Fréttablaðið - 02.09.2014, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 2. september 2014 | SKOÐUN | 13
HEILSA
Teitur
Guðmundsson
læknir
Flestir þekkja einhvern sem er
dapur, vonlaus, fullur af vanlíð-
an og sér ekki birtuna í kringum
sig. Viðkomandi getur verið náinn
manni eða í nærumhverfi eins og
til dæmis í vinnu eða skóla. Sumir
telja sig jafnvel sjá utan á fólki
hvernig því líður án þess að hafa átt
samskipti við það. Ýmis teikn geta
bent til þessa, líkamstjáning og
margt fleira. Það ætti þó að varast
að dæma um slíkt nema hafa frek-
ari vísbendingar og þá sérstaklega
átt samtal við viðkomandi. Ástæð-
ur þess að fólki líður illa eru marg-
víslegar og það eru einstakling-
arnir líka, því hlýtur það að vera
að orsakir fyrir þunglyndi séu fjöl-
þættar.
Oft finnur einstaklingur sjálfur
fyrst og fremst fyrir þeirri van-
líðan sem fylgir þunglyndi, en
umhverfi hans, fjölskylda og vinir
átta sig líka á breytingum. Það
getur þó verið býsna dulið og þá
má með sanni segja að áhugi eða
næmi fyrir líðan fólks í kringum
sig er mjög mismunandi milli ein-
staklinga. Þetta leiðir til þess að
greining og meðferð getur tafist
og jafnvel komið of seint, en þekkt
er að sjálfsvíg eru tíðari í hópi ein-
staklinga sem finna engan tilgang
með tilveru sinni. Opin umræða um
þunglyndi á síðastliðnum árum og
fræðsla um sjúkdóminn hefur gert
það að verkum að það er ekki leng-
ur samfélagsleg afneitun að hann
sé til. Í dag sjáum við að andleg-
ir sjúkdómar eru mjög al gengir,
þunglyndi og kvíði eru í farar-
broddi þeirra og stór hluti þeirra
sem glíma við örorku gera það ein-
mitt fyrst og fremst vegna slíks
vanda.
Misræmi í boðefnaskiptum
Greining þunglyndis fer fyrst og
fremst fram með samtali við fag-
aðila auk þess sem notaðir eru
staðlaðir spurningalist ar, það er
ekki til nein blóðrannsókn eða
röntgenmyndataka sem hjálpar og
læknisskoðun er alla jafna eðlileg.
Fyrir sumum eru þessi vandamál
því illa áþreifanleg og sumir jafn-
vel hræðast að taka á þeim, bæði
fagfólk sem aðrir. Í því ljósi er
áhugavert að horfa til þess að það
sem hefur verið talin meginástæða
þunglyndis sé misræmi í boðefna-
skiptum í heilanum. Sérstaklega
hef ur þar verið nefnt boðefnið ser-
otonin sem fyrirfinnst í miðtauga-
kerfinu en einnig í blóðflögum og
meltingar vegi og hefur verið tengt
vellíðan og hamingju auk ýmissa
annarra þátta.
Ein meginkenningin sem við
höfum starfað eftir varð andi
ástæður þunglyndis er að þetta
boðefni sé af skornum skammti
milli taugaenda í heilanum, með-
ferðin hefur því beinst að því að
auka það og eru öll nútíma þung-
lyndislyf meira og minna byggð á
þeim skilningi, svokölluð SSRI-lyf.
Til viðbótar við lyfjagjöf kemur
margvísleg samtals- og hugræn
atferlismeðferð, auk ráðlegginga
um hreyfingu og mataræði en
sumir eru þeirrar skoð unar að það
eigi að vera í forgrunni og lyfin
eingöngu notuð þegar ekki næst
viðunandi árangur. Þá hefur einn-
ig komið fram að lyfin taka lang-
an tíma að virka og virknin er oft
ekki nægjan lega góð miðað við
þann undirliggjandi vanda sem er
talinn liggja til grundvallar veik-
indum viðkomandi, sem sé skortur
á fyrrnefndu boðefni.
Rétta þarf stefnuna af
Nú hafa vísindamenn í Bandaríkj-
unum sett þessa kenningu á haus-
inn með því að efast um að þetta
boðefni skipti raunveru lega máli.
