Fréttablaðið - 02.09.2014, Síða 2
2. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2
Guðmundur, verður lífið þá
dans á rósum?
„Já, með þyrnum og blóði og
sársauka þangað til siggið er orðið
vel þykkt.“
Guðmundur Elías Knudsen listdansari vill
aðstoða drengi með athyglisbrest eða ofvirkni
með því að halda fyrir þá dansnámskeið.
STJÓRNSÝSLA Kópavogsbær fékk
30 frímiða á tónleika Justins Tim-
berlake frá tónleikahaldaranum
Senu. Þetta upplýsir Ármann Kr.
Ólafsson bæjarstjóri í bréfi til
bæjarfulltrúa.
Bréf Ármanns er svar við fyr-
irspurnum Sigurjóns Jónssonar,
varabæjarfulltrúa Framsóknar-
flokksins. Sigurjón spurði meðal
annars hverjir hefðu fengið boðs-
miðana og hvort bæjarstjórinn
teldi það samræmast siðareglum
að „þiggja slíkar gjafir“. Sjálfur
fékk Sigurjón tölvupóst þar sem
bæjarstjórinn sagði bæjarfulltrú-
um frá frímiðunum. Ármann
segir Sigurjón hafa svarað um
hæl: „Frábærar fréttir og ég er
klár ásamt maka,“ vitnar bæjar-
stjórinn í póst Sigurjóns sem hann
kveðst hafa svarað með svohljóð-
andi sendingu:
„Sæll Sigurjón, mér finnst leið-
inlegt að þurfa að segja þér að
þetta á við bæjarfulltrúana eins
og fram kemur í póstinum. Þar
sem Birkir Jón er búinn að þiggja
miðana þá fær varafulltrúi hans
ekki miða.“ Þarna vísar Ármann
til Birkis Jóns Jónssonar, bæjar-
fulltrúa Framsóknarflokksins.
Ármann kveðst hafa talið mikil-
vægt að bæjarfulltrúar mættu á
tónleikana sem hafi verið stórvið-
burður. Taka þurfi stefnumark-
andi ákvarðanir um framtíðar-
notkun Kórsins.
„Af þessum sökum var rætt
við tónleikahaldara um að bæj-
arfulltrúar gætu sótt tónleikana
og var það auðsótt mál,“ útskýrir
Ármann sem kveður hvern hinna
ellefu bæjarfulltrúa hafa feng-
ið tvo miða. „Lagði ég að þeim í
tölvupósti fyrir tónleikana að
sækja þá með fyrrgreindum rök-
stuðningi. Allir bæjarfulltrúar
mættu samkvæmt vitneskju und-
irritaðs.“
Þá segir Ármann bæinn hafa
haft átta miða til ráðstöfunar
fyrir starfsmenn bæjarins sem
ekki voru að vinna við tónleikana
en kæmu engu að síður að starf-
semi hússins og umræðu um
framtíðarnot þess. Sömu rök gildi
um þá og um bæjarfulltrúana.
Ekki kemur fram hvaða starfs-
menn þetta eru.
Varðandi siðareglur kjörinna
fulltrúa segir bæjarstjórinn sam-
komulagið um frímiðana hafa
verið gert að frumkvæði hans
sjálfs en ekki Senu. „Í 6. grein
siðareglna bæjarins segir að
kjörnir bæjarfulltrúar og stjórn-
endur skuli tilkynna um allar
gjafir, sem var gert í þessu tilviki,
og að þeim sé óheimilt að þiggja
gjafir ef líta megi á það sem end-
urgreiðslu fyrir greiða. Slíkt á
ekki við í þessu tilviki.“
gar@frettabladid.is
„Frábærar fréttir, ég
er klár ásamt maka“
Bæjarstjóri Kópavogs segir hvern og einn bæjarfulltrúa hafa þegið tvo boðsmiða
á tónleika Justins Timberlake. Varabæjarfulltrúi Framsóknar, sem telur siðareglur
kunna að hafa verið brotnar, fékk enga miða því bæjarfulltrúi flokksins nýtti þá.
