Fréttablaðið - 02.09.2014, Síða 30
FRÉTTABLAÐIÐ
BÍLAR12 2. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR
Næsta kynslóð rafmagnsbílsins
Nissan Leaf á að geta komist 290
kílómetra á hverri hleðslu rafmagns.
Núverandi Leaf kemst 135 kílómetra
svo sá nýi bætir 115% um betur og
munar um minna. Nýr Nissan Leaf
verður kynntur árið 2016 og verður
hann búinn gerbreyttum rafhlöðum.
Núverandi Leaf notar lithium-ion-
rafhlöður en sá nýi verður útbúinn
rafhlöðum sem byggjast á annarri
tækni. Þessar nýju rafhlöður verða
einnig notaðar í fyrsta rafmagns-
bílnum frá lúxusarmi Nissan, Infi nity.
Nissan mun líklega bjóða Leaf með
mismunandi drægni þar sem sá sem
kemst lengst verður talsvert dýrari en
núverandi Leaf. Nissan hefur reynslu
af því að auka sölu Leaf-bílsins
með mislangdrægum útfærslum,
en hún jókst mjög þegar Nissan
kynnti skamm drægari Leaf í fyrra.
Nissan ætlar í leiðinni að breyta útliti
Leaf verulega og verður hann líkari
venjulegum fólksbílum og fremur
framúrstefnulegur, eins og hér sést.
Nýr Nissan Leaf
kemst 290 km á hleðslunni
Einn stærsti álframleiðandi í
heiminum, Novelis Inc., spáir
því að notkun áls hjá bílafram-
leiðendum muni þrefaldast á
næstu sex árum. Núna notar
bílaiðnaðurinn 9% af öllu
framleiddu áli, en spá Novelis
gerir ráð fyrir að sú tala fari
upp í 25% árið 2020. Stærsti
hluti álframleiðslu heimsins í
dag fer í einnota áldósir fyrir
drykkjarvöru og nemur 60%
álframleiðslunnar. Hún færi
niður í 50% ef spá Novelis um
aukna notkun í bíla stenst.
Gríðarlegt magn áls fer nú í
framleiðslu á söluhæsta bíln-
um í Bandaríkjunum, Ford
F-150-pallbílnum og sú ákvörð-
un Ford að nota mikið ál í hann
í stað stáls gæti haft keðju-
verkandi áhrif til aukinn-
ar notkunar þess. Land Rover
er nú að auka mjög notkun
áls í bíla sína og Audi hefur
til langs tíma notað mikið ál
í sína bíla. Mikil pressa er á
bílaframleiðendum að minnka
eyðslu og losun eiturefna í
bílum sínum og ein einfaldasta
aðferðin er að létta bílana með
notkun áls í stað stáls.
Spá þreföldun
álnotkunar í
bíla til 2020
Þó svo að framleiðsla hins of-
ursparneytna bíls XL1 frá
Volkswagen sé afar takmörk-
uð í fyrstu hefur Volkswagen
hug á því að taka framleiðslu
hans á næsta stig. Það fæli í
sér að framleiða hann fyrir
fjóra farþega og þá með fern-
um dyrum. XL1 eyðir svo litlu
sem 0,9 lítrum á hverja hundr-
að kílómetra, vegur aðeins 794
kíló, en tekur aðeins tvo far-
þega. Nýr fjögurra sæta XL1
myndi vega aðeins meira, en
þó ekki nema 940 kíló, eða
svipað og nýr Volkswagen
up! Heyrst hefur að nýr fjög-
urra sæta XL1 fengi heitið
XL2 og það er sjálfur forstjóri
Volkswagen, Ferdinand Piëch,
sem mestan áhuga hefur á
að framleiða hann. Hann vill
viðhalda ímynd Volkswagen
sem brautryðjanda í fram-
leiðslu á ofursparneytnum
bílum. Honda mun á næsta ári
setja á markað ofursparneyt-
inn bíl sem bera mun heitið
Honda FCEV og það gæti haft
áhrif á ákvörðun Volkswagen
um frekari þróun XL1-bílsins.
Hætt er við því að Volkswagen
þurfi að lækka verulega fram-
leiðslukostnað XL2, en núver-
andi XL1 kostar 17,2 milljónir
króna og því verður hann seint
einhver magnsölubíll.
Volkswagen
XL1 með 4
dyrum og
sætum
Bí
ll
á
m
yn
d:
C
he
vr
ol
et
C
ru
ze
L
TZ
GERÐU BETUR VIÐ ÞIG
Opið alla virka daga frá 9 til 18
og laugardaga frá 12 til 16.
Verið velkomin í reynsluakstur.
SNIÐINN FYRIR ÞIG OG FJÖLSKYLDUNA
VERÐ: 3.190 ÞÚS.
ENNÞÁ MEIRA FYRIR
AÐEINS 190 ÞÚSUND