Þeir notuðust við músamódel sem
er oft gert sem forstig í slíkum
rannsóknum, þar sem búið var svo
um hnútana að mýsnar framleiddu
ekkert slíkt efni í líkamanum. Í
stuttu máli var niðurstaðan sú að
það skipti engu máli fyrir þung-
lyndi, depurð eða hegðun þeirra.
Ýmis hegðunarpróf og áreitispróf
voru skoðuð í þessu samhengi auk
þess sem mýsnar voru meðhöndl-
aðar með SSRI-lyfjum sem breyttu
engu um hegðunarmynstur þeirra í
samanburði við frískar mýs. Frek-
ari rannsókna er auðvitað þörf áður
en of miklar ályktanir eru dregnar
af þessu.
En í ljósi þess að við erum að
glíma við þennan mikla vanda í
öllum vestrænum samfélögum
og þótt víðar væri leitað, gengur
okkur gengur ekki nægjanlega
vel að meðhöndla þennan sjúk-
dóm. Þrátt fyrir að við eyðum
milljörðum króna árlega í neyslu
þessara lyfja lætur árangurinn á
sér standa. Hagsmunir sjúklinga
eru miklir, en ekki síður þeirra
sem framleiða lyfin. Vandinn er
raunveru legur og niðurgreiðsla
úrræða annarra en lyfja er tak-
mörkuð hérlendis, sérstaklega til
sálfræðinga. Tímaskortur í heilsu-
gæslu og mannahallæri þar, sem
og hjá sérfræðingum á stofu, gerir
enn erfiðara fyrir og ef rétt reynist
að við séum á rangri braut í með-
höndlun þessa algenga kvilla með
ofangreindum lyfjum þarf heldur
betur að rétta af stefnuna.
Þunglyndi, með-
ferð á villigötum? Ritstjóri Fréttablaðsins sýndi mér þann sóma á Sprengisandi um helgina
að helga mér og skoð-
unum mínum nokkurn
hluta þáttarins án þess
þó að leyfa mér að taka
þátt. Þekkt er að erfitt er
að eiga orðastað við fjar-
statt fólk. Í leiðara Frétta-
blaðsins í gær bætir hann
svo um betur og leggur út
af gagnrýni Margrétar
Kristmannsdóttur kaup-
konu í nefndum þætti og kemst að
því að dæmi sem ég tók í nýlegri
grein minni sé kolrangt.
Fyrst af öllu gleðst ég yfir
því að vöruverð á Íslandi og
þróun þess sé komin á dagskrá.
Það er löngu tímabært að tekin
sé vönduð umræða um vöru-
verð og rekstur verslunar því
hvort tveggja hefur mikil áhrif
á afkomu okkar allra. Fyrst af
öllu um þá fullyrðingu að 5%
verðlækkun innfluttra vara
lækki vísitölu neysluverðs um
2%. Innflutt vara vegur um 35%
af neysluvísitölunni, 5% lækkun
hennar lækkar vísitölu neyslu-
verðs um 2%. Þessi niðurstaða er
fengin með aðstoð starfsmanna
Hagstofunnar.
Verðtryggð lán heimilanna
nema nú 1700 milljörðum, 2% af
þeirri upphæð eru 34 milljarðar.
Rangt dæmi. Það held ég hreint
ekki.
Önnur fullyrðing sem fram
kom í grein minni fór fyrir
brjóstið á kaupkonunni.
Það er að styrking krónu
skili sér ekki inn í vöru-
verð en veiking skili sér
strax. Þessi fullyrðing er
komin frá starfsmanni
greiningarfyrirtækis
sem hefur það að aðal-
starfi að fylgjast með
verðbreytingum og áhrif-
um þeirra. Rangt dæmi.
Það held ég hreint ekki.
Nægir ekki sem afsökun
Undanfarin misseri hefur
íslenska krónan styrkst um 13%
að meðaltali gagnvart helstu
viðskiptamyntum. Á sama tíma
hefur vörukarfa í íslenskum
verslunum hækkað að undan-
teknum verslunum Bónuss þar
sem hún hefur lækkað um 3%.
Launahækkanir sem vitnað var
til eru væntanlega 2,85%. Ekki
nægir það sem afsökun fyrir að
lækka ekki vöruverð.
