Fréttablaðið - 15.08.2014, Page 6

Fréttablaðið - 15.08.2014, Page 6
15. ágúst 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 LANDBÚNAÐUR „Ég held að þetta verði alveg sæmilega gott ár en ég hef ekki trú á því að þetta muni duga landinu,“ segir Berg- vin Jóhannsson, formaður Félags kartöflubænda, um uppskeru sum- arsins. Bergvin spáir að uppskeran verði betri í ár en í fyrra þegar hún var einungis um sjö þúsund tonn. Kart- öflubændur hafi talið þau ár góð þegar magnið var nær 12 til 13 þús- und tonnum. „Það er það mikið eftir af sprettutímanum að það er ekki hægt að segja til um hvernig þetta mun enda fyrr en í septemberlok. En ég spái að þetta verði um níu þúsund tonn,“ segir Bergvin. Kartöflur eru að hans sögn ræktaðar á Eyjafjarðarsvæðinu, í Hornafirði og Þykkvabæ. „Það er óljóst með Þykkvabæinn. Sprettan þar er ekki orðin nálægt því nógu góð vegna bleytu og sólar- leysis í sumar. Uppskeran í fyrra var mjög slæm og þá sérstaklega í Þykkvabænum og rétt undir meðal- lagi norðanlands en ágæt í Horna- firði.“ Bergvin segir suma kartöflu- bændur sem ræktuðu undir dúk hafa getað selt beint í verslanir í kringum 20. júlí síðastliðinn. „Það sem er sett undir dúk er alltaf dálítið á undan en það er bara svo dýr ræktun að menn geta ekki nýtt það nema að litlu leyti.“ - hg 119.900 FULLT VERÐ 139. 900 79.200 FULLT VERÐ 99.9 00 1. Hvaða verksmiðja býr við rafmagns- trufl anir yfi r daginn næstu daga? 2. Hver er framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins? 3. Hver er núverandi bankastjóri Seðlabankans? SVÖR 1. Íslenska kalkþörungafélagið á Bíldudal. 2. Anders Fogh Rasmussen. 3. Már Guðmundsson. LANDBÚNAÐUR Samkvæmt nýjustu tölum um sölu á lambakjöti eru um tvö þúsund tonn af kjöti óseld frá síðustu slátrun. Slátrun er nú hafin fyrir útflutning en fer svo á fullt með haustinu fyrir innanlands- markað. Á sama tíma í fyrra voru 1.750 tonn útistandandi. Fréttablað- ið greindi frá því á þriðjudag að innflutning- ur á nautakjöti hefði tífaldast á milli ára. Þórar- inn Ingi Péturs- son, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að sú stað- reynd sé áhyggju- efni fyrir sauð- fjárbændur. „Okkur finnst þessi heildar mynd vera skökk. Við náum ekki að fylla það tómarúm sem kemur varðandi skort á nautakjöti og þá erum við væntanlega ekki að standa okkur í markaðssetningu og vöruþróun á lambakjöti.“ Hann segir að sláturleyfishöf- um hafi ekki tekist nægilega vel að kynna lambakjötið fyrir erlend- um ferðamönnum þrátt fyrir mikla fjölgun þeirra. „Erlendir ferðamenn eru að borða hitt og þetta en ég tel að við séum ekki að kynna lamba- kjötið þannig að við séum að laða ferðamanninn að diskinum. Slátur- leyfishafar þurfa að hugsa dæmið upp á nýtt.“ Sala á lambakjöti hefur þótt ganga ágætlega í Bandaríkjunum. Nýlega greindi Bændablaðið þó frá því að matvælakeðjan Whole- foods hefði ákveðið að auglýsa ekki íslenskt lambakjöt vegna afstöðu íslenskra stjórnvalda til hvalveiða. Allir viðmælendur Fréttablaðsins voru sammála því að auglýsinga- bann Wholefoods hefði haft áhrif á söluna erlendis. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, hvatti bænd- ur til að auka við framleiðslu sína þegar hann sat sem formað- ur Landssamtaka sauðfjárbænda. Hann telur vandann ekki liggja í offramleiðslu á lambakjöti. „Ég tel að það hafi ekki verið misráðið af mér. Möguleikarnir í sauðfjárrækt- uninni liggja í því að gera lambakjöt að útflutningsvöru.