Fréttablaðið - 13.09.2014, Síða 45
atvinna Allar atvinnuauglýsingar vikunnar á visir.isSÖLUFULLTRÚAR Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441
Umsjón með starfinu hefur
Lind Einarsdóttir hjá Talent
Ráðningum, lind@talent.is
Umsóknarfrestur er til og með 24. september 201
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um
starfið á heimasíðu Talent Ráðninga, www.talent.is
4.
Sviðsstjóri réttinda- og lögfræðisviðs
Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga (LSS) óskar eftir að ráða sviðsstjóra réttinda- og lögfræðisviðs. Sviðið sér um
móttöku og skráningu iðgjalda, réttindaumsýslu, útgreiðslu lífeyris, samskipti við aðila vegna lífeyrismála, gagnaöflun
fyrir tryggingafræðilegar úttektir, annast lagaleg málefni sjóðsins og veitir öðrum sviðum sjóðsins lögfræðilega ráðgjöf.
LSS er einn af stærstu lífeyrissjóðum landsins og annast einnig rekstur á Lífeyrissjóði starfsmanna Reykjavíkurborgar og
Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogsbæjar. Hjá sjóðnum starfar metnaðarfullur hópur starfsmanna sem vinnur af heilum
hug að hagsmunum sjóðfélaga.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Kandidatspróf eða meistaranám í lögfræði, lögmannsréttindi æskileg
• Reynsla og þekking á lífeyrismálum og fjármálarétti
• Góð þekking á upplýsingatækni og gagnavinnslu
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Góð samstarfs- og samskiptahæfni
Starfssvið:
• Ábyrgð á daglegri starfsemi sviðsins
• Upplýsingagjöf um lífeyrisréttindi
• Samskipti við hagsmunaaðila
• Gerð og yfirferð viðskiptaskjala
• Ábyrgð á innheimtu
• Lögfræðileg álit og umsagnir
Linnetsstígur 1 | 220 Hafnarfjörður | talent@talent.is | Sími 552-1600
Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | Fax 563 9309 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is
Forstjóri
Stjórn Landsnets auglýsir laust til
umsóknar starf forstjóra fyrirtækisins
Hlutverk forstjóra er að framfylgja stefnu stjórnar, veita
fyrirtækinu forystu og gæta hugsmuna þess í hvívetna.
Framtíðarsýn fyrirtækisins er að vera flutningsfyrirtæki
raforku sem styður við verðmætasköpun í samfélaginu og
starfar í sátt við umhverfið.
Umsóknarfrestur er til og með 28. september nk. Umsækjendur eru vinsamlegast
beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem
gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Nánari upplýsingar veita Hilmar G. Hjaltason (hilmar.hjaltason@capacent.is) og Helga
Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.
Landsnet hf. annast flutning raforku á Íslandi og stýrir uppbyggingu
flutningskerfisins. Landsnet stýrir jafnframt raforkukerfi landsins og
tengir þannig saman framleiðendur og notendur raforku. Landsnet
er ábyrgt og framsækið þjónustufyrirtæki með öfluga liðsheild,
sterka samfélagsvitund og í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði.
Landsnet leggur áherslu á að vera eftirsóknarverður vinnustaður.
Landsnet
Starfssvið
• Stefnumótun og innleiðing stefnu í samráði við stjórn
• Ábyrgð á daglegum rekstri
• Stjórnun mannauðs
• Samningagerð
• Samskipti við stjórnvöld og hagsmunaaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Haldgóð stjórnunar- og rekstrarreynsla
• Skilvirkni og eftirfylgni stefnumótunar sem
og reynsla af breytingastjórnun
• Þekking á og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
• Góð tungummálakunnátta og hæfni að tjá sig í ræðu og riti
• Leiðtogahæfni og framsýni