Fréttablaðið - 13.09.2014, Side 58

Fréttablaðið - 13.09.2014, Side 58
Hlutastarf Starfið felst í aðstoð við hreyfihamlaðan vinnandi ein- stakling á heimili hans. Aðstoða þarf við athafnir daglegs lífs, þrif, innkaup, heimilisbókhald, vinnuferðir o.fl. Um er að ræða óreglulegan vinnutíma á morgnana og kvöldin eða eftir samkomulagi. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi bíl- próf. Vinnan byggir á hugmyndafræði NPA (notendastýrðri persónulegri aðstoð). Upplýsingar veitir Haraldur í síma 896 7887. Smiðir óskast Óskum eftir að ráða vana trésmiði í fjölbreytt verkefni, framtíðarstörf. Þarfaþing hf. er traust verktakafyrirtæki sem hefur verið starfandi frá árinu 1993. Fyrirtækið óskar eftir vönum trésmiðum í fjölbreytt verkefni, um framtíðarstörf er að ræða. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið eggert@tharfathing.is Efnafræðingur/ Efnaverkfræðingur Carbon Recycling International Vinsamlegast sendið ferilskrá og kynningarbréf netfangið vilborg@carbonrecycling.is Setjið starfsheiti sem sótt er um í titilinn. Frekari upplýsingar fást á vefsíðu okkar www.carbonrecycling.is Carbon Recycling International (CRI) endurvinnur koltvísýring úr útblæstri iðn- eða orkuvera og umbreytir í endurnýjanlegt metanól elds- neyti sem blanda má út í bensín fyrir óbreytta bíla. Endurvinnsla koltvísýrings dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda. Fyrirtækið rekur fyrstu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum við Svartsengi. Starfslýsing Starfið er við rannsóknar og þróunardeild CRI og snýr að þróun á nýrri tækni til framleiðslu á vistvænu eldsneyti. Starfið felst í umsjón með rannsóknarverkefnum og fram- kvæmd tilrauna á tilraunastofu s.s. efnasmíði á efnahvötum, efnagreiningum og gæðaeftirlit við framleiðslu. Ábyrgðasvið: • Umsjón með daglegum rekstri á rannsóknarstofu. • Úrvinnsla gagna og skrásetning á niðurstöðum. • Tæknirannsóknir og gerð einkaleyfa. • Framkvæmd reglubundinna mælinga. • Þátttaka í evrópskum rannsóknarverkefnum. Hæfisskilyrði: • BS gráða í efnafræði/efnaverkfræði. • Meistaragráða í efnafræði/efnaverkfræði æskileg. • Reynsla af vinnu við rannsóknir. • Nákvæm og vönduð vinnubrögð. • Geta til að vinna sjálfstætt, taka frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum. • Mjög gott vald á ensku í ræðu og riti. Umsóknarfrestur er til og með 28. september 2014 Klettagörðum 8-10 | 104 Reykjavík | Sími: 590-5100 | klettur.is KLETTUR - SALA OG ÞJÓNUSTA LEITAR EFTIR VIÐGERÐAMÖNNUM Bifvélavirkja, vélvirkja eða starfsmann með reynslu af vörubíla- viðgerðum vantar til starfa á vörubílaverkstæði Kletts. Verkstæðið er mjög vel tækjum búið og öll starfsaðstaða til fyrirmyndar. Áhugasamir vinsamlega hafi samband við Svein Símonarson í síma 825 5752 eða svsi@klettur.is VERKEFNISSTJÓRI Í VÉLADEILD ÍSTAK óskar eftir að ráða verkefnisstjóra, með haldgóða þekkingu á eða reynslu af vinnuvélum, til starfa á skrifstofu félagsins. Leitað er að skipulögðum og sjálfstæðum einstaklingi með góða samstarfs- og samskiptahæfileika. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. Starfssvið: Kaup og sala á vinnuvélum og tækjum. Eftirfylgni við rekstur og viðhald véla. Skráning á vinnuvélum og tækjum. Upplýsingagjöf um tæki og rekstrarkostnað. Umsjón með leigukerfi. Yfirferð og samþykkt á reikningum. Umsjón með vinnuskýrslum. Hæfniskröfur: Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem tæknifræði, viðskiptafræði eða rekstrarfræði er kostur. Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð. Góð tungumálakunnátta (enska og norðurlandamál). Góðir samskiptahæfileikar. ÍSTAK er leiðandi fyrirtæki á íslenskum verktakamarkaði. Hjá fyrirtækinu starfa um 400 manns, víðsvegar um landið sem og erlendis. ÍSTAK er alhliða verktakafyrirtæki sem var stofnað árið 1970 og hefur annast ýmis verkefni, svo sem virkjanir, stór- iðjuver, hafnargerð, vega- og brúagerð auk flugvalla. Ennfremur húsbyggingar fyrir opinberar stofnanir, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Upplýsingar um starfið veitir starfsmannastjóri ÍSTAKS, Bugðufljóti 19, 270 Mosfellsbæ og í síma 530 2700 milli 8:15 og 17:00. Sækja skal um störfin á www.istak.is – undir „Starfsumsókn“ fyrir 22. september næstkomandi. Járnprýði ehf vantar vanan stálsmið eða blikksmið til starfa. Þarf að geta unnið sjálfstætt og vera reyklaus. Viðkomandi þarf að vera íslenskumælandi. Járnprýði er lítið og persónulegt fyrirtæki sem veitir víðtæka þjónustu. Áhugasamir sendi umsókn með ferilskrá á netfangið ingi@jarnprydi.is Laus er til umsóknar staða sérfræðilæknis í svæfinga- og gjörgæslulækningum við svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala. Starfshlutfall er 100%. Starfið verður veitt frá 1. janúar 2015 eða eftir nánara samkomulagi. Til greina kemur að veita hlutastöður. Helstu verkefni og ábyrgð » Sérfræðistörf í samráði við yfirlækna sérgreinarinnar, svo sem vinna á skurðstofum, gjörgæslu, móttöku, við svæfingar á útstöðvum sjúkrahússins, bráðameðferð og meðhöndlun bráðra og langvinnra verkja. » Þátttaka í bakvöktum og bundnum staðarvöktum samkvæmt vaktafyrirkomulagi sérgreinarinnar. » Þátttaka í kennslu og vísindavinnu í samráði við yfirlækna og prófessor. Hæfnikröfur » Sérfræðiviðurkenning í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Íslandi. » Frekari sérhæfing innan svæfingar á sviði bæklunar/barna/ heila- og tauga/háls-, nef- og eyrna/æða- eða lýtalækninga og/eða gjörgæslulækninga er æskileg en ekki skilyrði. » Reynsla í kennslu og vísindavinnu er æskileg en ekki skilyrði. » Vilji til frekari sérhæfingar í samráði við yfirlækna deildarinnar. » Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum Umhyggja • Fagmennska • Öryggi • Framþróun Laun samkvæmt samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir „laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. Nánari upplýsingar » Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2014. » Starfshlutfall er 100%. » Fullt starf (100%) er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. yfirlýsingu LSH vegna kjarasamnings sjúkrahúslækna dags. 2 maí 2002, sbr. breytingu 5. mars 2006. » Umsóknum fylgi vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf, reynslu af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum ásamt sérprentum eða ljósritum af greinum sem umsækjandi kann að hafa birt eða skrifað. » Umsóknargögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast í tvíriti fyrir 1. október 2014 til skrifstofu aðgerðarsviðs LSH. » Fylla þarf út lágmarksupplýsingar á almenna umsókn og setja viðhengi, en ítarlegri upplýsingar fyllist út í umsókn fyrir læknastöðu, sjá vef Landlæknis. » Upplýsingar veita Sigurbergur Kárason, yfirlæknir, skarason@landspitali.is, sími 543 1000 og Alma D. Möller, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, almam@landspitali.is, sími 543 1000. Sérfræðilæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.