JUSTIN TIMBERLAKE Tónleikar stórstjörnunnar í Kórnum þóttu afar vel heppnaðir.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI
ÁRMANN KR.
ÓLAFSSON
SIGURJÓN
JÓNSSON
MENNING Andri Snær Magnason hlaut í gær Vestnorrænu barna- og ung-
lingabókaverðlaunin fyrir bók sína Tímakistuna. Andri er fyrsti höf-
undurinn til að hreppa verðlaunin í tvígang, en hann hlaut þau í fyrsta
skipti sem þau voru veitt fyrir Söguna af bláa hnettinum.
Þetta var í sjöunda sinn sem Vestnorrænu barnabókaverðlaunin eru
veitt. Tilgangur þeirra er að benda á mikilvægi góðra barnabóka á
smáum málsvæðum og eru þau veitt annað hvert ár. - bá
Vestnorrænu barna- og unglingabókaverðlaunin afhent:
Tímakista Andra Snæs verðlaunuð
ANDRI SNÆR OG FJÖLSKYLDA Verðlaunin voru afhent í Alþingishúsinu í gær.
Afhendingin fer fram í tengslum við ársfund Vestnorræna ráðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
EFNAHAGSMÁL Fjöldi fólks hefur
gert séreignarsparnaðarsamning
við bankana vegna aðgerða ríkis-
stjórnarinnar í tengslum við hús-
næðislán.
Una Steinsdóttir, framkvæmda-
stjóri viðskiptabankasviðs Íslands-
banka, segir marga hafa hætt með
séreignarsparnað í kjölfar efna-
hagshrunsins 2008 en margir
þeirra hafa nú snúið aftur.
Hjá Íslandsbanka var farið í sér-
stakt átak og hringt í viðskiptavini
til að kynna fyrir þeim möguleika
í tengslum við séreignarsparn-
að eftir að ríkisstjórnin kynnti
úrræði í tengslum við húsnæðis-
lán. Una segist sjá verulega aukn-
ingu í gerð séreignarsparnaðar-
samninga síðan í vor.
Hjá Arion banka var opnuð sér-
stök upplýsingasíða og fræðslu-
fundir haldnir ásamt því að sér-
staklega var haft samband við
viðskiptavini. Snædís Ögn Flosa-
dóttir, sérfræðingur á eignastýr-
ingasviði Arion banka, segir að
séreignarsparnaðarsamningum
hafi einnig fjölgað mikið hjá Arion
banka í vor og sumar eftir að lög
um leiðréttingu höfuðstóls íbúðar-
lána voru samþykkt á Alþingi.
Umsóknarfrestur um lækkun
höfuðstóls íbúðalána er runninn
út en áfram verður hægt að sækja
um nýtingu séreignarsparnaðar.
Tímabilið sem leyfilegt er að ráð-
stafa hluta af séreignarsparnaði
skattfrjálst er frá 1. júlí 2014 til
30. júní 2017.
Til að fá nýttan séreignarsparn-
að frá 1. júlí þurfti að sækja í síð-
asta lagi um í gær. Einstakling-
ar hafa rétt á að nýta 500 þúsund
krónur á ári skattfrjálst af sér-
eignarsparnaði sínum en hjón og
sambýlisfólk hafa rétt á að ráð-
stafa 750 þúsund krónum samtals
árlega. - adá
Fjöldi fólks hefur skipt um skoðun eftir að hafa hætt með sparnað sinn:
Snúa aftur í séreignarsparnað
ARION BANKI Mikið hefur verið að
gera hjá bönkunum við gerð nýrra
séreignarsparnaðarsamninga eftir að
lög um húsnæðislán voru samþykkt á
Alþingi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
STJÓRNSÝSLA Jóhannes Þór Skúla-
son, aðstoðarmaður forsætis-
ráðherra, mun fyrst um sinn
jafnframt gegna embætti aðstoð-
armanns dómsmálaráðherra.
