Fréttablaðið - 15.08.2014, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 15.08.2014, Blaðsíða 32
KYNNING − AUGLÝSINGGleraugu & sjónmælingar FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Bryndís Hauksdóttir, bryndish@365.is, s. 512-5435 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Gleraugnasalan Geisli á Akureyri er rótgróið fjöl-skyldufyrirtæki sem hefur starfað í nær hálfa öld. Geisli er í eigu hjónanna Ástu Einarsdótt- ur og Björns Óskars Björnsson- ar sjóntækjafræðings sem reka fyrirtækið saman ásamt frábæru starfsfólki. Að sögn Ástu býður Geisli upp á mikið úrval af gler- augum og linsum auk almennra sjón- og linsumælinga. „Við fylgj- umst mjög vel með allri þróun og nýjungum enda bjóðum við að- eins upp á það nýjasta og vand- aðasta þegar kemur að hönn- un gleraugna og linsa. Auk þess erum við í góðu samstarfi við aðra aðila í faginu sem tryggir enn frekar góðar vörur og þjón- ustu til viðskiptavina okkar.“ Á þeim árum sem Geisli hefur starfað hefur verslunin eignast fjölda fastra viðskiptavina. „Við fáum viðskiptavini sem hafa skipt við okkur í áratugi. Við þekkjum einnig mörg dæmi þess að fólk sem kom hingað upphaf- lega með foreldrum sínum er að koma með börnin sín eða jafnvel barnabörn. Það sýnir vel í hversu góðum tengslum við erum við viðskiptavini okkar. Enda leggj- um við mikið upp úr góðri þjón- ustu og þar spilar einnig inn í hvað við höfum verið heppin með gott og reynslumikið starfs- fólk. Það kemur meira að segja fyrir að við fáum send blóm frá ánægðum viðskiptavinum og við fáum reglulega góðar kveðjur á Face book-síðu okkar.“ Fyrirtækið hefur verið rekið á sömu kenni- tölunni í 47 ár sem sýnir glöggt hversu vel rekið það er. Fyrstu gleraugun Eitt það skemmtilegasta við starf- ið að sögn Ástu er að sjá börn setja upp fyrstu gleraugun sín. „Þau brosa strax út að eyrum enda komin með góða sjón. Börn sem eru með skerta sjón eru fljót að aðlagast raunveruleikanum en þegar þau fá sín fyrstu gleraugu blasir heimurinn við þeim skýr og tær. Ég er búin að setja ansi mörg gleraugu á börn öll þessi ár og það er alltaf mikil og skemmti- leg upplifun.“ Meðal þekktra vörumerkja sem Geisli selur eru umgjarð- ir og sólgleraugu frá Alain Mikli, Ray Ban, Dior, Gucci, Giorgio Armani, Jil Sander, Fendi, Calv- in Klein, Karl Lagerfield, Silhou- ette, Hugo Boss, Lacoste og Max Mara. „Meðal nýrra vara sem við bjóðum upp á eru gul polarized gler í styrk hvers og eins á mjög góðu verði. Þau henta sérstaklega vel fyrir veiðimenn. Við leggjum einnig mikla áherslu á góð og vönduð sólgleraugu sem skipta miklu máli fyrir augun okkar. Við eigum bara eitt par af augum og ber því að hugsa vel um þau.“ Nánari upplýsingar um vörur og þjónustu Geisla má finna á Facebook undir Gleraugnasalan Geisli. Gæði og góð þjónusta í hálfa öld Fjöldi tryggra viðskiptavina hefur skipt við gleraugnaverslunina Geisla undanfarna áratugi. Geisli býður upp á mikið úrval af gleraugum og linsum auk almennra sjón- og linsumælinga. Verslunin hefur reynslumikið starfsfólk sem tekur vel á móti viðskiptavinum. Gleraugu eru skart. MYND/ÚR EINKASAFNI Gleraugnaverslunin Geisli er á tveimur stöðum á Akureyri. MYND/AUÐUNN Þessi hitta naglann á höfuðið Það er kúnst að finna gleraugnaumgjörð sem hæfir andlitsfalli en takist vel til geta gleraugun skapað mikinn karakter og orðið nánast órjúfanlegur hluti af manneskjunni sem gengur með þau, jafnvel þannig að hún virðist nakin án þeirra. Hér eru nokkrar stjörnur sem hafa sannarlega hitt naglann á höfuðið og bera gleraugun sín með stæl. Hér er Brad Pitt með gleraugu af stærri gerðinni. Þau hæfa honum vel. Þessi umgjörð er eins og sniðin fyrir Justin Timberlake. Lady Gaga sést oft með óvenjuleg gleraugu. Þessi eru með eðlilegasta móti og fara andlits- falli hennar vel. Jennifer Aniston er skarpleit. Örlítið rúnuð umgjörð skapar gott jafnvægi. Diane Keaton er nánast alltaf með gleraugu og erfitt að ímynda sér hana án þeirra. Þessi dökka umgjörði gefur henni mikinn svip. Leikkonan Rachael Harris er sjaldan mynduð án gleraugna. Hún er örlítið til- eygð. Gleraugun draga athygli frá því.. Leikkonan Tina Fey virðist hrifin af gler- augum með kattarsniði enda fara þau henni vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.