Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 6
24. september 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvaða lið varð Íslandsmeistari í kvennafl okki í fótbolta? 2. Hvað eru margir íbúar á hvern starfandi lækni á Íslandi? 3. Hversu há er sektin sem Samkeppn- iseftirlitið hefur lagt á MS? SVÖR: 1. Stjarnan 2. 295 3. 370 milljónir VIÐSKIPTI Þegar er búið að bóka komu fleiri skemmtiferðaskipa til Reykjavíkur næsta sumar en hafa komið allt þetta ár saman- lagt. Þetta segir Ágúst Ágústsson markaðsstjóri Faxaflóahafna. Alls hafa 97 skip bókað komu sína næsta sumar en níutíu eru bókuð allt þetta ár. Farþegum skemmtiferðaskipa heldur þar af leiðandi áfram að fjölga, þeir voru tæplega tíu þúsund árið 1990 en verða um eitt hundrað þúsund á þessu ári. Stjórn Faxaflóahafna ræddi á mánudag þróun og möguleika í tengslum við þjónustu við skemmtiferðarskip. Kom fram að unnið sé að þrenns konar markmiðum þegar kemur að skemmtiferðaskipum með það fyrir augum að auka tekjur. Í fyrsta lagi að lengja dvöl skipanna hér á landi. Í öðru lagi að hvetja til þess að skipin skipti um farþega í Reykjavík og stoppi þar af leið- andi lengur. Og í þriðja lagi að fjölga hringsiglingum um Ísland með viðkomu í fimm til sjö höfn- um fyrir hvert skip. Að sögn Ágústs markaðsstjóra er þetta mikilvægt og tekur hann sem dæmi að í sumar stoppuðu aðeins 25 af 90 skipum yfir nótt í Reykjavík. Aðeins tíu skip skiptu um farþega. Tekjur af skemmtiferðaskip- um skipta Faxaflóahafnir miklu. Áætla má að hvert skip skili þremur til fjórum milljónum króna í hafnargjöld. - aó Farþegar skemmtiferðaskipa verða yfir eitt hundrað þúsund á næsta ári ef áætlanir ganga eftir: Enn fleiri skemmtiferðaskip næsta sumar VIÐ SKARFABAKKA Royal Princess í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR NÝJA-DELÍ, AP Tígrisdýr drap mann sem hafði klifrað yfir girð- ingu á svæði tígrisdýra í dýra- garði í Nýju-Delí á Indlandi í gær. Þrátt fyrir ítrekaðar viðvar- anir um að hann mætti ekki koma of nærri girðingunni klifraði maðurinn á endanum yfir hana og stökk niður til tígrisdýranna. Lík mannsins lá á jörðinni í tvær klukkustundir áður en starfsmenn dýragarðsins náðu að koma tígrisdýrinu í búr. Garð- inum var ekki lokað þrátt fyrir atburðinn. - fb Fífldirfska í Nýju-Delí: Tígrisdýr drap dýragarðsgest PEKING, AP Dómstóll í Kína hefur dæmt Ilham Tohti, háskólapró- fessor sem hampaði múslimska þjóðarbrotinu Uihgur, í lífstíðar- fangelsi. Þetta er þyngsta refs- ingin fyrir ólöglega pólitíska orð- ræðu í Kína í áratug. Þjóðarbrotið Uighur hefur lengi kvartað yfir því að fá grimmilega meðhöndlun af hálfu kínverskra stjórnvalda í héraðinu Xinjiang í vesturhluta landsins. Tohti starfrækti vefsíðu þar sem hann skrifaði um málefn- ið. Eftir tveggja daga réttarhöld var hann sakfelldur fyrir að vera aðskilnaðarsinni. - fb Gagnrýndi aðfarir yfirvalda: Prófessor fékk lífstíðarfangelsi VIÐSKIPTI Erfingjar Rockefeller- fjölskyldunnar, sem byggði upp ríkidæmi sitt á olíu, ætla að selja fjárfestingar sínar í jarðefnaelds- neyti og endurfjárfesta í hreinni orku, samkvæmt frétt BBC. Sjóðurinn The Rockefeller Brothers er hluti af hópi aðgerða- sinna og mannvina sem hafa heitið því að losa sig við fjárfest- ingar sínar í jarðefnaeldsneyti fyrir um sex þúsund milljarða króna. Þetta var tilkynnt í tilefni af loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst í dag. Alls eru um 650 einstaklingar og 180 stofnanir hluti af hópnum. - fb Rockefeller-ættin breytir til: Fjárfestir í hreinni orku HORFA Á LÍK Hópur lögreglumanna horfir á lík mannsins sem tígrisdýrið drap í dýragarðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FJÖLMIÐLAR Vilhjálmur Bjarna- son, alþingismaður Sjálf- stæðis flokks, er óánægður með dagskrár breytingar á Rás eitt Ríkisútvarpsins. „Til er gömul stofnun sem heitir Ríkisútvarpið og nú er svo komið að það taldi það helst geta orðið þjóðinni til bóta að fella niður hugleiðingu að morgni sem ég veit ekki til að hafi unnið nokkrum manni sálu- tjón,“ sagði Vilhjálmur. „Næst hefur stjórnendum Ríkisútvarps- ins dottið í hug að færa síðasta lag fyrir fréttir fram fyrir til- kynningar þannig að á eftir síð- asta laginu fyrir fréttir koma leiknar auglýsingar sem mis- þyrma því,“ sagði Vilhjálmur í ræðustóli á Alþingi í gær. - jme Ósáttur alþingismaður: Síðasta laginu er misþyrmt VILHJÁLMUR BJARNASON Vill hug- leiðingu að morgni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNSÝSLA Veikindi starfsmanna hjá Reykjavíkurborg virðast vera vandamál víðar en á velferðar- sviði. Eins og áður hefur komið fram kosta veikindi starfsmanna velferðarsviðs borgina 145 millj- ónir á fyrstu sex mánuðum ársins. Á þeim tíma var veikindahlut- fall sviðsins 6,1 prósent Meðaltal veikindahlutfalls hjá skóla- og frístundasviði á fyrstu sex mánuðum ársins var 6,2 pró- sent en umhverfis- og skipulags- svið var hæst með 6,9 prósent að meðaltali. Að sögn Ingunnar Bjarkar Vil- hjálmsdóttur, mannauðsstjóra hjá Attentus, eru þær tölur háar og ástæða til að athuga nánar. „Með þessu áframhaldi hjá vel- ferðarsviði gæti talan endað í 10 til 12 prósentum við árslok. Það er mjög alvarleg tala og bendir til að grípa þurfi til aðgerða,“ segir Ingunn. Aðspurð hvað teljist eðlilegt veikindahlutfall starfsmanna á vinnumarkaði segir Ingunn að því sé erfitt að svara. „Það er erfitt að bera saman veikindahlutföll á milli vinnustaða þar sem oft eru mismunandi upp- lýsingar notaðar við skráningu á hverjum stað fyrir sig. Þumal- puttareglan er að ef veikindahlut- fall er komið yfir fjögur prósent á árs grundvelli, þá er það á rauðu svæði. Maður vill helst sjá tölur frá 0 upp í 2-3 prósent yfir árið. Ég sem mannauðsstjóri skoða þetta árlega með þeim fyrirtækjum sem ég vinn fyrir og ef ég sé að meðal- talið er komið yfir fjögur prósent þá gríp ég til aðgerða.“ Samþykkt var á fundi borgar- stjórnar fyrr í mánuðinum að skoða gagngert hvers vegna veik- indi starfsmanna borgarinnar séu jafn mikil og raun ber vitni og hvernig bregðast megi við en mannauðsdeildir borgarinnar hafa að undanförnu unnið að viðveru- stefnu fyrir starfsmenn. Markmið stefnunnar er að styðja við og hlúa að starfsmönn- um vegna fjarveru frá vinnu, vegna veikinda, slysa eða áfalla um lengri eða skemmri tíma og draga úr veikindafjarvistum með markvissum aðgerðum. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins, segir veikindafjar- vistir hafa fylgni við efnahags- sveifluna. „Þegar mikil eftirspurn er eftir fólki er veikindahlutfall starfsmanna hærra og öfugt. Það virðist vera sem fólk leyfi sér frek- ar að vera veikt heima þegar það er ekki atvinnuleysi.“ hannarut@365.is Veikindi vandi víða hjá Reykjavíkurborg Vandamál vegna veikinda starfsmanna hjá Reykjavíkurborg einskorðast ekki við velferðarsvið. Mannauðsstjóri segir veikindahlutfall hjá borginni geta orðið alvar- lega hátt ef ekki er brugðist við. VEIKINDI Svo virðist sem óvenju mikið sé um veikindi á meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ef veikindahlut- fall er komið yfir fjögur prósent á árs grundvelli, þá er það á rauðu svæði. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir, mannauðsstjóri hjá Attentus. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.