Fréttablaðið - 15.08.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 15.08.2014, Blaðsíða 20
15. ágúst 2014 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 20TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR THORLACIUS lést á hjúkrunarheimilinu Eir þann 1. ágúst sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gylfi Thorlacius Svala Thorlacius Sigríður Thorlacius Árni Kolbeinsson barnabörn og barnabarnabörn. önnumst við alla þætti þjónustunnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Þegar andlát ber að höndum Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN GÍSLASON skipstjóri, Naustahlein 1, Garðabæ, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 12. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Vilborg Vilmundardóttir Vilmundur Þorsteinsson Bjarney Jóhanna Sigurleifsdóttir Gísli Þorsteinsson Jolanta Salminaite Hrefna Björg Þorsteinsdóttir Guðmundur Löve Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Aðalbjörn Þórólfsson barnabörn og barnabarnabörn. Útför þeirra fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 18. ágúst kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast þeirra er bent á líknarstofnanir. F.h. fjölskyldna, Björg J. Snorradóttir Arndís Snorradóttir Sævar Þór Geirsson Gylfi Sigurður Geirsson Jóhanna Elka Geirsdóttir Ingibjörg Guðrún Geirsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN JÓHANNESDÓTTIR sjúkraliði, Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GEIR RUNÓLFSSON bankastarfsmaður, lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánudaginn 28. júlí. lést á Landakotsspítala laugardaginn 2. ágúst. Ástkær móðir okkar, amma og langamma, ANNA BJÖRNSDÓTTIR frá Siglunesi við Siglufjörð, sem andaðist á LSH Fossvogi 8. ágúst sl. verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 16. ágúst klukkan 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Björn S. Ólafsson María Jóhannsdóttir Kjartan Ólafsson Þóra Sigurgeirsdóttir Sigrún Ólafsdóttir Sigríður Ólafsdóttir Guðbrandur Ólafsson Sóley Ólafsdóttir Björn Z. Ásgrímsson Ólafur Á. Ólafsson Pamela Collins Ólafsson Charlotte Böving fagnar fimmtugsaf- mæli sínu í dag. Hún verður í miðri hestaferð á Rangárvallaafrétti á afmælisdeginum en býst við veislu- höldum af einhverju tagi. „Það verður kannski eitthvað óvænt á leiðinni, kannski kampa- vín,“ segir leikkonan hress. Hún er þegar búin að halda upp á afmælið úti í Danmörku með dönsku fjölskyld- unni sinni og vinum þar sem haldin var stórveisla með heilgrilluðu lambi. Hestaferðin er sú fyrsta sem Charl- otte skellir sér í í tíu ár og stendur hún yfir í fjóra daga. Fyrst þegar hún kom til Íslands fór hún einmitt í hestaferð hjá Eldhestum, eða árið 1996. „Ég varð svo hrifin af landinu og hestunum að ég ákvað að koma aftur til Íslands hálfu ári seinna. Það var svo mikill kraftur í náttúrunni og hestunum að ég var forvitin að sjá hvernig þessi kraftur rataði í leikhús- ið,“ segir hún. Þá kynntist hún ein- mitt eiginmanni sínum, leikaranum og leikstjóranum Benedikt Erlings- syni. Aðspurð segir hún það mjög skrítna tilfinningu að verða fimmtug. „Það er svo skrítið með þessar tölur. Allt í einu er fortíðin orðin miklu stærri en framtíðin, að minnsta kosti í árafjölda. Svo er spurning hvernig maður mælir tímann, hvort maður mælir hann í árum eða gæðum.“ Fram undan í leiklistinni hjá Charl- otte er leikur í nýjustu mynd Gríms Hákonarsonar, Hrútar, þar sem hún fer með hlutverk dýralæknis. Fyrr á árinu lék hún í sannsögulegri Holly- wood-mynd Baltasars Kormáks, Ever est, sem verður frumsýnd á næsta ári. Þar lék hún danska konu sem fór upp á Everest en sjálf kleif Charlotte Himalajafjöll árið 1995, eða einu ári áður en atburðirnir í myndinni áttu sér stað. freyr@frettabladid.is Fimmtug á hestbaki Danska leikkonan Charlotte Böving heldur upp á fi mmtugsafmælið sitt í dag. Hún er í hestaferð á Rangárvallaafrétti en býst við einhvers konar veisluhöldum. AFMÆLISBARN Leikkonan segir það skrítna tilfinningu að verða fimmtug. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Tónlistarhátíðin kennd við Woodstock var fyrst haldin 15. ágúst árið 1969, eða fyrir 45 árum, og stóð í þrjá daga. Hátíðin var skipulögð af félögunum Michael Lang, John Roberts, Joel Rosenman og Artie Kornfeld og fór fram á túni við mjólkurbú í hinum afskekkta bæ Bethel í New York- fylki í Bandaríkjunum. Á hátíðinni komu fram helstu tón- listarmenn kenndir við sjötta áratuginn og hippahreyfinguna. Meðal þeirra sem komu fram eru indverski tónlistargúrúinn Ravi Shankar, sem er faðir Noru Jones, Arlo Guthrie, Joan Baez, Grateful Dead, Janis Joplin, Jimi Hendrix, Creedence Clearwater Revival, The Who, Jefferson Airplane og Joe Cocker. Mörgum þykir Woodstock-hátíðin hippa- tímabilið í hnotskurn og er hátíðin talin einn af hápunktum tónlistarsögunnar. Um hálf milljón blómabarna heimsótti hátíðina þar sem tónlist, frjálsar ástir og fíkniefnaneysla var í hávegum höfð. Heimildir eru um að tvö börn hafi fæðst á hátíðinni en skuggahliðarnar eru dauðs- föll á hátíðinni sem rekja má til neyslu fíkniefna. Upprunalega kostaði inn á hátíðina sem nemur um 7.000 íslenskum krónum en þegar hún byrjaði flykktist fólk að svæðinu og skipuleggjendur misstu fljótlega tökin. Margar tilraunir hafa verið gerðar í gegnum tíðina til að endurskapa hátíðina án árangurs. ÞETTA GERÐIST: 15. ÁGÚST 1969 Woodstock-hátíðin sett WOODSTOCK Blómabörnin flykktust að svæðinu og hlustuðu á góða tónlist. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.