64 pró- sent á móti 62 prósentum. Konur voru meirihluti kjósenda allt fram að aldursbilinu 75-79 ára. Skrifstofa borgarstjórnar tók saman tölur um kjörsókn eftir aldri. Tölurnar sýna að kjörsókn ungs fólks í kosningunum var lítil en meðalkjörsókn næst á aldurs- bilinu 40-44 ára og síðan fer hún hækkandi fram að bilinu 75-79 ára. - ebg Kjörsókn ungs fólks lítil: Fleiri konur kjósa en karlar VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.