Sem kunnugt er færast dómsmál
tímabundið undir Sigmund Davíð
Gunnlaugsson forsætisráðherra
í kjölfar þess að innanríkisráð-
herra baðst undan þeim.
Í gær hóf jafnframt störf í for-
sætisráðuneytinu Lilja D. Alfreðs-
dóttir, aðstoðarframkvæmda-
stjóri á skrifstofu bankastjóra og
alþjóðasamskipta í Seðlabanka
Íslands, sem hefur verið ráðin
tímabundið sem verkefnisstjóri í
forsætisráðuneytinu.
- bá
Breytingar í stjórnarráðinu:
Lilja verður
verkefnisstjóri
SPURNING DAGSINS
FJÖLMIÐLAR Fjölmiðlanefnd hefur
ákveðið að óska eftir upplýsing-
um um rekstur og eignarhald fjöl-
miðla í ljósi þeirrar umræðu sem
átt hefur sér stað um málefni fjöl-
miðla undanfarið.
„Við vissum að við vorum ekki
með nýjar upplýsingar um eignar-
hald DV og það sama á við um aðra
fjölmiðla,“ segir Elfa Ýr Gylfa-
dóttir, framkvæmdastjóri Fjöl-
miðlanefndar. „Við vorum búin
að ákveða að fara í þetta en í ljósi
þess sem er búið að vera að ger-
ast, þá er náttúrulega farið í þetta
strax.“
Fram kom um helgina að ritstjóri
DV, Reynir Traustason, fékk lánað-
ar 15 milljónir króna frá útgerðar-
manninum Guðmundi Kristjánssyni
á síðasta ári en Reynir neitar því að
lánið hafi haft áhrif á fréttaskrif DV
um mál Guðmundar.
Atli Þór Fanndal, fyrrverandi
blaðamaður DV, greindi frá því um
helgina að hann hygðist upplýsa Fjöl-
miðlanefnd um það sem hann vissi,
en hann skrifaði talsvert um sjávar-
útvegsmál fyrir blaðið. Elfa og Atli
ræddu saman í gær en hún segir að
þær upplýsingar sem hann kom á
framfæri hafi ekkert með ákvörðun
nefndarinnar að gera. „Ekkert form-
legt erindi hefur borist frá Atla eða
gögn,“ segir Elfa Ýr. - bá
Óskað eftir nýjum upplýsingum í kjölfar umræðu um lán útgerðarmanns til ritstjóra DV í fyrra:
Fjölmiðlanefnd flýtir skoðun á eignarhaldi
ÓSKAR EFTIR UPPLÝSINGUM Elva Ýr
segir samtal sitt við Atla Þór ekkert hafa
með ákvörðun nefndarinnar að gera.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Við vissum að við vorum
ekki með nýjar upplýsingar
um eignarhald DV.
Elfa Ýr Gylfadóttir,
framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.
FÓLK Yoko Ono hefur tilkynnt að
Jón Gnarr, fyrrverandi borgar-
stjóri, sé einn fjögurra sem hljóta
Lennon Ono-friðarverðlaunin
árið 2014.
Afhending fer fram í Reykja-
vík þann 9. október næstkomandi.
Í tilkynningu á Facebook-síðu
Ono segir að Jón hafi sýnt fram á
að stjórnmál séu í þágu fólks og í
höndum þess. Jón hlýtur verð-
launin ásamt Jann Wenner, einum
stofnanda og útgefanda tímarits-
ins Rolling Stone, Jeremy Gilley,
upphafsmanni samtakanna Peace
One Day, og Doreen Remen og
Yvonne Force Villareal, stofnend-
um Art Production-sjóðsins.
- aí
Jón Gnarr verður heiðraður:
Hlýtur friðar-
verðlaun Ono