Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 24
 | 6 24. september 2014 | miðvikudagur B ílabúð Benna hefur tekið yfi r þýska bíla- merkið Opel frá BL og mun opna ger- breyttan sýningar- sal með fjölmörgum gerðum Opel-bíla um næstu helgi. Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bíla- búðarinnar, segir Bílabúðin hafi tekið yfi r þjónustu og varahluti fyrir Opel í vor og síðan hafi verið ákveðið að kaupa lager og bíla af BL. Aðdragandinn sé þó mun lengri. „Við höfum unnið að þessu í tvö ár,“ segir hann. Það er General Motors sem framleiðir Opel, en þeir fram- leiða líka meðal annars Chevrolet og Cadillac og fleiri bíla. Benni mun þó ekki hætta að selja Chevr- olet-bílana og verður áfram með umboðið. Hann býst til dæmis við því að verða áfram með Captivu og smábílinn Spark og verður áfram með þjónustu og verkstæði. Benni býst þó við því að vöruúr- valið hjá sér muni breytast nokk- uð með tilkomu nýja umboðsins. „Opelinn er með breiðari línu, þar eru til dæmis atvinnubílar. Chevrolet er ekki með atvinnu- bíla,“ segir hann. Benni segir að héðan í frá verði Opel fluttur beint inn frá Þýska- landi, en ekki í gegnum Danmörku eins og áður var. „Við vildum ekki kaupa þá í gegnum Danmörku, því við vildum bara fá lægra verð hérna heima og hafa engan milli- lið,“ segir Benni sem vonast til að geta selt bílana á um 10 prósent lægra verði en áður. Auk Opel umboðsins er Benni byrjaður að selja Ssang Yong að nýju og verður því með fjögur umboð, í stað tveggja áður. „Við verðum áfram með Ssang Yong, Chevrolet, Opel og Porche. „Við vorum í raun bara með tvö umboð af því að við höfum eiginlega ekk- ert verið að flytja Ssang Yong frá því fyrir hrun. Benni segir að bíla- markaðurinn sé vissulega að taka við sér aftur. „En kannski ekki eins mikið og við hefðum viljað allir sem erum í bílabransanum,“ segir hann. Bjartsýnn á Opelinn Benni er bjartsýnn á framtíð Opels- ins á markaðnum „Opel-merkið er á uppleið í Evrópu, sala og markaðs- hlutdeild hefur aukist, bílar Opel hafa komist nær öðrum þýskum lúxusbílaframleiðendum og Opel- bílar hafa sópað að sér hönnunar- og gæðaverðlaunum að undanförnu. Opel menn vinna nú eftir plani sem þeir nefna „The Opel Comeback“ og þar virðast þeir á réttri leið ef marka má síðustu sölutölur. Opel seldi um 1.050.000 bíla í fyrra og sú tala verður nokkru hærri í ár. „The Opel Comeback“ virðist einn- ig eiga ágætlega við hér á landi þar sem við hjá Bílabúð Benna höfum tekið yfir söluumboð Opel á Íslandi frá BL. Við munum um næstu helgi kynna bæði Opel-bíla sem ekki hafa sést hér á landi áður sem og bíla sem BL seldi áður. Það verður gert í gerbreyttum sýningarsal okkar á Tangarhöfða.“ Á meðal þeirra undirtegunda sem seldar verða hjá Bílabúið Benna eru Adam, Mokka og Insignia, en jafnframt nýjar kynslóðir af Corsa, Astra, Meriva og Zafira. Að auki mun rafmagns- bíllinn Ampera standa íslenskum kaupendum til boða. Allir voru þessir bílar reyndir í Rüsselsheim og allir áttu þeir það sameigin- legt að koma skemmtilega á óvart og virtust allir góð smíð. Zafira er nú gerbreyttur bíll frá fyrri gerð, notkunarmöguleikar hans nánast endalausir og er hann nú 7 manna. Hann er með liprari bílum þessarar gerðar bíla. Minni bílarnir Corsa og Astra reyndust frábærir í akstri og himinn og haf frá þeim bílum sömu gerðar sem seldust í skipsförmum hér á árum áður, þeir eru nú af allt öðrum gæðum og akstursreynslan