Fréttablaðið - 02.09.2014, Page 16
FÓLK|HEILSA
■ Forðastu margmenni meðan
flensan er að ganga eða haltu í
það minnsta nokkurri fjarlægð
milli þín og annarra á þessu tíma-
bili til dæmis 1,5-2 metrum.
■ Þeir hlutar líkamans sem eru
hvað næmastir fyrir kulda eru
hendur, fætur, háls og höfuð.
Ekki láta þér því verða kalt á
þessum stöðum.
■ Inflúensuveiran lifir á yfirborði
í allt að 48 tíma. Handþvottur
er mikilvægur í baráttunni við
flensuna. Þvoðu hendurnar með
heitu vatni og sápu í 15 til 20 sek-
úndur, oft á dag.
■ Notaðu bréfþurrkur þegar þú
hóstar og hnerrar og hentu þeim
beint í ruslið.
■ Varastu að snerta á þér nefið
og munninn nema hendurnar
séu hreinar. Þetta eru svæðin þar
sem veiran kemst auðveldlega
inn í líkamann.
■ Hrár hvítlaukur er talinn öfl-
ugur í baráttunni við kvef og
flensu. Það gæti reynst vel að
smyrja hvítlaukssafa í nasirnar
(gæti sviðið undan) eða tyggja
hvítlauk, en það þarf ekki að
kyngja honum.
■ Tvö hundruð grömm af hreinni
jógúrt á dag eru talin minnka
sóttnæmi gagnvart kvefi og
flensu.
■ Vatn er mikilvægt fyrir sterkt
ónæmiskerfi. Það hreinsar líkam-
ann og skolar út eiturefnum.
■ Tómatar, sítrusávextir, papr-
ika, brokkólí, hnetur og kívi inni-
halda mikið C-vítamín.
■ Reykingar auka áhættuna á að
fá flensu.
Heimildir:
emedexpert.com
landlaeknir.is
SLEGIST VIÐ SLENIÐ
Inflúensan er árlegur gestur á tímabilinu október til
mars. Hún er tvo til þrjá mánuði að ganga yfir og
smitast mjög auðveldlega milli manna.
HANDÞVOTTUR Þvoðu hendurnar með heitu vatni og sápu í 15 til 20 sekúndur oft á
dag, til að minnka líkur á inflúensusmiti.
Daníel Smári Guðmundsson frjálsíþróttakappi tók þátt í sínu fyrsta Evrópumóti
öldunga í frjálsum íþróttum í síð-
ustu viku en mótið fór fram í Izm-
ir í Tyrklandi. „Ég náði fjórða sæt-
inu í 3000 metra hindrunarhlaupi
sem er um það bil sá árangur sem
ég bjóst við. Aðstæðurnar voru
erfiðar, 34°C hiti þegar hlaupið
fór fram en ég er ekki vanur að
hlaupa í svo miklum hita.“
Daníel var í landsliði Íslands í
frjálsum íþróttum á sínum yngri
árum og keppti þá í 3000 metra
hindrunarhlaupi. „Ég hef ekki
keppt í þessari grein í tæp fimm-
tán ár. Þetta var mín sérgrein
á árum áður og ég var nokkuð
framarlega þegar ég var upp á
mitt besta. Til dæmis átti ég ann-
an besta tíma ársins í heiminum í
flokki 38 ára þegar ég var á þeim
aldri. Ég var því lengi að bæta
mig, flestir hætta að bæta sig eftir
35 ára. Ég var alltaf að bíða eftir
að ég yrði fertugur svo ég yrði
gjaldgengur á Evrópu- og Heims-
meistaramót öldunga en síðan
tók annað við í lífinu sem hafði
forgang og ég fór í fyrsta skipti á
Evrópumót nú fyrir viku síðan, að
verða 53 ára,“ segir Daníel.
ÓRAUNHÆFT MARKMIÐ
Hann ákvað í fyrra að láta
gamlan draum rætast og stefnir
á að verða heimsmeistari í 3000
metra hindrunarhlaupi öldunga á
Heimsmeistaramótinu sem fram
fer í Lyon á næsta ári. „Þetta er
kannski óraunhæft markmið en
markmið verða að vera óraunhæf
til að árangur náist. Ég hef verið
að hlaupa maraþon og fjallahlaup
eins og gengur og gerist og hef í
raun aldrei hætt að hlaupa. Ég er
af fyrstu kynslóð íslenskra hlaup-
ara sem hafa hlaupið alla sína tíð
en ég byrjaði að æfa markvisst
fyrir Heimsmeistaramótið fyrir
rúmu ári.“
Fram undan hjá Daníel eru stíf-
ar æfingar en þegar hann ákvað
að elta drauminn setti hann upp
tveggja og hálfs árs plan. „Þegar
maður byrjar að æfa frjálsar aftur
af viti eftir svona langan tíma
þarf að fara aftur í grunninn, til
að ná styrk og liðleika. Það er líka
mikilvægt að æfa ekki of mikið, ég
til dæmis hef aldrei verið svona
gamall áður og veit því ekki hvað
má leggja á svona gamlan mann
til að fara ekki yfir strikið,“ segir
Daníel á léttu nótunum.
ENGINN JAFN GAMALL KEPPT
Daníel hefur átt Íslandsmet í
mörgum greinum, svo sem 800
metra, 1500 metra, 5 og 10 kíló-
metra hlaupum og 3000 metra
hindrunarhlaupi í nokkrum ald-
ursflokkum. „Ég byrjaði að setja
Íslandsmetin í þessum greinum
og svo hafa einhverjir komið á
eftir og bætt einhver þeirra. Það
má segja að ég hafi að mörgu leyti
skrifað söguna í þessum aldurs-
flokkum og verið hvatning fyrir
þá sem komu á eftir til að bæta
metin. Ég geri stundum grín að
því að aldrei hefur jafn gamall
maður hlaupið hindrunarhlaup á
Íslandi fyrr eða síðar og því ekki
nema von að ég eigi Íslandsmetið
því það hefur enginn annar keppt
í greininni,“ segir hann og hlær.
■ liljabjork@365.is
ELTIR ÆSKUDRAUMINN SINN
ÍÞRÓTTIR ÖLDUNGA Daníel Smári Guðmundsson stefnir á að verða heimsmeistari í hindrunarhlaupi á næsta ári. Hann er
nýkominn heim af Evrópumeistaramóti öldunga í Tyrklandi þar sem hann náði ágætis árangri.
Á FERÐ Daníel hefur æft hlaup alla sína
tíð og segist líða illa ef hann stoppar.
Í TYRKLANDI Daníel keppti á sínu fyrsta Evrópumóti öldunga á dögunum. AÐSENDAR MYNDIR
Lágmúla
Laugavegi
Nýbýlavegi
Smáralind
Smáratorgi
Borgarnesi
Grundarfirði
Stykkishólmi
Búðardal
Patreksfirði
Ísafirði
Blönduósi
Hvammstanga
Skagaströnd
Sauðárkróki
Húsavík
Þórshöfn
Egilsstöðum
Seyðisfirði
Neskaupstað
Eskifirði
Reyðarfirði
Höfn
Laugarási
Selfossi
Grindavík
Keflavík
20% afsláttur í september
ibuxin rapid
Fæst hjá okkur án lyfseðils
Fluconazol
ratiopharm
Naso-ratiopharm
400 mg hraðvirkt ibuprofen
10 töflur og 30 töflur
150 mg fluconazol
1 hylki til inntöku
Xylometazolin hýdróklóríð
0,5 mg/ml og 1 mg/ml
10 ml nefúði