Fréttablaðið - 15.08.2014, Side 31

Fréttablaðið - 15.08.2014, Side 31
Það eiga allir skilið að sjá vel,“ segir Helga Kristinsdótt-ir, sjóntækjafræðingur og einn eigenda gleraugnaverslun- arinnar Eyesland, en hún opnaði verslunina fyrir þremur og hálfu ári þegar henni ofbauð verðlag á gleraugum. „Gleraugu mega ekki vera mun- aðarvara fyrir fáa útvalda. Hjá Eyesland höfum við farið óhefð- bundnar leiðir í vöruvali til að geta boðið gott verð en við leitum mikið til Bandaríkjanna og Asíu en erum einnig með vörur frá Evrópu,“ út- skýrir Helga en Eyesland býður gleraugu fyrir allt að 70 prósentum lægra verð en annars staðar. „Hjá okkur kosta gler með einum styrk og umgjörð frá 11.100 krónum og tvískipt gleraugu kosta frá 25.000 krónum. Fólk getur því jafnvel keypt sér þrenn gleraugu á verði einna og margir kaupa sér mörg gleraugu í einu fyrir ólík tækifæri, svo sem íþróttagleraugu, skíðagleraugu, sólgleraugu með styrk, hlaupa- eða göngugleraugu. Þá eru margskipt gleraugu og skipt tölvugleraugu að sækja í sig veðr- ið. Fólk hefur þá skýra sjón á tölv- una en getur einnig lesið smátt. En margir hafa fram að þessu ekki haft ráð á að fá sér margskipt gleraugu.“ Fleiri merki Stöðugt er aukið við vöruúrval verslunarinnar og nú hafa bæst við merki eins og Hugo Boss, Gucci, Dior og Tommy Hilfiger. Þá hefur nýtt umboð bæst við gler- augnaflóru verslunarinnar, Red Bull Racing Eyewear. „Þetta eru flott sólgleraugu og umgjarðir fyrir herra en Red Bull Racing Eyewear hefur slegið í gegn úti í heimi,“ segir Helga. „Sebasti- an Vettel, heimsmeistari í Form- úlu 1, auglýsir línuna en Red Bull Eyewear notar sömu efni í gler- augnaumgjarðir og notuð eru í kappakstursbílinn.“ Litrík lína fyrir börn „Við vorum einnig að taka inn nýja barnagleraugnalínu frá Crocs, en margir þekkja léttu og litríku skóna frá því merki. Crocs-gleraugnalín- an byggir á sömu hugmynd, gler- augun eru litrík, létt en sterk, með gúmmí í umgjörðunum.“ Fylgihlutir og hjálpartæki „Við sérhæfum okkur einnig í linsum fyrir fólk með mikla sjón- skekkju eða erfiða sjón og í Eyes- land fást einnig sjónhjálpartæki fyrir sjónskerta og úrval fylgihluta fyrir gleraugu.“ Eyesland gleraugnaverslunin er til húsa á fimmtu hæð í Glæsibæ og opin frá klukkan 8.30 til 17 alla virka daga. Sjá einnig vefverslun á www.eyesland.is. Kynningarblað Eyesland, Gleraugnasalan Geisli, Optical Studio og gleraugu fræga fólksins.GLERAUGU FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2014 &SJÓNMÆLINGAR Ný barnagleraugnalína frá Crocs fæst í Eyesland en margir þekkja léttu og litríku skóna frá því merki. Eyesland selur sólgleraugu og gleraugnaumgjarðir frá Red Bull Racing Eyewear. Sebastian Vettel, heimsmeistari í Formúlu 1, notar sólgleraugu frá Red Bull Eyewear. Allir eiga góð gleraugu skilið Gleraugnaverslunin Eyesland í Glæsibæ býður yfir þúsund gæðagleraugu fyrir allt að 70 prósentum lægra verð en annars staðar. Verslunin er til húsa á fimmtu hæð í Glæsibæ. Sjá einnig vefverslun á www.eyesland.is. Starfsfólk Eyesland tekur vel á móti viðskiptavinum. Helga Kristinsdóttir, sjóntækjafræðingur og einn eigenda gleraugnaverslunarinnar Eyesland.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.