“ Sláturleyfishafar hafa verið að sækja inn á Rússlandsmarkað á síðastliðnum þremur árum. Ágúst Andrésson, formaður Landssam- taka sláturleyfishafa, hefur ekki áhyggjur af því að nýlegar svipt- ingar í tengslum við Rússland muni hafa áhrif á markaðinn. „Ég trúi því að Íslendingar fari ekki að blanda einhverjum viðskiptasamningum í milliríkjadeilur. Við erum búin að leggja mikið í markaðsstarf og það hefur kostað fullt af pening- um. Það væri mjög dapurt ef við næðum ekki að njóta ávöxtunar af því starfi,“ segir Ágúst. Viðmælendur Fréttablaðsins telja jafnframt allir að rigningasumar á suðvesturhorninu hafi áhrif á sölu- tölurnar. „Veðrið hefur leikið okkur grátt á þessu stærsta markaðs- svæði,“ segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. snaeros@frettabladid.is Ferðamenn áhuga- litlir um lambakjöt Rigningasumar á höfuðborgarsvæðinu hefur áhrif á sölu lambakjöts því tæki- færin til að grilla eru mun færri. Hvalveiðar Íslendinga hafa haft neikvæð áhrif á sölu lambakjöts í Bandaríkjunum. Ekki of mikið framleitt af kjöti, segja bændur. ÞÓRARINN INGI PÉTURSSON Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. SIGURÐUR EYÞÓRSSON Framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. SINDRI SIGUR- GEIRSSON Formaður Bænda- samtakanna. INNAN UM GRÖSIN Bergvin Jóhannsson ræktar kartöflur á bænum Áshóli í Grýtubakkahreppi. Formaður Félags kartöflubænda spáir níu þúsund tonna uppskeru og heldur að hún muni ekki duga: Stefnir í betri kartöfluuppskeru en í fyrra Á LEIÐ Í SLÁTURHÚSIÐ Venjan hefur verið að sláturhúsin taki við öllu því kjöti sem bændur vilja koma til slátrunar. Það getur leitt til offramleiðslu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELMALÞINGI Nefndarmenn í allsherjar- og menntamálanefnd munu heim- sækja fangelsin Litla-Hraun og Sogn í dag. „Við munum hitta fanga úr Afstöðu, félagi fanga. Auk þess mun Margrét Frímannsdóttir, for- stöðumaður á Litla-Hrauni, sýna okkur aðstöðuna,“ segir Páll Valur Björgvinsson, varaformaður alls- herjar- og menntamálanefndar. „Síðan förum við á Hólmsheiði með Páli Winkel fangelsismála- stjóra að skoða hvernig bygging fangelsisins þar gengur,“ segir Páll Valur. - ih Hitta fangelsismálastjóra: Allsherjarnefnd á Litla-Hraun LITLA-HRAUN Nefndarmenn munu hitta Margréti Frímansdóttur, forstöðu- mann á Litla-Hrauni, í dag. HAFNARFJÖRÐUR Bæjarráð Hafn- arfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær lánasamninga við Íslandsbanka um gjaldeyris- varnir vegna erlendra skuldbind- inga bæjarins. Samningarnir eru gerðir til þess að takmarka geng- isáhættu bæjarins. Sams konar samningar hafa verið gerðir áður við lánar- drottna Hafnarfjarðarbæjar, bæði fyrir og eftir hrun. Fulltrúar minnihlutans studdu gerð fyrirliggjandi samnings, enda er hann í samræmi við áætl- un fyrri meirihluta um endurfjár- mögnun erlendra lána og hluti af þeirri undirbúningsvinnu sem unnin var síðastliðinn vetur. - sa Bæjarráð samþykkir lán: Takmarka gengisáhættu HAFNARFJÖRÐUR Samingarnir eru gerðir til að takmarka gengisáhættu. AKUREYRI Heilbrigðisráðherra hefur á fundi með bæjarráði Akureyrar tilkynnt að ríkið muni taka aftur við rekstri Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri (HAK) með sameiningu heil- brigðisstofnana á Norðurlandi. Allt frá árinu 1997 hefur Akur- eyrarbær rekið heilsugæsluna, fyrst sem reynslusveitarfélag en síðustu ár samkvæmt þjónustu- samningi við ríkið. Bæjarráð Akureyrar harmar þessa niðurstöðu ráðherra og telur að nærþjónustu af þessu tagi sé best valinn staður sem næst íbúum sveitarfélagsins. - sa Heilsugæslan á Akureyri: Ríkið tekur yfir heilsugæsluna KOSNINGAR Fleiri konur kusu í borgarstjórnarkosningunum síð- astliðið vor en karlar, eða 64 pró- sent á móti 62 prósentum. Konur voru meirihluti kjósenda allt fram að aldursbilinu 75-79 ára. Skrifstofa borgarstjórnar tók saman tölur um kjörsókn eftir aldri. Tölurnar sýna að kjörsókn ungs fólks í kosningunum var lítil en meðalkjörsókn næst á aldurs- bilinu 40-44 ára og síðan fer hún hækkandi fram að bilinu 75-79 ára. - ebg Kjörsókn ungs fólks lítil: Fleiri konur kjósa en karlar VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.