Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.08.2014, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 15.08.2014, Qupperneq 56
15. ágúst 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 36 BAKÞANKAR Nönnu Elísu Jakobsdóttur MONTY PYTHON LIVE (mostly) 7 - 12 ÁGÚST: 20.00 SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI SPARBÍÓ AKUREYRI KEFLAVÍK SAN FRANCISCO CHRONICLE WASHINGTON POST NEW YORK DAILY NEWS THE EXPENDABLES 3 5, 8, 10:35(P) LUCY 6, 8, 10 NIKULÁS LITLI 3:50 THE PURGE: ANARCHY 10:20 TEMJA DREKANN SINN 2D 5 22 JUMP STREET 8ÍSL TAL Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. www.laugarasbio.isSími: 553-20755% EXPENDABLES EXPENDABLES LÚXUS FLUGVÉLAR 2 ÍSL TAL 2D FLUGVÉLAR 2 ÍSL TAL 3D LUCY SEX TAPE DAWN _PLANET OF THE APES 3D AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL 2D KL.. 5 - 8 - 10.40 KL. 5 - 8 - 10.40 KL. 3.40 - 5.50 KL. 3.40 KL. 5.40 - 8 - 10.10 KL. 8 - 10.10 KL. 8 - 10.45 KL. 3.30 - 5.45 EXPENDABLES NIKULÁS Í FRÍI SEX TAPE DAWN_PLANET OF THE APES 3D VONARSTRÆTI ENSKUR TEXTI VONARSTRÆTI KL. 5.20 - 8 - 10.40 KL. 5.45 - 8 KL. 5.40 - 8 - 10.15 KL. 10.45 KL. 5.20 KL. 8 - 10.10 Miðasala á: „Þetta er nú reyndar bara lítið hlutverk sem ég er með en ég fékk allavega búning,“ segir tón- listarmaðurinn Unnsteinn Manuel Stefánsson en hann fer með hlut- verk í nýjustu mynd Sverris Þórs Sverrissonar, Algjör Sveppi og Gói bjarga málunum. Um er að ræða frumraun Unn- steins Manuels í kvikmyndaleik og kann hann vel við sig í leikara- stöðunni. „Þetta var mjög gaman. Ég segi þó ekki mikið en þetta er flottur karakter sem ég leik. Ég næ að nýta reynsluna mína úr Skrekk sem ég tók þátt í árið 2005 og vann meira að segja,“ segir Unnsteinn Manuel. Frændi hans, Bragi Þór Hinriksson, leikstýrir og er annar höfunda myndarinnar, sem og allra fyrri myndanna. „Það er gaman að vinna með frænda.“ Tökur á myndinni hafi farið fram í allt sumar en þeim lýkur á mánudaginn. „Þetta hefur gengið alveg ljómandi vel, við höfum að mestu verið innandyra en um leið og við fórum í útitökur lét þessi gula sjá sig, við erum ánægðir með sólina,“ segir Sverrir Þór Sverris- son, betur þekktur sem Sveppi, annar höfunda myndarinnar. Hann fer fögrum orðum um tón- listarmanninn. „Unnsteinn Manuel stóð sig eins og hetja og gerði það sem honum var sagt, það eru ekk- ert allir sem gera það sem þeim er sagt,“ segir Sveppi og hlær. Nýja myndin ber titilinn Algjör Sveppi og Gói bjarga málunum og er fjórða myndin í röðinni. „Ég persónulega hef ekki mikið umburðarlyndi gagnvart fram- haldsmyndum og missi mig ekki ef Iron Man 4 kemur í bíó. Við vorum hins vegar meðvitaðir um þetta þegar við skrifuðum handrit- ið og vissum að hún þyrfti að vera mjög góð til að standast þetta og hún gerir það sýnist mér,“ bætir Sveppi við. Unnsteinn Manuel er þó ekki eina þekkta andlitið sem bregð- ur fyrir í myndinni og er ekki þekkt fyrir kvikmyndaleik. „Það eru þarna höfðingjar á borð við Jóhannes Ásbjörnsson, Gunna samloku, Þórunni Ernu Clausen og Gulla Helga og þeir fara allir á kostum. Mér finnst svo gaman að fá fólk sem er ekki vant því að leika til að leika í myndinni. Við erum líka með kanónur eins og Hilmi Snæ Guðnason, ég verð að viðurkenna að ég fékk pínu í hnén þegar ég lék á móti honum,“ segir Sveppi. Myndin, sem hentar fyrir alla fjölskylduna, verður frumsýnd 30. október. gunnarleo@frettabladid.is Stjörnur með Sveppa Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manuel Stefánsson þreytir frumraun sína í kvikmyndaleik í nýjustu mynd Sveppa, Algjör Sveppi og Gói bjarga málunum. FJÓRIR FLOTT IR Leikararnir Unnsteinn Manuel, Villi, Sveppi og John Ingi Matta tækni- maður eru hér í góðum gír í tökum. M YN D /B RA G I Þ Ó R H IN RI KS SO N Unnsteinn Manuel stóð sig eins og hetja og gerði það sem honum var sagt, það eru ekkert allir sem gera það sem þeim er sagt. Sveppi. Fyndin sjón blasti við þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína í Laugardalslaug- ina í vikunni. Skjannahvítir Íslendingar skriðu úr sólarlausum fylgsnum sínum og flatmöguðu á sundlaugarbakkanum í tuga- tali. Ég hef aldrei skilið jafn vel líkinguna að vera eins og endurskinsmerki fyrr en nákvæmlega þarna, þar sem ég stóð á nærri ónotuðu bikiníinu og reyndi að næla mér í sólbekk innan um glaðhlakkalegar heldri vinkonur í miklum gír. „Jú, elskan mín, þú mátt færa bekkinn hvert sem þú vilt. Farðu með hann út í laug þess vegna,“ sagði ein þeirra og hrossahláturinn ómaði. Mögulega hefði verið fyndið að taka brandarann alla leið, en ég lét það vera, þáði bekkinn og kom mér fyrir. Þar sem ég lá og leyfði líkam- anum að drekka í sig sólargeislana varð mér skyndilega hugsað til vinkonu minnar. Ég átti nefnilega einu sinni vinkonu sem var eins og sólin. Hún hreif alla með sér í leik, hló og gerði gys og ímynd- unaraflið sem hún bjó yfir hefði getað lýst upp endurskinsmerki í svörtustu holu. Þetta var þó ekki alltaf tilfellið. Stundum lét hún eins og ég væri ekki til og virti mig ekki viðlits. Hafði ekki samband í marga daga. Ég bölvaði henni þá í sand og ösku, aldrei skyldi ég leika við hana aftur fyrst hún kom svona fram við mig. Verra var þó þegar hún var í vondu skapi. Ég vissi að það myndi ekki þýða neitt að reyna að sleikja úr henni fýluna þannig að ég setti utan á mig skráp, vonaði að þrumuskýinu létti og glampinn kæmi aftur í augun á henni. Stundum birti yfir henni og ég kastaði af mér skrápnum en svo varð skítkalt strax aftur. Eftir á að hyggja var þetta bölvaður tilfinningalegur rússíbani en sama hvað hún gerði – allt- af átti hún mig vísa tilbúna til að hlæja og leika þegar henni hentaði. Við sólina verður ekki tjónkað frekar en vinkonu mína, þetta er tæki- færissinni af verstu sort. En, við erum Íslendingar, við hlaupum hlæjandi út á bakkann án þess að hika þegar hún lætur sjá sig. Og er ekki bara um að gera að njóta? Mundu bara að bera á þig sólarvörn. Tækifærissinnaði eldhnötturinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.