Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.09.2014, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 04.09.2014, Qupperneq 52
4. september 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 40 Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2 og K100,5. Auk þess er tekið mið af sölu og spilun á Tónlist.is og spilun á Spotify. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, Samkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Lucky Records, Vefverslun Record Records, N1 og tonlist.is LAGALISTINN TÓNLISTINN 28.08.2014 ➜ 03.09.2014 1 George Ezra Budapest 2 Prins Póló París norðursins 3 Sia Chandelier 4 Kaleo All The Pretty Girls 5 Milky Chance Stolen Dance 6 Valdimar Læt það duga 7 Sam Smith I’m Not The Only One 8 Nico & Vinz Am I Wrong 9 Tove Lo Habits (Stay High) 10 Sam Smith Stay With Me 1 Low Roar 0 2 Kaleo Kaleo 3 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music Vol. 2 4 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music 5 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 6 Mammút Komdu til mín svarta systir 7 Samaris Silkidrangar 8 Ýmsir Icelandic Folksongs and Other Favorites 9 GusGus Mexico 10 Of Monsters And Men My Head Is An Animal Lee Hurst @2010LeeHurst 22. ágúst #AskIslamicState Hvenær búist þið við að Caliphate opnist fyrir ferðamenn? Chris Long @ChrisLong193 3. september #AskIslamicState Hafið þið einhvern tímann drepið ein- hvern sem var ekki handjárnaður fyrir aftan bak? Steve McStove @bakedstove 31. ágúst #AskIslamicState Ætti ég að hafa vanillu- eða súkkul- aðiköku á afmælinu mínu? Farhaan @PremierBankshot 31. ágúst #AskIslamicState Af hverju er T í Tsunami? Liars Never Win @liars_never_win 29. ágúst Hvar í Kóraninum stendur að maður eigi ekki að nota svitalykt- areyði? #AskIslamic- State John F Smith Jr @johnfsmithjr 27. ágúst #AskIslamicState, þetta með 72 hreinar meyjar, eru það konur eða geitur? Kassamerkið #Ask- IslamicState er mjög heitt á Twitter en tíst sem merkt eru því gera grín að öfgasamtökunum IS. Upphafsmaður þessa gríns er talinn vera spéfuglinn Lee Hurst. Trend á Twitter Tístarar gera stólpagrín að öfgasamtökunum IS ENDURNÆRIST AF GÓÐRI ORKU „Snilldin við þetta er að þú getur gert þetta á þínum eigin hraða, þoli og styrk, þetta hentar hvaða líkamsformi og aldri sem er. Það eru engin hopp eða slíkt, svo álag á hné og mjóbak er ekki vandamál. Ég hef haft allt frá átján ára upp í sjötugt í tíma hjá mér,“ segir Unnur Pálmars- dóttir sem kynnir nýtt líkamsræktarkerfi hannað af henni sjálfri. Kick-Fusion er byggt á kikkboxi og tabatalotum, þar sem unnið er með hámarksákefð í stuttan tíma en það tryggir mikla brennslu og góðan eftirbruna. Hún hefur unnið að hönnun kerfisins í nokkur ár og kennt við góðar undirtektir erlendis. Unnur lofar miklum svita, brennslu og gleði á námskeiðinu. Hvað? Lokuð Kick-Fusion námskeið. Innifalið matarprógramm og aðgangur að tækjasal. Hvar? World Class Laugum mánudaga og miðvikudaga kl. 17.30, World Class Seltjarnarnesi þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18.20. Hverjir? Allir aldurshópar velkomnir. JÓGA Í ÞYNGDARLEYSI „Aerial yoga er fyrst og fremst skemmtilegt,“ segir Arna. „Þótt þú hangir í slæðunum þá er ekkert að óttast, það er algjör óþarfi að ríghalda sér í. Hlutverk bandanna er að styðja við líkamann og hjálpa honum þannig að komast dýpra í jógastöðurnar og ná betra flæði. Svo er þetta bara umfram allt skemmtilegt og maður upplifir svo mikla barnslega gleði við það að hanga í böndunum, það gefur manni svo mikið.“ Margrét Arna Arnardóttir er eigandi B yoga og hefur kennt Aerial yoga á Íslandi síðan í janúar. Hún segir þessa tegund af jóga einstaklega skemmtilega og hvetur alla til þess að prófa. „Það er ekkert að ótt- ast, tíminn snýst ekki um að hanga á hvolfi allan tímann, heldur ná dýpri teygjum, jöfnu jógaflæði og góðri slökun,“ segir hún. Hvað? Jóga þar sem notast er við silkibönd og hangið í þeim. Hvar? B yoga, Nethyl 2. Hverjir? Hentar öllum. MÁLIÐ AÐ HRISTA SIG Í VETUR „Það nýjasta hjá okkur haust er gamla góða Jane Fonda- leikfimin, en kennarinn, hún Sigga Ásgeirs, hefur betrum- bætt kerfið og bætt nokkrum nýjum æfingum við,“ segir Bryndís Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Kramhúsinu. „Við bjóðum líka upp á Shaking eða Hristing sem er nýjasta æðið í Svíþjóð. Þar byrjum við á dansupphitun og förum svo í að hrista útlimina og náum þannig slökun í hvern þeirra,“ bætir hún við og segist finna fyrir auknum áhuga fyrir því að hreyfa sig og hafa líkamsræktina skemmti- lega umfram annað. „Beyoncé-námskeiðin eru alltaf jafn vinsæl, en fullt er á námskeiðin sem hefjast í næstu viku og er biðlisti eftir plássi,“ segir Bryndís en getur glatt aðdáendur námskeiðsins með því að haldin verða önnur námskeið strax að þessum loknum í október. Hvað? Jane Fonda, sex vikna námskeið tvisvar í viku. Hvar? Kramhúsið Skólavörðustíg. Hverjir? Allir sem vilja umfram allt hafa gaman af líkamsrækt- inni sinni. GLEÐI, ÞYNGDARLEYSI OG SLÖKUN Nú þegar hausta tekur byrja fl estir að huga að líkamsrækt að nýju og núna er skemmtun í aðalhlutverki. Lífi ð skoðaði hvað er í boði. LÍFIÐ VERIÐ VELKOMIN Í NETTÓ GRANDA OG MJÓDD DAG SEM NÓTT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.