Kaupkonan sagði verð birgja
í útlöndum hækka tvisvar á ári.
Samt er verðbólga í evruríkj-
unum í sögulegu lágmarki, í
kringum hálft prósent. Íslensk
verslun hlýtur að njóta stórum
verri kjara en verslun í Evrópu
samkvæmt þessu. Hvað ætli
valdi því? Nú er rétt að benda
á góðu fréttirnar. IKEA treyst-
ir sér til að lækka vöruverð um
5% væntanlega vegna þess að
sænsk króna hefur veikst gagn-
vart íslenskri um rúm 16% síðan
í febrúar í fyrra. Þessu ber að
fagna þótt skrefið sé stutt. Hvað
dvelur önnur verslunarfyrir-
tæki?
Ritstjórinn hvetur þann sem
hér ritar að taka til hendinni á
Alþingi. Ég þakka hvatninguna
en það þarf ekki að hvetja þenn-
an þingmann. Þessi þingmaður
hyggst beita sér fyrir bættum
samkeppnislögum. Þessi þing-
maður styður ríkisstjórn sem
hefur afnám verðtryggingar á
stefnuskrá sinni. Þessi þingmað-
ur styður ríkisstjórn sem ætlar
að taka til í ríkisrekstri, að hafa
hér hallalaus fjárlög, að bæta
hagstjórn.
Jú, niðurstaðan var rétt en
dæmið alls ekki rangt. Ég hvet
ritstjórann til áframhaldandi
umfjöllunar um vöruverð og
verslun, gjarnan frá öllum hlið-
um. Full þörf er á!
„Dæmið er rangt, niðurstaðan rétt“
Ástæður þess að
fólki líður illa eru
margvíslegar og það eru
einstaklingarnir líka, því
hlýtur það að vera að
orsakir fyrir þunglyndi séu
fjölþættar.
FJÁRMÁL
Þorsteinn
Sæmundsson
þingmaður Fram-
sóknarfl okks
➜ Þessi þingmaður hyggst
beita sér fyrir bættum sam-
keppnislögum. Þessi þing-
maður styður ríkisstjórn
sem hefur afnám verðtrygg-
ingar á stefnuskrá sinni.
Þessi þingmaður styður
ríkisstjórn sem ætlar að taka
til í ríkisrekstri, að hafa hér
hallalaus fjárlög, að bæta
hagstjórn.
Kúnninn tapar alltaf
Í gamla daga fórum við í bankann og afgreiddum
okkar mál með bankastarfsfólki. Kostaði auð-
vitað vinnu starfsfólks. Nú sitjum við heima og
afgreiðum okkar mál gegnum tölvu. Kostar enga
vinnu starfsfólks og sparar bankanum nokkurn
pening. Eðlilegt framhald væri, að nýju samskiptin
leiddu til verðlækkunar á þjónustu. En slíkt dettur
bankastjórum aldrei í hug. Aldrei. Banksterar fara
bara hina leiðina og hækka verð þjónustunnar hjá
þeim, sem enn nota gamla mátann. Þannig sparar
bankinn á annan veginn og krækir í aukatekjur á
hinn veginn. Banksterar hafa auðvitað samráð um
samsærið, þannig eru banka-„viðskipti“ á Íslandi í dag.
jonas.is
Jónas Kristjánsson
AF NETINU
Stórtónleikar
í Eldborg Hörpu
12. september 2014
kl. 21.00
Fjölmörg af stærstu nöfnum íslenskrar
tónlistar sameinast í minningu um
orgelmeistarann Karl J. Sighvatsson
FLOWERS
Björgvin Halldórsson og Jónas R. Jónsson
MANNAKORN
Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiríksson
TRÚBROT
Gunnar Þórðarson og Magnús Kjartansson
MEGAS
HJALTALÍN
Högni Egilsson og Sigríður Thorlacius
APPARAT ORGAN KVARTETT
ÓLAFUR ARNALDS
Allur ágóði af tónleikunum rennur til Minningarsjóðs Karls J.
Sighvatssonar sem styrkir ungt tónlistarfólk til náms.
Miðasala á midi.is og harpa.is
Styrktaraðilar Karlsvöku: