Fréttablaðið - 15.08.2014, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 15.08.2014, Blaðsíða 48
15. ágúst 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 28 Lögin Stolin stef, Hjarta mitt og Þú ert eftir Tómas R. Einarsson eru meðal laga sem hljóma á útgáfu- tónleikum í Norðurljósasal Hörpu á sunnudagskvöldið klukkan 20. Þeir eru haldnir til að fagna Mannabörn- um, nýútkomnum diski með músík Tómasar R. Einarssonar í útsetning- um Gunnars Gunnarssonar píanó- leikara og organista. Tónleikarnir eru á dagskrá Jazzhátíðar Reykja- víkur. Flytjendur eru söngkonan Sigríður Thorlacius, Sönghópurinn Við Tjörnina, sem er tólf manna blandaður kór, Tómas, Gunnar og kóngaleikarinn Kristófer Rodr íguez Svönuson. Best að heyra í höfuð- paurnum Tómasi. „Þetta eru átján sönglög, frá síðustu þrjátíu árum, sem ég hef samið við ljóð eftir ýmis góðskáld frá 20. öldinni. Svo á ég nokkra texta sjálfur. Ég var kannski búinn að semja lag og þegar sú hugmynd kom upp að syngja það vantaði texta og þá neyddist ég til að berja hann saman sjálfur,“ segir Tómas glaðlega. „En ég kalla hitt fólkið skáld en sjálfan mig textasmið, geri sterkan grein- armun þar á milli.“ Tónleikarnir eru liður í Jazzhátíð Reykjavíkur. „Þetta er ekki alvenjulegasta djass- músíkin getum við sagt, því þarna er höfuðáhersla á sönginn en allt eru þetta lög sem hafa komið út á djassplötum mínum og eru upphaf- lega djasslög þó söngurinn sé núna númer eitt og tvö og þrjú,“ lýsir Tómas og segir það forvitnilegt og skemmtilegt að heyra lögin í þess- ari útgáfu, þar sem allt snúist um laglínuna en fá djasssóló. „Lögin eru samt ekki í einföldum búningi því útsetningar Gunnars Gunn- arssonar eru bæði fjölbreyttar og mjög flottar. Það hefur ekki verið gert mikið að því að útsetja djass- lög fyrir blandaðan kór, ég vil ekki segja að þetta sé í fyrsta skipti en það fer nálægt því, að minnsta kosti í heilu verkefni af þessu tagi.“ Í Sönghópnum Við Tjörnina er ungt fólk sem Gunnar hefur unnið með í Fríkirkjunni og flest er það í tónlistarnámi, að sögn Tómasar. „Þetta eru ungar og ferskar radd- ir, fólk sem er með annan fótinn í atvinnumennsku í tónlist.“ Sigríður Thorlacius er þekktust meðal jafn- ingja í söngnum. „Mér datt í hug að gaman væri að fá einsöngvara til að syngja á móti kórnum hér og hvar, til að auka fjölbreytnina“ segir Tómas. „Svo þegar við vorum búin að fá Sigríði til liðs við okkur var hún svo hrikalega góð að við freistuðumst til að fá hana í flest lögin.“ gun@frettabladid.is Söngurinn númer eitt, tvö og þrjú Tómas R. Einarsson og úrvalslið með honum heldur útgáfutónleika í Norður- ljósasal Hörpu á sunnudagskvöldið 17. ágúst. Þar verða fl utt sönglög eft ir Tómas við texta eft ir ýmis góðskáld 20. aldar. Einsöngvari er Sigríður Thorlacius. HLUTI TÓNLISTARHÓPSINS Sigríður Thorlacius, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Tómas R. Einarsson, Kristófer Rodríguez Svönuson, Guðný Anna Árnadóttir og Anna Dúna Halldórsdóttir. Þær Ásta Björg, Guðný Anna og Anna Dúna eru úr ellefu manna sönghópnum Við Tjörnina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kristinn Sigmundsson tekur þátt í óperuuppfærslu Íslensku óperunnar í haust í fyrsta sinn í tólf ár þegar Don Carlo eftir Verdi fer á svið. Don Carlo er ein af umfangsmestu óperum Verdis og hefur aldrei verið sviðsett á Íslandi áður. Ein- göngu íslenskir söngvarar taka þátt í sýningunni. Fyrir utan Kristin, sem fer með voldugt bassahlut- verk Filippusar konungs og föður Don Carlo, má nefna Jóhann Friðgeir Valdimarsson í titilhlutverk- inu og Helgu Rós Indriðadóttur, sem einnig snýr aftur á íslenskt óperusvið eftir nokkurt hlé, í hlut- verki Elísabetar drottningar. Oddur Arnþór Jónsson, sem nýverið lauk söng- námi frá Mozarteum í Salzburg og sópar að sér spennandi verkefnum um þessar mundir, verður í hlutverki Rodrigo. Auk þess syngja Hanna Dóra Sturludóttir, Guðjón Óskarsson, Viðar Gunnarsson, Erla Björg Káradóttir og Hallveig Rúnarsdóttir í sýningunni. Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrir Don Carlo og hefur Pál Ragnarsson ljósahönnuð og Þórunni Sig- ríði Þorgrímsdóttur, búninga- og leikmyndahöfund, sér til fulltingis. Guðmundur Óli Gunnarsson verður hljómsveitarstjóri. gun@frettabladid.is Kristinn Sigmunds með Íslensku óperunni í fyrsta skipti í tólf ár Í óperunni Don Carlo eft ir Giuseppe Verdi sem Íslenska óperan setur upp í október fer Kristinn Sigmundsson með eitt voldugasta bassahlutverk tónbók- menntanna, Filippus konung, föður Don Carlo. Ný sýning verður opnuð í Lista- safni ASÍ á morgun, laugardag, klukkan 15. Um er að ræða inn- setningu, margradda frásögn af Sniffer. En hver er hann? Sigga Björg er í safninu og verður fyrir svörum því Erica er ekki komin til landsins þegar ég hef samband. „Sniffer er karakter sem við Erica erum búnar að þróa nokkuð lengi. Við gerðum bók með textum um hann. Þar getur fólk fengið að skyggnast inn í hið aumkunar- verða líf þessarar persónu sem er unninn með skírskotunum í Óliver Tvist. Svo eru líka teikn- ingar, skúlptúrar og vídeóverk. Allt safnið snýst um Sniffer,“ segir hún og tekur því vel að deila aðeins meiri upplýsingum um persónuna. „Sniffer er lánlaus karakter, þján- ingarbróðir Ólivers Twist. Var ungur yfirgefinn af foreldrum sínum og eyddi æskuárunum ein- samall á götunni í stefnulausri leit að næringu og ást. Hann er klofinn persónuleiki og það veldur honum ómældum erfiðleikum þegar hann reynir að finna sinn stað í tilver- unni.“ Erica býr í Skotlandi og Sigga Björg líka að hluta til. Þær unnu þessa sýningu alla í Glasgow, bæði saman og hvor í sínu lagi að sögn Siggu og voru með hana á sýningu sem nefnist Glasgow International fyrr á árinu. Sýningin í Listasafni ASÍ er opin alla daga nema mánudaga frá klukkan 13 til 17 og aðgangur er ókeypis. gun@grettabladid.is Sniff er er þjáningar- bróðir Ólivers Twist Listasafn ASÍ verður undirlagt af karakternum Sniff er næstu vikur. Höfundar hans eru listakon- urnar Sigga Björg Sigurðardóttir og Erica Eyres. STÓRSÖNGVARINN Kristinn mun taka á því sem Filippus konungur í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SIGGA BJÖRG „Sniffer er karakter sem við Erica erum búnar að þróa nokkuð lengi,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Sýningin samanstendur af mynd- list, gjörningum, vöruhönnun, matvælaiðnaði og verslun,“ segir Hlynur F. Þormóðsson hjá Lista- safni Akureyrar um sýningu sem verður opnuð í Ketilhúsinu á morg- un klukkan 15. Hann segir tilgang- inn þann að skoða samlegðaráhrif þessara ólíku sviða og þá orku sem losnar úr læðingi þegar skapandi greinar á borð við myndlist kom- ast í tæri við fjármagn sem teng- ist viðskiptalífinu – og öfugt. Enda heitir sýningin Urta Islandica ehf. – Skapandi greinar. Hún stendur til 21. september og verður opin alla daga nema mánudaga milli 10 og 17 til að byrja með. Sýningarstjóri er Þóra Þórisdótt- ir myndlistar- og athafnakona. - gun Leysa orku úr læðingi Sýningin Urta Islandica ehf. – Skapandi greinar verður opnuð í Ketilhúsinu á Akureyri á morgun. VIÐ UPPSETNINGU Sigurður Magnússon, framleiðslustjóri Urta Islandica, að ganga frá græjum. MYND/HLYNUR MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.