Fréttablaðið - 02.09.2014, Síða 10
2. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10
Ég er
bjartsýnn fyrir
hönd tækni-
geirans.
Þór Sigfússon,
framkvæmdastjóri Ís-
lenska sjávarklasans.
ATVINNUMÁL Íslensk skipasmíða-
iðn er að lognast út af, segir Sævar
Birgisson, skipatæknifræðingur
hjá fyrirtækinu Skipasýn, sem
hannar skip. „Hún er að deyja út,“
segir hann.
HB Grandi tilkynnti í gær að
fyrirtækið hefði skrifað undir
samning um smíði þriggja nýrra
ísfisktogara. Þeir eru hannaðir
hér en smíðaðir í Tyrklandi, ásamt
tveimur öðrum skipum sem fyrir-
tækið hefur nú þegar samið um.
Sævar segir að hér sé tiltölulega
öflug bátasmíði á plastbátum og
minni bátum sem ná allt upp í 15
tonn. „En allt þar fyrir ofan er nátt-
úrlega núll. Við erum alveg búin að
missa þetta niður,“ segir hann.
Skipasýn hefur þó haft verkefni
við að hanna skip, bæði fyrir inn-
lenda aðila og erlenda, sem smíð-
uð eru erlendis. Meðal annars er
verið að hanna skip sem smíðað er
í Kína fyrir vinnslustöðina. Sævar
telur að það sé tímaspursmál hve-
nær hönnunin fer líka, því þekk-
ingin sé að minnka. „Það eru einn
eða tveir sem hafa komið, mennt-
aðir skipatæknifræðingar eða
skipaverkfræðingar á undanförn-
um árum,“ segir hann. Hann segir
að skipasmíðastöðvarnar sem hafi
verið hér, á borð við Stálvík og
Slippstöðina, hafi orðið til þess að
skipatæknifræðingar hafi skotið
upp kollinum, en það sé liðin tíð.
„Við erum allir að verða eldgamlir
karlar í dag,“ segir hann.
Þór Sigfússon, framkvæmda-
stjóri Íslenska sjávarklasans, horf-
ir allt öðrum augum á málið en
Sævar. Hann segir að samningar
hér heima hafi verið þannig að það
hafi verið hönnun eða hönnunar-
ráðgjöf á Íslandi. Skipin hafi síðan
verið smíðuð erlendis. „Ég held að
þekkingin sé til staðar það þarf
bara að nota hana ennþá á meira,“
segir Þór. Íslensku fyrirtækin séu
þó ekki samkeppnisfær í smíði á
skipsskrokkum. „Ég hef enga trú
á því að það verði partur af fram-
tíðarsýninni. Það er miklu frekar
eins og Norðmenn hafa gert þetta.
Þeir láta smíða skrokkana úti og
svo fylla þeir skipin með norskum
tæknibúnaði,“ segir hann.
„Ég er bjartsýnn fyrir hönd
tæknigeirans,“ bætir Þór við og
bendir á að fyrirtækið Navís, sem
er í húsi Íslenska sjávarklasans, sé
komið í samstarf við ungan Íslend-
ing sem er að læra skipaverkfræði
í Svíþjóð.
Hann þvertekur fyrir það að
skipasmíðin sé að deyja út. „Við
erum að fara að klára grein-
ingu og okkur sýnist að velt-
an hér heima í tæknigreininni
hvað viðkemur skipum hafi
aukist á síðustu misserum.“
jonhakon@frettabladid.is
Öll nýju skipin eru
smíðuð erlendis
HB Grandi hefur samið um smíði þriggja nýrra skipa, sem verða framleidd erlend-
is. Skipatæknifræðingur segir að smíði stálskipa hér sé að deyja út. Forstöðumað-
ur Íslenska sjávarklasans segir næga þekkingu til staðar sem þurfi að nota meira.
REYKJAVÍKURHÖFN Það er ólíklegt að í framtíðinni verði skipskrokkar smíðaðir á
Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
PÓLLAND, AP Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands,
segir nauðsynlegt að stöðva stríðið í Úkraínu sem allra
fyrst, til þess að sagan frá 1939 endurtaki sig ekki.
Þetta sagði hann í ávarpi sínu í Póllandi í gær, þegar
þess var minnst að 75 ár voru liðin frá því seinni heims-
styrjöldin hófst með innrás Þjóðverja. Rúmlega hálfum
mánuði síðar réðust Sovétríkin inn í Pólland.
Hann sagði leiðtoga Evrópu þurfa að draga þann lær-
dóm af fortíðinni að barnsleg bjartsýni sé varhugaverð:
„Það er enn tími til þess að stöðva alla þá sem í Evrópu
og annars staðar í heiminum eru farnir aftur að nota
ofbeldi, aflsmun og árásir sem pólitísk vopn.“
Ítalska dagblaðið La Republicca skýrði frá því að á
leiðtogafundi Evrópusambandsins á laugardaginn var
hafi Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar
ESB, skýrt frá símtali sínu við Vladimír Pútín Rúss-
landsforseta þann sama dag.
