Fréttablaðið - 13.09.2014, Síða 118

Fréttablaðið - 13.09.2014, Síða 118
13. september 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 74 Friðrik Þór og Benedikt furða sig báðir á sinnuleysi stjórnvalda í garð kvikmynda- gerðar. „Kvik- myndasjóður er tómur núna, menn fá ekki einu sinni handritsstyrk. Það er skandall að menn fái ekki byr undir báða vængi þegar þeir hafa sannað sig eins og Benni. Hagkerfið snýst um túrisma en túrisminn er til sökum innlendr- ar og erlendrar kvikmyndagerðar hér á landi,“ segir Friðik Þór. „Ef kvikmynda- gerðarmaður fær eina krónu í styrk frá ríki til að búa til íslenska bíómynd þarf hann að sníkja aðrar tvær, td. frá útlöndum, til að geta gert myndina. Öllum krónunum þremur eyðir hann í launagreiðslur á íslenska efnahagssvæðinu. Og öll vitum við hvað það þýðir fyrir ríkisjóð. Út úr þessu verður til hugverk sem selur skattlagða bíómiða og að lokum ef vel tekst til selur hann myndina til útlanda og fær útlenskar krónur sem koma heim í vasa kvikmyndgerðar- mannsins eftir herraklippingu hjá ríkinu. Nokkurn veginn á þessum grunni hvílir kenn- ing Kanadamanna um að fyrir hverja eina krónu sem ríkið styrkir kvikmyndagerð fær það 4 til baka. Við þetta má svo bæta seldum flugferðum og gistinóttum sem aukaafurð af íslenskri kvikmyndagerð. Hross í oss er ein af mörgum íslenskum kvikmyndum sem hafa dregið túrista til landsins í massavís,“ segir Benedikt. VILL UPPLIFA FYRSTA KOSSINN Á RIFF Leikstjórinn Guðmundur Arnar Guð- mundsson frumsýnir mynd sína Ártún á RIFF. Guðmundur Arnar fékk sérstök dómaraverðlaun á Cannes-hátíðinni á síðasta ári fyrir mynd sína Hvalfjörður. Óhætt er að segja að myndin hafi farið sigurför um allan heim í kjölfarið. Í nýjustu mynd Guðmundar heldur hann sig við reynsluheim barna, en Ártún fjallar um ungan dreng sem vill upplifa fyrsta kossinn sinn. Ekkert gengur þó upp hvað það varðar og kemst pilturinn ungi í hann krappan. - ósk FLOTTIR LISTAMENN Á ICELAND AIRWAVES Tilnefningar til hinna virtu Mercury- verðlauna á Englandi voru kunngjörðar á dögunum og vekur athygli að þrjár af tólf plötum eru eftir listamenn sem koma fram á Iceland Airwaves í ár. Listamennirnir eru Anna Calvi með plötuna One Breath, East India Youth og platan Total Strife Forever og Jungle með plötuna Jungle. Ka- milla Ingibergsdóttir, kynningar- stjóri hátíðarinnar, segir mikinn feng fyrir hátíðina í þessum tilnefndu listamönnum og segir mikið úrval af veglegum atriðum í boði í ár en dagskráin fyrir alla hátíðina verður til- kynnt á þriðjudag. - hó „Hún hefur unnið til þó nokkurra verðlauna, ég hugsa að heildarverð- launaféð hingað til sé yfir tíu millj- ónir en af því fáum við bara helm- inginn, því hinn helmingurinn fer til dreifingaraðila. Aðalatriðið er þó heiðurinn að fá að komast inn á hátíðir,“ segir Friðrik Þór Frið- riksson, framleiðandi kvikmyndar- innar Hross í oss, en myndin hefur farið sigurför um heiminn. Myndin hefur hlotið yfir tuttugu verðlaun á kvikmyndahátíðum um heim allan, sem hefur skilað henni yfir tíu milljónum króna í verðlaunafé, en hún á þó enn eftir að fara á nokkr- ar hátíðir sem gætu gefið peninga- verðlaun. „Við verðum á Norrænu kvik- myndaverðlaununum og þar eru peningaverðlaun í boði en sigur- vegarinn verður tilkynntur 23. október að ég held. Svo komum við til greina á kvikmyndaverðlaun- um Evrópu en íslenskum myndum hefur ekki gengið vel þar því þar er helst kosið eftir þjóðerni en það er samt sem áður heiður að komast þangað,“ útskýrir Friðrik Þór. Hann segir þó að yfirleitt séu ekki veitt peningaverðlaun á kvik- myndahátíðum en að hann hafi þó sett upp plan sem gengið hafi eftir. „Það er nokkrar stórar hátíðir sem gefa peningaverðlaun. San Sebasti- an-hátíðin á Spáni er ein af þeim hátíðum sem gefa góðan pening og unnum við til verðlauna þar. Það voru um 70.000 evrur sem mynd- in fékk en sá peningur skiptist svo á milli dreifingaraðila á Spáni og leikstjóra.