Fréttablaðið - 13.09.2014, Page 51
| ATVINNA |
Fasteignasali / sölufulltrúi óskast
Vegna aukinna umsvifa leitum við að öflugum fasteignasala /
sölufulltrúa til að bætast í öflugan hóp starfsmanna á Heimili
fasteignasölu. Við leitum að sjálfstæðum og traustum einstaklingi
sem hefur áhuga á að koma inn í sterkt og framsækið fyrirtæki sem
vinnur á ört vaxandi markaði. Viðkomandi þarf að hafa brennandi
áhuga á sölumennsku, vera framfærinn og vandvirkur.
Áhugasamir sendi umsóknir á Finnboga Hilmarsson á netfangið
finnbogi@heimili.is, sem jafnframt veitir frekari upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 20. september.
www.rumfatalagerinn.is
AÐSTOÐARVERSLUNARSTJÓRI
ÓSKAST TIL STARFA!
Við leitum að jákvæðum, heiðarlegum
og þjónustulunduðum einstaklingi.
Skemmtilegt starf í lifandi umhverfi.
Nánari upplýsingar veitir
Hafþór verslunarstjóri
í síma 842-8080 eða á netfanginu
selfoss@rfl.is
Umsóknarfrestur er til 29. september 2014
Wise lausnir ehf.
Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri
sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is
Gold Enterprise Resource Planning
Silver Independent Software Vendor (ISV)
TM
- snjallar lausnir
Forritun - Microsoft Dynamics NAV
Fjölbreytt verkefni við forritun í Microsoft Dynamics NAV.
Við leitum að drífandi einstaklingi með háskólamenntun í tölvunarfræði
eða sambærilega menntun. Reynsla af forritun í viðskiptahugbúnaði er
nauðsynleg.
Ráðgjafi - Microsoft Dynamics NAV
Ráðgjöf og þjónusta við viðskiptavini Wise.
Óskað er eftir einstaklingi með háskólamenntun í viðskiptafræði eða
sambærilega menntun. Bókhaldsþekking og góð færni í upplýsingatækni er
mikilvæg sem og ánægja af mannlegum samskiptum og metnaður til að
veita framúrskarandi þjónustu. Reynsla af notkun NAV er kostur.
UT rekstur - SQL sérfræðingur
Uppsetning og rekstur á gagnagrunnum hjá viðskiptavinum og í skýinu
(Azure) ásamt almennum UT rekstri í Microsoft umhverfi.
Óskað er eftir einstaklingi sem er búinn að öðlast færni í rekstri SQL
gagnagrunna og nýtur sín í fjölbreyttu og krefjandi starfsumhverfi. Þekking á
Azure umhverfinu er kostur.
Upplýsingar um störfin veita:
Torfi Markússon torfi@intellecta.is og
Gauja Hálfdanardóttir gauja@intellecta.is
ráðgjafar hjá Intellecta í síma 511 1225.
Umsóknarfrestur er til 29. september.
Allar umsóknir og fyrirspurnir eru
meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Umsókn fyllist út á www.intellecta.is
og henni þarf að fylgja starfsferilskrá.
Hjá Wise vinna 80 starfsmenn á skrifstofum
félagsins í Reykjavík, Akureyri og Halifax í
Kanada. Unnið er í fjölbreyttum verkefnum
hjá breiðum hópi viðskiptavina hérlendis
sem erlendis. Starfsaðstæður eru fyrsta
flokks og vinnuandinn er góður að
ógleymdu öflugu starfsmannafélagi.
Viltu slást í hópinn?
LAUGARDAGUR 13. september 2014 7