Fréttablaðið - 15.08.2014, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 15.08.2014, Blaðsíða 50
15. ágúst 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 30 Skaft ahlíð 24 | 105 Reykjavík | 512 5000 | Auglýsingar 512-5401 | visir.is HELGARBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Ómissandi hluti af góðri helgi FRÉTTABLAÐIÐ ER HELGARBLAÐIÐ VAR VISS UM AÐ ÞAÐ KÆMI EKKERT FYRIR SIG Bjarnheiður Hannesdóttir lenti í hjartastoppi í tuttugu mínútur fyrir tæpum tveimur árum. Henni var vart hugað líf en barðist fyrir tilvist sinni á þessari jörð. Hjartastoppið olli miklum heilaskaða og safnar Heiða, eins og hún er kölluð, fyrir stofnfrumumeðferð á Indlandi. Aðdragandi hjartastoppsins var langur en Heiða hafði glímt við át- röskun um árabil. Hún segir sögu sína í von um að hjálpa öðrum sem glíma við sjúkdóminn. Skurður á tímamótum Panamaskurðurinn er hundrað ára um þessar mundir. Hann þykir orðinn of lítill og þröngur fyrir síaukna umferð og æ stærri flutningaskip. Vinna er hafin við stækkun hans og áform eru um að reisa fleiri mannvirki af svipuðu tagi. „Við erum stór vinkvennahópur sem langar að láta gott af okkur leiða. Í ljósi aðstæðna í Palestínu og þeirrar miklu neyðar sem þar ríkir ákváðum við að taka okkur saman og halda söfnun,“ segir Svava Gunnarsdóttir, ein vin- konan úr vinkvennahópnum Fugla- bjarginu sem stendur fyrir degi til styrktar börnum í Palestínu á Kexi Hosteli á sunnudaginn. Um er að ræða dag sem helgað- ur er því að safna fé fyrir börn í Palestínu en ástandið þar er ansi slæmt sökum stríðsátaka og því ákaflega verðugt að styrkja bless- uð börnin. Svava og vinkonur hennar ætla að gera ýmislegt til að afla fjár fyrir börnin. „Við höfðum sam- band við starfsmenn Rauða kross- ins sem töldu að best væri að safna peningum sem myndu renna óskiptir í hjálparstarf þeirra á svæðinu og þá helst til barnanna sem eiga um sárt að binda á þess- um erfiðu tímum. Við verðum með markað þar sem föt og fleira spennandi verður til sölu fyrir lít- inn pening,“ útskýrir Svava. Þær hafa fengið ýmsar vörur frítt frá ýmsum fyrirtækjum sem þær ætla selja og það fé sem safnast rennur beint í sjóð Rauða krossins. „Nú þegar höfum við fengið frábær viðbrögð frá þeim fyrirtækjum sem við höfum haft samband við. Við erum því mjög bjartsýnar á að vel muni takast til og fjölmargir muni láta sjá sig, eiga skemmtilegan dag og styrkja gott málefni í leiðinni.“ Pylsur, vöfflur og sælgæti verður til sölu og andlitsmálning fyrir börnin verður á staðnum. Einnig verður happdrætti þar sem fjölmargir frábærir vinningar verða í boði. „Við verðum með fatamarkað – erum að selja föt af okkur sjálfum, af börnum þeirra sem eiga börn í hópnum og karlaföt einnig,“ bætir Svava við. Þá verður einnig lifandi tónlist á staðnum og hvetur Svava alla þá sem vilja r´tta hjálparhönd að leggja leið sína á Kex á sunnudag. „Margt smátt gerir eitt stórt.“ Viðburðurinn hefst klukkan 14.00 á sunnudaginn. gunnarleo@frettabladid.is Börn í Palestínu styrkt Vinkvennahópurinn Fuglabjargið úr Breiðholtinu ætlar í samstarfi við Rauða krossinn að standa fyrir söfnun á Kexi Hosteli um helgina fyrir börn í Palestínu. GÓÐAR VINKONUR Vinkvennahópur- inn Fuglabjargið stendur fyrir söfnun fyrir börn í Palestínu á Kexi Hosteli á sunnu dag. MYND/EINKASAFN Enski boltinn rúllar aftur af stað Nýtt tímabil í ensku úrvalsdeild- inni hefst um helgina. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hefja leik á Old Trafford gegn lærisveinum Louis van Gaal. Tólf síðna auka- blað/sérblað fylgir helgarblaði Fréttablaðsins. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2014 Tónleikar 17.00 Jazzhátíð Reykjavíkur er í fullum gangi. Kvöldið hefst með Samúel Jóni Samúelssyni fyrir utan Hörpu og götumat jazzins í boði Kolabrautarinnar. Raddir þjóðar hita upp fyrir rithöfundinn Einar Kárason. Einnig koma fram Ari Hoenig, Jim Black, Óskar Guðjónsson, Hilmar Jensson, Ingebrigt Haaker Flaten en kvöldinu lýkur á Davíð Þór Jónssyni. Dagpassi er á 3.900 krónur. 20.00 Tónlistarhátíðin KEFLAVÍKUR- NÆTUR 2014 hefst með pomp og prakt. Í kvöld koma fram sveitir á borð við Kaleo, Skítamóral, Rottweilerhunda, Leoncie og Friðrik Dór. Hátíðararmband kostar 4.900 krónur. 20.00 Í tilefni af útgáfu hljómdisks mun Halla Bóa, eða Halla Norðfjörð Guð- mundsdóttir, halda útgáfutónleika í sam- starfi við Flygilvini í Snartarstaðakirkju. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. 21.00 Hljómsveitin Ylja hefur vakið mikla athygli fyrir grípandi, fjölbreyttar og spennandi lagasmíðar og frábæran flutning en sveitin kemur fram í Hvera- gerðiskirkju í Hverahlíð í kvöld. Miðaverð er 1.500 krónur. 21.00 Hljómsveitin Prins Póló kemur fram á skemmtistaðnum Húrra við Naust- in. Langt er síðan sveitin lék í höfuð- borginni. Hljómsveitin Eva kemur fram á undan. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. 21.00 Hljómsveitin Low Roar fagnar um þessar mundir útgáfu annarrar skífu sinnar sem ber titilinn 0. Blásið verður til veglegra útgáfuhljómleika vegna útgáf- unnar í Tjarnarbíói. Um upphitun sér Mr. Silla en miðaverð er 2.000 krónur. 22.00 Hljómsveitin Dimma er ein magnaðasta rokkhljómsveit landsins en hún kemur fram á Græna hattinum á Akureyri. Með henni í för er hljómsveitin Nykur. Miðaverð er 2.800 krónur. 22.00 Hljómsveitin Gæðablóð heldur tónleika á Café Rosenberg. Á tónleik- unum verður kynntur nýr geisladiskur hljómsveitarinnar, Með sorg í hjarta. Aðgangseyrir er 2.000 krónur. 22.00 Arnar Friðriks kemur fram vopn- aður kassagítar á Bar 11, á eftir honum mætir hljómsveitin Dorian Grey. Aðgang- ur er ókeypis. Sýningar 12.00 Sýning Þórdís Jóhannesdóttir, Ummyndun, er í Listasal Mosfellsbæjar. 12.00 Gunnar Marel Hinriksson ræðir sýningu sína #innkaupakerrur á hádegis- fyrirlestri í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Undanfarið eitt og hálft ár hefur Gunnar Marel myndað yfirgefnar innkaupakerrur sem hann hefur rekist á víðs vegar um borgina. 12.00 Myndir sænska ljósmyndarans Lisen Stibeck sem hún tók á ferð sinni um landið sumarið 2013 verða sýndar í Þjóðminjasafni Íslands. Með myndum sínum vill Stibeck sýna einstakt samspil íslenskrar náttúru, menningararfs og tísku. 16.00 Myndasögusýning Bjarna Hinriks- sonar verður opnuð í aðalsafni Borgar- bókasafns Reykjavíkur. Á sýningunni verða myndasögur eftir Bjarna frá síðustu tveimur árum. Kvikmyndir 20.00 Sambíóin frumsýna myndina Step Up: All In. Er þetta fimmta Step Up-myndin en í henni koma margar af stjörnum fyrri myndanna saman á ný til að taka þátt í danskeppni í Las Vegas. 20.00 Disney myndin Planes: Fire and Rescue er frumsýnd hjá Samfilm. Í myndinni kynnumst við aftur áburðar- flugvélinni Dusty sem átti við þann vanda að stríða að vera óskaplega loft- hræddur í fyrri myndinni Flugvélar. Uppákomur 14.00 Götuhátíð og farandmarkaður í Hafnarfirði. Skoskur götumarkaður kemur í heimsókn og verður settur upp alvöru götumarkaður á Thorsplani. Matartilboð og götulistamenn á hverju horni, búskarar, plötusnúðar og lista- menn. Einnig verður skottsala við Fjörð. 22.00 Hljómsveitin Kaleo hefur sent frá sér nýtt lag af annarri plötu sveitarinnar sem væntanleg er á næsta ári. Lagið ber nafnið All The Pretty Girls en hljóm- sveitin frumsýnir tónlistarmyndband við lagið á Laundromat Café. Tuborg býður veitingar á meðan birgðir endast. 23.00 Skemmtistaðurinn Dolly er tveggja ára í dag og er blásið til heljar- innar veislu á staðnum í tilefni þess. Í kvöld koma fram Dolly Staff DJ Set Special og Sonur Sæll B2B NonniMal. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.