“ Myndin hefur fengið góða dóma í löndum á borð við Frakkland, Dan- mörku, Mexíkó, Noreg og Spán en myndin hefur verið sýnd í kvik- myndahúsum í þessum löndum. „Hún er svo að fara í sýningu í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Austurríki á næstunni.“ Friðrik Þór segist þó hafa búist við þessari velgengni um leið og hann sá myndina í fyrsta sinn og sama má segja um leikstjóra mynd- arinnar, Benedikt Erlingsson. „Ég bjóst við að ef þetta tækist gæti allt gerst, en þetta hefur verið mikið ævintýri og ég er mjög þakklátur. Ég er bara byrjandi og þekki ekki annað, ætli það fari ekki allt niður á við núna,“ segir Benedikt og hlær. „Benni er unglingur og rétt búinn að missa bleyjuna, hans ævintýri er langstærsta ævintýri íslensks kvikmyndaleikstjóra, engin fyrsta mynd hefur notið svona rosalegrar velgengni,“ bætir Friðrik Þór við. Hross í oss er enn í sýningu í Bíói Paradís. gunnarleo@frettabladid.is Verðlaunaféð komið yfi r tíu milljónir Kvikmyndin Hross í oss hefur unnið til fj ölda verðlauna á kvikmyndahátíðum um víðan völl. Hún hefur þar með unnið nokkur vegleg peningaverðlaun. TOPPTEYMI Friðrik Þór Friðriksson og Benedikt Erlingsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ■ Kutxa-New Directors Award, San Sebastian Film festival 2013. ■ Best Direktor, Tokyo Film Festival 2013 ■ Prix de la Ville d’Amiens. Amiens Film festival 2013 ■ Prix d’interprétation feminine (besta leikkonan) Amiens Film festival 2013 ■ The Grand Jury Prize Les Arcs festival 2013 ■ The Prize for the Best Music Les Arces Festival 2013 ■ The Youth prize, Tarragona Film festival 2013 ■ Tridens Competition; Best Film of Feature Debuts, Tallinn Film festival 2013 ■ The International film critics FIPRESCI AWARD, Tallinn Film festival 2013 ■ Best cinemaphotagrafer, Tallinn Film festival 2013 ■ The Audians Prize, Tromsø Film festival 2014 ■ The Dragon award Best Nordic Film, Audience choice. Göteborg filmfest 2014 ■ The International film critics FIPRESCI AWARD, at the festival of Göteborg 2014 ■ Politikens Puplikums CPH PIX 2014 ■ Grand prix Aubagne International filmfest 2014 ■ Grand Prix de la Meilleure Musi- que Originale 2014 (Aubagne) ■ Golden Iris Award: Brussel filmfestival 2014. 6 Eddur: ● Besta mynd ● Besta handrit ● Besti leikstjóri ● Besta kvikmyndataka ● Besti karlleikar í aðalhlutverki ● Bestu brellur MYNDIN HEFUR HLOTIÐ ÞESSI VERÐLAUN BÁG STAÐA KVIKMYNDASJÓÐS NÝR KÆRASTI Fjölmiðlakonan og fegurðardísin Marín Manda Magnúsdóttir er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins komin með nýjan kærasta en sá ber nafnið Arnar Gunnlaugsson. Arnar er líklega best þekktur sem knattspyrnumaður, var atvinnumaður erlendis í fjölda ára og á að baki fjölda landsleikja. Hann hefur síðastliðin ár verið mikill athafnamaður. Marín Manda er nú búsett í Kaupmannahöfn en hún flutti þangað fyrir skömmu eftir að hafa starfað sem blaðakona á Fróni. Hún er þó vel kunnug Kaup- mannahöfn því hún bjó þar um nokkurt skeið á árum áður. - glp „Fólk sem nær langt óttast frekar að mis- takast en þeir sem hafa aldrei náð langt, því það fólk veit hvernig það er að tapa öllu.“ RAPPARINN JAY Z TJÁÐI SIG UM VELGENGNI EIN- STAKLINGA.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.