Fréttablaðið - 13.09.2014, Page 22

Fréttablaðið - 13.09.2014, Page 22
13. september 2014 LAUGARDAGUR | HELGIN | 22 NÁÐAR- STUND eftir Hönnuh Kent, magnaða lýsingu á síðustu dögum Agnesar Magnúsdóttur, síðustu konunnar sem tekin var af lífi fyrir glæp á Íslandi. Á ÓTTU, nýja plötu Sólstafa. Þungarokk eins og það gerist best og hrífur jafnvel þá sem yfirleitt fíla ekki þungarokk. Á GLEÐIN ER SVÖRT, sýningu Kristínar Gunnlaugs- dóttur í innra-rýminu í Studio Stafni, Ingólfsstræti 6, sem verður opnuð klukkan 16 í dag. Þar sýnir Kristín ellefu nýjar vatnslitamyndir unnar á þessu ári. Sýningin er opin frá klukkan 14 til 17 alla daga til 21. september. HELGIN 13. september 2014 LAUGARDAGUR FARÐU HLUSTAÐU LESTU HORFÐU... ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 7 03 55 0 8/ 14 www.lyfja.is Fyrir þig í Lyfju www.lyfja.is Lægra verð í LyfjuNicorette Fruitmint, forðaplástrar og innsogslyf. Allar pakkningar og styrkleikar. 20% afsláttur Gildir út september. - Lifi› heil Á KVIKMYNDINA SKIPA- FRÉTTIR á RÚV klukkan 21.35 í kvöld. Áhrifamikil mynd um feðgin sem standa á tímamótum og hyggjast hefja nýtt líf á fornum slóðum. Saga er byggð á verðlaunahandriti eftir Annie Proulx. Aðalhlutverk: Kevin Spacey, Julianne Moore og Judi Dench. Stefán Máni Sigþórsson, rithöfundur Breiðafj arðarþorskur og veikur köttur „Ég verð með rokklingunum mínum. Við þurfum meðal annars að fara með veikan kött til dýra- læknis. Hlustum án efa á nýju Sólstafaplötuna, og svo kemur einn uppáhaldsfrændi í mat.“ Elliði Vignisson bæjarstjóri Fjárlögin og hlaup „Helgarnar eru annasamar á haustin. Mestan tíma ætla ég að taka í lestur fjárlaga. Þá spilum við Eyjamenn tvo evrópuleiki við lið frá Ísrael og á þá ætla ég að horfa. Á Laugardagskvöld tek ég á móti Sigmundi Davíð og hans fólki sem er hér í starfsmannaferð. Á sunnudaginn er síðan fundur með menntamálaráðherra um framtíð skóla- mála. Ég hef líka ákveðið að hlaupa að minnsta kosti 20 kílómetra, elda fyrir fjölskylduna og ef tími gefst ætla ég að djöflast á mótorkrosshjólinu mínu hér uppi á braut í nýja hrauninu. Sem sagt skemmtileg helgi fram undan.“ Rakel Mjöll Leifsdóttir, söngkona Styður systur sína „Ég ætla á myndlistaropnun systur minnar Ragnheiðar Hörpu í Kunstschlager, skála í kampavíni og dansa fram á rauðanótt.“ Erna Hrönn, söngkona Berst í blaki „Tek daginn í dag snemma þar sem ég ætla að keppa í blaki með liðinu mínu „Dýfunum“. Í kvöld er mér boðið í tvö fertugsafmæli og stíg trylltan dans fram á nótt. Á morgun verður svo að öllum líkindum hvíldardagur með familíunni.“ Það er margt líkt með okkur Línu,“ segir Ágústa Eva Erlendsdóttir sem leikur sterk- ustu stelpu í heimi í Borgarleikhúsinu. „Fyrir það fyrsta erum við báðar rauð- hærðar og svo eigum við báðar óvenjulega pabba. Minn er reyndar ekki sjóræningi heldur útskurðarmeistari og myndlistar- maður sem er ekkert heilagt og þeir sem hafa einhvern tíma hitt hann muna alltaf eftir honum.“ Melkorka Pitt, sem leikur Sollu stirðu í Latabæ í Þjóðleikhúsinu, tekur ekki alveg jafn djúpt í árinni um líkindi sín og pers- ónunnar sem hún túlkar en viðurkennir þó að þær eigi ýmislegt sameiginlegt. „Til dæmis það að reyna alltaf að líta á björtu hliðarnar og vera jákvæðar.“ Ágústa Eva upplýsir að hún hafi aldrei lesið bækurnar um Línu Langsokk og raunar lítið þekkt persónuna áður en hún fór að æfa hlutverkið. „Ég las ekki mikið af bókum þegar ég var stelpa. Heima var voða mikið verið að segja sögur og svo las systir mín eitthvað af bókum fyrir mig, en aldrei Línu. Okkur Línu kemur hins vegar mjög vel saman, enda er hún opin og frjáls- leg stelpa sem tekur sig ekki hátíðlega, sem er einmitt markmiðið hjá mér.“ Melkorka segist hins vegar hafa horft mikið á Latabæ þegar hún var barn. „Solla var reyndar ekki uppáhaldið mitt heldur Glanni glæpur, hann fannst mér æðislegur. Stefán Karl er líka svo ótrúlegur leikari og mér finnst mikill heiður að fá að leika með honum – og auðvitað öllum leikurunum í sýningunni.“ Búið er að sýna báðar sýningarnar nokkrum sinnum fyrir unga áhorfendur og þær Ágústa Eva og Melkorka eru sam- mála um að viðbrögð þeirra hafi farið fram úr björtustu vonum. „Maður hefur heyrt af mörgum börnum sem fara út grátandi yfir því að sýningin skuli vera búin,“ segir Ágústa Eva. „Og heyrt svona setningar eins og: Mamma, ég vil að þessi sýning endi aldrei!“ „Við höfum fengið slatta af krökkum á æfingar og þau hafa verið alveg rosalega ánægð,“ segir Melkorka. „Það hefur verið mjög gaman að fá viðbrögðin frá þeim.“ Ef að líkum lætur munu báðar sýning- arnar ganga fram á vor, eru þær stöllur til- búnar til að verja öllum helgum vetrarins á leiksviðinu? „Já, já já,“ segir Melkorka. „Þetta verður bara gaman og ég ætla að njóta þess á meðan það er.“ Ágústa Eva tekur í sama streng. „Já, svo sannarlega, þetta er svo svakalega gaman. Ég hlakka bara til.“ fridrikab@frettabladid.is Rauðhærðu stelpurnar rokka Lína Langsokkur verður á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu frá og með deginum í dag og á morgun leggur Solla stirða undir sig stóra svið Þjóðleikhússins í Ævintýri í Latabæ. Ágústa Eva Erlendsdóttir leikur Línu Langsokk og Melkorka Pitt leikur Sollu stirðu. Þær segjast báðar líkjast persónunum töluvert. STERKASTA STELPA Í HEIMI Ágústa Eva segir þær Línu eiga ýmislegt sameiginlegt. MYND/GRÍMUR BJARNASON SOLLA STIRÐA MEÐ FÉLÖGUM SÍNUM Í LATABÆ Melkorka Pitt segir það heiður að fá að leika á móti leikurunum í sýningunni. MYND/ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.