Fréttablaðið - 15.08.2014, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 15.08.2014, Blaðsíða 30
FRÉTTABLAÐIÐ Nýjar Stelpur Augnablikið Líf ið mælir með Jógaþon 10 spurningar Erna Ómars viðtalið Fataskápurinn Jet Korine Tískuvikan í Kaupmannahöfn 6 • LÍFIÐ 15. ÁGÚST 2014 Þ etta er í fyrsta skipti sem ég er með skrifstofu, svara í símann og með tölv- una mína á sínum stað. Þetta er mjög fullorðins,“ segir Erna Ómarsdóttir, dans- ari og danshöfundur og nýráð- inn listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins. „Mér fannst ég þurfa að fara í fínan jakka fyrsta vinnudaginn þannig að ég fékk einn lánaðan hjá mömmu. Ég ætla alltaf að vera voða fín á skrifstof- unni því ég er búin að vera í æf- ingagallanum alla mína tíð.“ Erna er einn virtasti dansari og danshöfundur landsins og hefur unnið með fremstu dans- og sviðs- listahópum Evrópu. Hún hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín sem listamaður, bæði hér heima og erlendis. Erna er þekkt fyrir að vera afar frumleg í verkum sínum og í raun á jaðrin- um. Hún hefur verið kölluð Björk dansins og eru þær sagðar eiga meðal annars sameiginlegt að þora að taka áhættu og storka því hefðbundna. Það kom því eflaust einhverjum á óvart að Erna, sem hefur unnið í verkefnum víðs vegar um heiminn alla sína full- orðinstíð, væri orðin ríkisstarfs- maður í níu til fimm vinnu. „Þetta kom sjálfri mér pínu á óvart. Þetta kom svo óvænt upp og margir hvöttu mig til að sækja um. Fyrst var ég ekki viss um að ég væri rétta manneskjan í þetta en svo fékk ég sterkt á tilfinn- inguna að þetta væri alveg rétt. Þetta er klárlega formlegri staða en ég hef áður verið í, en það þarf ekki að þýða að þetta verði voða alvarlegt eða leiðinlegra. Alls ekki.“ Tekur við flokknum eftir átakavetur Erna hóf störf núna í vikunni en Lára Stefánsdóttir sagði starfi sínu lausu hjá flokknum í mars síðastliðnum. Starfslokin voru sögð vera vegna listræns ágrein- ings en dansflokkurinn var töluvert í fréttum í vetur vegna óánægju og átaka innan flokksins. Hvernig er að taka við eftir slíkt? „Ég veit ekki alveg hvað gekk á enda var ég ekki þarna. Miðað við mína fyrstu daga finn ég mikinn kraft í flokknum og mín tilfinning er að fólk sé í stuði til að prófa eitthvað nýtt með mér. Ég hef mjög góða tilfinningu fyrir vetrinum.“ Erna er ráðin til eins árs og segir hún að ekki verði gerðar miklar breytingar á þeim stutta tíma. Óhjákvæmilega fylgi þó nýrri manneskju nýjar áherslur, nýtt tengslanet og ný sýn. „Ég mun ekki hrista upp í öllu og láta bara dansarana standa á sviðinu og öskra,“ segir Erna hlæjandi, en ein innsetning eftir Ernu er einmitt öskurklefinn þar sem Reykvíkingum var boðið að fá útrás með því að öskra úr sér lungun. „Mig langar meðal annars til að fá efnilega, íslenska dansara og danshöfunda til að skapa með dönsurum flokksins. Við eigum svo mikið af flottu listafólki sem starfar erlendis og enginn veit af hér heima. Mér finnst eitt af hlutverkum dans- flokksins vera að koma þeim á framfæri og nýta sköpunargáf- una sem við eigum. Auðvitað verður líka annað klassískara og gæðin alltaf í fyrirrúmi.“ Dansarar verða að vera sýnilegri En af hverju ætli dansarar og danshöfundar fái svo litla athygli hér á Íslandi? Erna segir að það vanti aukinn fjárhagslegan stuðning við dansinn hér á landi svo hann komist á flug og það sé ekki alltaf hægt að ætlast til þess að listamenn vinni frítt. Einnig eigi margir dansarar það sameiginlegt að vera feimnir og lítið fyrir að tjá sig í fjölmiðlum. Erna segir að dansarar verði að hrista það af sér. „Ég skil það samt alveg. Ég var sjálf mjög feimin en þetta fylgir starfinu. Við viljum hafa áhrif og þá verðum við að vera sýnileg. Ég er í þessu starfi af því að ég vil koma einhverju á framfæri. Annars væri ég bara í stofunni heima hjá mér að dansa fyrir framan spegilinn,“ segir Erna og bætir við að hún sé þó alls ekki alltaf svona sjálfsör- ugg. „Það læðist alltaf að mér einhver efi þegar ég er að búa til verk og mér finnst ég aldrei til- búin. En það er bannað að hætta við. Maður verður bara að halda áfram og þá gerist oft eitthvað stórkostlegt.“ Undanfarin ár hefur Erna starfað mestmegnis með mann- inum sínum, Valdimar Jóhanns- syni. Þau reka sviðslistahópinn Shalala saman. Stundum vinna þau bara tvö saman en oft fá þau allt upp í tíu aðra listamenn í lið með sér. Þau hafa flakkað um alla Evrópu með verk sín og fengið frábærar viðtökur. „Við gerum eiginlega allt. Tónlist, dans, gjörning, bara allt sem okkur dettur í hug og mér finnst í raun og veru erfitt að skilgreina nákvæmlega hvað við erum. Valdimar er meira að segja farinn að dansa í verkun- um. Hann er svolítið stirður en rosalega flottur.“ Tvö börn á þremur árum Fyrir þremur árum eignuðust Erna og Valdimar sitt fyrsta barn, Úlf Óðin. Hann hefur flakkað með þeim um Evrópu þegar þau eru á sýningarferða- MUN EKKI LÁTA DANSARANA BARA STANDA Á SVIÐINU OG ÖSKRA Erna Ómarsdóttir hefur verið ráðin listrænn ráðgjafi Íslenska dansfl okksins. Hún á glæsilegan dansferil að baki og er margverðlaunuð fyrir verk sín. Erna hefur verið óhrædd við að feta sínar eigin slóðir og mun beina sjónum að þeim sköpunarkrafti sem býr í íslenskum listamönnum í starfi sínu með fl okknum. STARF Listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins ALDUR 42 ára HJÚSKAPARSTAÐA Í sambúð með Valdimar Jóhannssyni BÖRN Úlfur Óðinn þriggja ára og Urður Æsa eins árs „Þetta er klárlega formlegri staða en ég hef áður verið í, en það þarf ekki að þýða að þetta verði voða alvarlegt eða leiðinlegra. Alls ekki.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.