Fréttablaðið - 15.08.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.08.2014, Blaðsíða 24
FÓLK|HELGIN Miðbær Hafnarfjarðar iðar af lífi um helgina þegar alþjóðlegur götumarkaður verður settur upp á Thorsplani. Um er að ræða „gourmet“ matarmarkað sem selur einnig handverk og hönnun frá öllum heimshornum. Það er skoska fyrirtækið Continental Market sem skipuleggur markaðinn í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ en fyrirtækið heldur um 50 markaði víðs vegar um heim á hverju ári. Á sama tíma mun bærinn slá upp götuhátíð í Strandgötu þar sem ýmsir veitingastaðir í bænum munu kynna vörur sínar og þjónustu. Að sögn Kristins Sæmundssonar hjá Menningar- og listafélagi Hafnarfjarðar, sem kemur að skipulagi götuhátíðarinnar, leggja Skotarnir mikinn metnað í að bjóða eingöngu úrvalsvörur til heimamanna og ferðalanga í þeim tilgangi að kynna hágæða matvöru og handverk. „Þetta á eftir að vera litríkur og skemmtilegur markaður og götuhátíðin sem bætist við á eftir að framkalla einstaka stemningu í miðbænum. Einnig verður boðið upp á tónlistaratriði þar sem meðal annars götu- tónlistarmenn og plötusnúðar troða upp, auk þess sem Reggíbíllinn mun örugglega mæta. Auk þess verður frítt í bíó í hinu rómaða Bæjarbíói og skottsala verður við verslunarmiðstöðina Fjörðinn.“ Meðal þess sem verður á boðstólum á markaðnum um helgina eru grískar ólífur, handverk frá Afríku og Indónesíu, hand- töskur og skartgripir frá Ítalíu og ljúffengir réttir frá ýmsum löndum eins og Tyrk- landi, Spáni og Þýskalandi. „Auk þess munu nokkrir veitingastaðir frá Hafnarfirði kynna vörur sínar. Þar verður meðal ann- ars boðið upp á sjávarréttasúpu, vefjur, gúllassúpu, hamborgara og vöfflur.“ Að sögn aðstandenda markaðarins er lögð áhersla á fjölbreytta og vandaða sölubása sem selja einungis gæðavörur víðs vegar að úr heiminum. Markmiðið er að höfða bæði til heimamanna og ferða- langa enda mikil fjölbreytni í boði og líflegt andrúmsloft sem fylgir slíkum farandmörk- uðum. „Ég á ekki von á öðru en frábærri stemningu hér um helgina,“ segir Kristinn. Markaðurinn færir sig svo um set og verður á Ingólfstorgi í Reykjavík dagana 18.-31. ágúst og í Kópavogi 2.-7. september. Markaðurinn í Hafnarfirði hefst í dag kl. 14 og stendur yfir til kl. 19. Á morgun og sunnudag verður hann opinn milli kl. 12-19. Nánari upplýsingar og dagskrá má finna á vef Hafnarfjarðarbæjar, www.hafn- arfjordur.is. ALÞJÓÐLEGUR GÖTUMARKAÐUR LITRÍK BLANDA Fjölbreytt úrval veitinga og handverks verður á boðstólum á alþjóðlegum götumarkaði sem haldinn er í Hafnarfirði um helgina. Hafnfirskir veitingastaðir munu einnig kynna vörur sínar. Markaðurinn verður í Reykjavík og Kópavogi næstu vikurnar. SPENNANDI BRAGÐ Boðið verður upp á rétti frá Þýskalandi, Tyrklandi og Spáni auk rétta frá veitinga- stöðum bæjarins. FALLEGT HANDVERK Ýmiss konar handverk verður til sölu á markaðinum. MIKIL FJÖLBREYTNI Girnilegar veitingar og fjöl- breytt úrval handverks frá ýmsum heimsálfum er selt á fjölda bása. UNDIR BERU LOFTI Markaðurinn ferðast víða um heim og verður í miðbæ Hafnarfjarðar um helgina. MYNDIR/R EINKASAFNI 1 1/4 bolli sykur 1 tsk. matarsódi 1/2 tsk. salt 2 bollar hveiti 2 egg (hrærð) 1 bolli sýrður rjómi 3 bollar niðurskorinn rabarbari 1 bolli sykur 1/4 bolli smjör, mjúkt 1/4 bolli hveiti Kanill AÐFERÐ Hitið ofninn í 175 °C. Smyrjið eldfast mót. Hrærið saman í stórri skál 1 1/4 bolla sykur, matarsóda, salt og 2 bolla hveiti. Hrærið eggjum og sýrðum rjóma saman við þangað til blandan er mjúk, bætið síðan rabar- baranum við. Hellið í mótið og dreifið úr deiginu. Hrærið saman í minni skál 1 bolla af sykri og smjöri þar til það er mjúkt. Hrærið 1/4 bolla hveiti saman við þar til blandan er mylsnukennd. Stráið blöndunni ofan á kökudeigið í eldfasta mótinu og stráið svo kanil létt yfir allt saman. Bakið í heitum ofni í um það bil 45 mínútur eða þar til kakan er bökuð í gegn. Gott er að bera kökuna fram með þeyttum rjóma eða ís. EINFÖLD OG GÓÐ RABARBARAKAKA Nú er uppskerutími og einhverjir sem eiga nóg af rabarbara sem þeir vita ekki alveg hvað þeir eiga að gera við. Fyrir þá er tilvalið að skella í þessa einföldu og gómsætu rabarbaraköku. GÓMSÆT Rabar- barakaka sem er ekki bara góð heldur líka einföld. Færri kíló – Minna ummál með spínat extrakt Fæst í 14 og 28 daga skömmtum. Útsölustaðir flest apótek og heilsu búðir. Aptiless fæst eingöngu í Noregi, Svíþjóð og nú á Íslandi. Hungurtilfinning minnkar strax frá fyrstu notkun. Inniheldur yfir 100 mismunandi próteinefni. Einn skamm- tur jafngildir fimm bollum af fersku spínati en Thylakoids dregur úr hungri Eykur mettun - Minnkar sykurlöngun - Jafnar blóðsykur - Lækkar blóðfitu, kólesterol og blóðþrýsting - Minnkar ummál - Fækkar aukakílóum - Eykur orku - Bætir þarmaflóru. 100% náttúrulegt Vísindaleg sönnun á virkni Rannsóknir gerðar af Karólínska Háskólanum í Lundi í Svíþjóð ásamt fleiri virtum rannsóknarstofnunum. Dr. Charlotte Erlanson- Albertsson, Prófessor við Karólínska Háskólanum í Lundi í Svíþjóð mynd:Kennet Ruona U m bo ð: w w w .v ite x. is Merkasta nýja uppgötvunin í heiminum í dag Eitt skot = 6 af r auð ra ðu rófur eða 1 líter rófusafa Örvar Nitric Oxide framleiðslu strax. Allt að 20% meiri vöðvasnerpa, orka, þrek, úthald allt að 30% meiri súrefnisupptaka, 20% meiri árangur við æfingar og í keppnum. Betra blóðflæði - allt að 30% æðaútvíkkun. Hunter Kemper 4 Time U.S. Olympic Triathlete Try it once, and you’ll never compete the same.” WE BEET THE COMPETITION
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.