Þar hafi Pútín sagt: „Ef ég vildi þá gæti ég tekið
Kænugarð á tveimur vikum.“ Þýska vikuritið Der
Spiegel sagðist í gær hafa fengið staðfestingu á því, að
hann hefði sagt þetta. - gb
Pólverjar minnast þess að 75 ár eru liðin frá innrás Þjóðverja í landið:
Tusk varar við endurtekningu
DONALD TUSK Forsætisráðherra Póllands tekur í vetur við
stöðu forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
➜ Það eru einkum ungir
karlar í stærstu borgunum
sem fara að brjóta reglurnar
þegar þeir taka til starfa.
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Kletthálsi 7, Reykjavík
Fuglavík 18, Reykjanesbæ
Afsláttur af MÚRBÚÐARVERÐI
Allt náttúrusteins
mósaík með
20% afslætti! 15% afsláttur af öllu plastparketi
8,3 mm
þykkt
8,3 mm
þykkt
Fösuð Eik Country 1.890pr.m2
Eik Natur Planki 1.790pr.m2 1.522
15%
afsláttur
15%
afsláttur
1.607
MIKIÐ
ÚRVAL
25/25
25 tegundir af flísum
með 25% afslæt
ti!
FLÍSAFJÖR!
HONG KONG, AP Tugir þingmanna
í Hong Kong voru með frammí-
köll og mótmæli á meðan Li Fei,
fulltrúi kínverskra stjórnvalda,
ávarpaði þingið þar í gær.
Hann reyndi þar að réttlæta
afskipti Kínastjórnar af fyrirhug-
uðum kosningum í Hong Kong, en
til stóð að kjósa þar í fyrsta sinn
leiðtoga í beinu kjöri almennings.
Li sagði það geta orðið of flókið
fyrir kjósendur ef frambjóðend-
ur yrðu of margir og hver sem er
fengi að bjóða sig fram.
Kínastjórn hafði ákveðið að
frambjóðendur þyrftu að stand-
ast ákveðin skilyrði, sem myndi
um leið tryggja að ákafir lýðræð-
issinnar ættu í reynd enga mögu-
leika á að bjóða sig fram. - gb
Kínverjar reyna að herða tökin á Hong Kong:
Kosningar of flóknar
MÓTMÆLI Á ÞINGI Þingmenn voru með frammíköll meðan fulltrúi Kínastjórnar
reyndi að réttlæta afskipti af fyrirhuguðum kosningum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LÖGREGLUMÁL Meirihluti nýút-
skrifaðra lögreglunema í Svíþjóð
hyggst fara í einu og öllu eftir
reglum um samskipti við meinta
afbrotamenn þegar þeir taka til
starfa.
Eftir rúmt ár í starfi fara sumir
þeirra að brjóta umgengnisreglurn-
ar og hegða sér svolítið eins og lög-
reglumaðurinn í kvikmyndunum
um Dirty Harry. Þetta eru niður-
stöður rannsóknar við félagsfræði-
deild Linnèháskólans í Växjö, sem
greint er frá á vefnum forskning.no.
Fylgst var með 24 lögreglunem-
um frá því að þeir hófu nám og
eftir að þeir voru teknir til starfa.
Einnig voru tekin viðtöl við lög-
reglumenn um hegðun starfsfélaga
þeirra. Mörgum fannst framkoma
starfsfélaga óþarflega harðneskju-
leg gagnvart fíklum eða öðrum
sem voru handteknir og grunaðir
um lögbrot. Þeim sem gáfu þessi
svör fannst óþægilegt að vinna við
þessi skilyrði.
Það eru einkum ungir karlar
í stærstu borgunum sem fara að
brjóta reglurnar þegar þeir taka
til starfa. Eldri lögreglumenn í
litlum bæjum fylgja frekar regl-
unum og það gera einnig lögreglu-
konur.
Árni Sigmundsson, yfirlögreglu-
þjónn og deildarstjóri grunnnáms-
deildar Lögregluskóla ríkisins,
segir skólann hér taka þátt í sam-
evrópskri rannsókn um inntöku,
nýnema, lögreglumenntun og starfs-
frama í lögreglunni. „Tilgangurinn
er að komast að því hvaða þættir, ef
einhverjir, einkenna þá sem hefja
lögreglunám og hvort, og þá hvern-
ig, námið og starfið breytir ein-
staklingum hvað varðar gildismat,
viðhorf og væntingar. Rannsóknin
hófst 2011 og henni er ekki lokið,“
segir hann. - ibs
Niðurstöður rannsóknar á viðhorfum sænskra lögreglunema og lögreglumanna til starfsreglna:
Líkjast svolítið Dirty Harry eftir ár í starfi
DIRTY HARRY Ungir sænskir lög-
reglumenn hegða sér sumir eins og
kvikmyndalöggan Dirty Harry.
NORDICPHOTOS/GETTY