Fréttablaðið - 15.08.2014, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 15.08.2014, Blaðsíða 58
15. ágúst 2014 FÖSTUDAGUR| SPORT | 38 PEPSI DEILD KVENNA 2014 STAÐAN Stjarnan 13 12 0 1 48-8 36 Breiðablik 13 9 1 3 38-10 28 Selfoss 13 7 2 4 28-19 23 Fylkir 13 7 2 4 13-12 23 Valur 13 6 3 4 25-19 21 Þór/KA 12 6 3 3 16-16 21 ÍBV 13 5 0 8 23-24 15 FH 13 2 3 8 11-46 9 Afturelding 12 2 1 9 9-32 7 ÍA 13 0 1 12 8-33 1 ÚRSLIT FYLKIR - ÍBV 3-0 1-0 Ruth Þórðar Þórðardóttir (12.), 2-0 Anna Björg Björnsdóttir (76.), 3-0 Anna Björg Björns- dóttir (80.). BREIÐABLIK - VALUR 1-0 1-0 Fanndís Friðriksdóttir (84.). STJARNAN - FH 6-0 1-0 Lára Kristín Pedersen (7.), 2-0 Sigrún Ella Einarsdóttir (28.), 3-0 Harpa Þorsteins- dóttir (33.), 4-0 Harpa Þorsteinsdóttir (40.), 5-0 Harpa Þorsteinsdóttir (61.), 6-0 Írunn Þorbjörg Aradóttir (76.). ÍA - SELFOSS 0-1 0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir (55.). FÓTBOLTI Stjörnumönnum líður ekki illa tíu á móti ellefu ef marka má magnaða tölfræði liðsins í slíkri stöðu í Pepsi-deildinni und- anfarin tvö sumur. Garðbæingar hafa hreinlega bætt í við þannig aðstæður og landað mörgum mik- ilvægum sigrum fyrir vikið. Leikmenn Stjörnunnar hafa fengið sjö rauð spjöld í Pepsi-deild- inni síðustu tvö sumur og alls spil- að í 183 mínútur tíu á móti ellefu. Stjörnumenn hafa nú unnið fimm síðustu leiki sína þar sem þeir hafa misst mann af velli, tvo á þessu sumri og þá þrjá síðustu í fyrra þegar rauða spjaldið fór á loft. Í þremur leikjanna hafa Stjörnu- menn ekki aðeins misst mann af velli heldur einnig verið undir þegar áfallið dundi á liðinu. Þrír endurkomusigrar Í tveimur af þessum þremur end- urkomusigrum Stjörnunnar var Atli Jóhannsson sendur í sturtu í leik á móti Fram. Í fyrra skipt- ið var Framliðið 2-1 yfir á móti Stjörnunni í ágúst í fyrra þegar Atli fékk sitt annað gula spjald á 66. mínútu leiksins. Stjarnan vann síðustu 24 mínúturnar 2-0 og tryggði sér sigur. Fyrr í sumar fékk Atli beint rautt spjald á móti Fram strax á 36. mínútu en Fram- arar voru þá búnir að vera 1-0 yfir síðan á þriðju mínútu leiksins. Stjarnan vann 54 síðustu mínútur leiksins 2-0 og tryggði sér enn á ný þrjú stig tíu á móti ellefu. Stjörnuliðinu tókst einnig að skora þrjú mörk manni færri í fyrra þegar Martin Rauschenberg var rekinn af velli á 35. mínútu í leik á móti Þór. Stjörnumenn misstu síðast mann af velli í sigri á ÍBV á dögunum. Stjarnan var 1-0 yfir þegar rauða spjaldið fór á loft en Stjörnumenn bættu við einu marki í uppbótar- tíma sem innsiglaði sigurinn. Stjarnan er á tímabilunum 2013 og 2014 búin að spila manni færri í alls 183 mínútur í Pepsi-deildinni og státar liðið af markatölunni 8-0 við þær kringumstæður. Mark á 23 mínútna fresti Stjarnan hefur sem sagt ekki feng- ið á sig mark manni færri og það sem meira er, liðið er búið að skora á 23 mínútna fresti tíu á móti ell- efu. Á sama tíma hefur Stjörnu- liðið skorað á 59 mínútna fresti með fullskipað lið. Tölfræði sýnir það því og sannar að Stjörnumenn séu aldrei betri en þegar þeir eru manni færri. Stjarnan heimsækir Val á Voda- fone-völlinn klukkan 18.30 kvöld í fyrsta leik 16. umferðar en leik- urinn var færður fram vegna Evr- ópuleiksins við Internazionale frá Mílanó í næstu viku. ooj@frettabladid.is Aldrei betri en manni færri Stjörnumenn eru með frábæra tölfræði síðustu tvö sumur í Pepsi-deildinni þegar þeir spila tíu á móti ellefu. BÚNIR AÐ REDDA ATLA TVISVAR Stjarnan er búin að vinna báða leikina þegar Atli Jóhannsson var sendur snemma í sturtu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL 22. ágúst 2013 SIGUR ATLI JÓHANNSSON GEGN FRAM FÆRRI Í 24 MÍNÚTUR +2 (2-0) 26. ágúst 2013 SIGUR VEIGAR PÁLL GUNNARSSON GEGN ÍA 17 MÍNÚTUR 0 (0-0) 12. september 2013 SIGUR MARTIN RAUSCHENBERG GEGN ÞÓR 55 MÍNÚTUR +3 (3-0) 27. júní 2014 SIGUR ATLI JÓHANNSSON GEGN FRAM 54 MÍNÚTUR +2 (2-0) 27. júlí 2014 SIGUR MICHAEL PRÆST GEGN ÍBV 54 MÍNÚTUR +1 (1-0) Síðustu 5 rauðu spjöld Stjörnumanna STJÖRNUMENN MANNI FLEIRI 183 MÍNÚTUR MARKATALAN: SKORA Á 22,9 MÍNÚTNA FRESTI STJÖRNUMENN MEÐ FULLT LIÐ 3.057 MÍNÚTUR MARKATALAN: SKORA Á 58,8 MÍNÚTNA FRESTI STJARNAN OG RAUÐU SPJÖLDIN 2013-14 +8 (8-0) +12 (52-40) CESC FÁBR- EGAS ➜ Kom frá Barcelona 27 ára miðjumaður DIDIER DROGBA ➜ Kom frá Galatasaray 36 ára sóknarmaður FILIPE LUÍS ➜ Kom frá Atlético Madrid 29 ára vinstri bakvörður DIEGO COSTA sló í gegn með Atlético Madrid á síðustu leiktíð. Costa, sem er fæddur í Brasilíu, skoraði 36 mörk í 52 leikjum og átti stóran þátt í frábæru gengi Atlético sem varð Spánarmeistari og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Eiginleikar hans ættu að nýtast Chelsea-liðinu vel; hann er fljótur og sterkur og þegar hann kemst á ferðina er fátt sem stoppar hann. Hann ætti allavega að valda varnar- mönnum ensku úrvalsdeildarinnar meiri vandræðum en framherjar Chelsea gerðu á síðasta tímabili. Fréttablaðið hefur að undanförnu birt spá sína fyrir ensku úrvalsdeildina í fótbolta og meistaraefnin okkar í vetur spila fyrir José Mourinho hjá Cheslea. Venjan er að lið undir stjórn Mourinhos séu betri á öðru tímabili en þau eru á því fyrsta. Og það er margt sem bendir til þess að sú verði raunin í ár. Portúgalinn hefur keypt góða leikmenn í þær stöður sem þurfti að styrkja og heildarbragurinn á liðinu virðist vera góður. Chelsea var með bestu vörnina í fyrra og skyndisóknir liðsins eru jafnan baneitraðar með Eden Hazard fremstan í flokki. Það er þó spurning hvernig hann leysir markvarðarmálin, en Thibaut Courtois og Petr Čech gera báðir tilkall til þess að vera markvörður númer eitt. Þá fór mikil reynsla úr Chelsea-liðinu þegar Frank Lampard og Ashley Cole yfirgáfu félagið í vor. Enskur meistari í vetur verður Chelsea ENSKA ÚRVALS- DEILDIN HEFST Á MORGUN SPÁ FRÉTTABLAÐSINS Englandsmeistari Chelsea 2. Man. City 3. Arsenal 4. Man. United 5. Liverpool 6. Everton 7. Tottenham 8. Stoke 9. Swansea 10. Newcastle 11.Southampton 12. Aston Villa 13. C. Palace 14. Sunderland 15. West Ham 16. Hull 17. QPR Þessi lið falla 18. WBA 19. Leicester 20. Burnley Stjörnuleikmaðurinn Finna má meira um Ensku úrvalsdeildina á Vísi visir.is NÝJU ANDLITIN H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA FRJÁLSAR Aníta Hinriksdóttir komst ekki í úrslitin í 800 metra hlaupi kvenna á Evrópumeist- aramótinu í frjálsum íþróttum í Zürich í Sviss. Aníta lenti í sjötta sæti í undanúrslitariðlinum sínum er hún kom í mark á 2:02.45 mínút- um, tæplega hálfri sekúndu seinna en deginum áður. Aníta byrjaði hlaupið vel annan daginn í röð en gaf eftir á loka- sprettinum. Lenti hún fyrir aftan fremsta hóp og horfði á forystuhóp- inn koma í mark fyrir framan sig. „Mér fannst hún standa sig mjög vel. Hún var að keppa við allar þær bestu í þessari grein og við viss- um að þetta yrði gríðarlega erf- itt,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. „Við stefndum að því að kom- ast í úrslitin en ég er mjög sáttur með hana þótt hún hafi ekki kom- ist áfram í dag. Að ná ellefta sæti er frá- bært.“ Hafdís Sigurð- ardóttir jafn- aði besta tíma si n n í 2 0 0 metra hlaupi á mótinu en það dugði henni ekki í gær. Haf- dís lenti í 28. sæti í undanrásunum og hefur lokið keppni á mótinu. Þá hefur Guð- mundur Sverr- isson einnig lokið keppni en öll þrjú köst hans í spjótkast- inu í gær voru ógild. - kpt Aníta lauk keppni í gær Þjálfarinn stoltur af frammistöðu hennar á mótinu. SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.