eftir því. Einnig verða í boði þrjár gerðir sendibíla af misjafnri stærð. Þeir heita Combo, Vivaro og Mov- ano og sá stærsti síðastnefndur og sá minnsti fyrstnefndur. Þessa sendibíla hefur Opel þróað í sam- starfi við Fiat og Renault og því hefur verið hægt að leggja meira í þróun þeirra fyrir vikið og útkoman betri bílar. Erna Gísladóttir, forstjóri BL, segir að viðræður um kaup Bíla- búða Benna á vörum sem tengjast Opel hafi byrjað í janúar. Hún vill ekki segja hvert kaupverðið var. „Við í rauninni skoðuðum hvernig staðan væri á markaðnum og vorum búin að því lengi,“ segir Erna. Hún segir að General Motors hafi viljað sameina viðskiptavini sína. „Þeir vilja vera með færri aðila í Evrópu en áður og þar eru auðvitað marg- ir sem voru með Chevrolet sem eru með Opel. Þetta er svona undir einu þaki,“ segir hún. Hún segir að BL sé að hluta til að einfalda reksturinn hjá sér þegar Opel fer, en það hafi ekki verið hugsað markvisst þannig í fyrstu. „Við vorum búin að mark- aðssetja Opel aftur og koma þessu af stað. Þetta eru mjög flottir bílar, segir hún.. Erna býst ekki við því að breytingar verði gerðar hjá BL á næstunni. „Þetta er svona „opera- tion normal“ eins og maður segir. Ég tel svona að bílamarkaðurinn sé að fara úr engu í eitthvað,“ segir hún en bendir jafnframt á að meðal- aldur bíla á Íslandi sé orðinn þrett- án ár. „Við erum að verða með þeim elstu í Evrópu,“ segir hún. Um þriðjungs aukning frá í fyrra Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambands Íslands, segir að bílasalan í haust hafi verið ágæt. „Það sem af er ári er 28% aukning og salan í haust er mun meiri heldur en var í fyrra og hittifyrra,“ segir hann . Hann segir að á árunum 2012 og 2013 hafi botninn svolítið dottið úr bílasölunni eftir að markaðurinn var orðinn vel mettur af nýjum bíla- leigubílum. „En það er ekki raun- in núna. Auðvitað hægði á en það er samt sem áður aukning í bíla- sölunni. Núna seinni hluta ársins er hún aðallega til einstaklinga,“ segir hann. Hann segir að bílaleig- urnar kaupi mjög marga bíla í apríl og byrjun maí og séu virkar á bíla- kaupamarkaði alveg út ágúst, þótt það hægi á kaupunum í júní. Özur segir að mest sé keypt af minni fólksbílum og svo jeppling- um. „Jepplingar hafa sótt mikið í sig veðrið hér á landi þannig að millistóri fjölskyldubíllinn hefur svolítið hopað,“ segir hann. Þá hafi sala á dýrum lúxusbílum auk- ist töluvert, en fólkið sem kaupi þá sé einkum fólk sem á fyrir þeim. „Það er alveg af sem áður var hér fyrir hrun þegar menn hópuðust inn í bílaumboðin og keyptu sér dýra lúxusjeppa og tóku allt að láni,“ segir Özur. Bílabúð Benna komin með fjögur Benedikt Eyjólfsson í Bílabúð Benna hefur tekið yfir Opel-merkið frá BL. Eigendur bílaumboða á Íslandi segja að bíla Enn sem komið er þó mjög stór hluti þeirra bíla sem selst hér á Íslandi seldur til bílaleiga. Leigurnar kaupa bílana he MEÐ 130 MANNS Í VINNU VIÐTAL Finnur Thorlacius fi nnurth@frettabladid.is Bílabúð Benna á sér 39 ára sögu, hefur verið í stöðugum vexti frá stofnun og er ekki bara bílaumboð. „Við rekum einnig hjólbarðaverkstæðin Nes- dekk og opnuðum nýtt dekkjaverkstæði á Grjóthálsi og í haust verður enn eitt opnað í Garðabæ,“ segir Benedikt Eyjólfsson, eigandi fyrirtækisins. Þá er Bílaleigan Sixt hluti af Bílabúð Benna og hefur hún vaxið mjög hratt samhliða stórauknum straumi ferðafólks hingað til lands. Nú starfa um 130 manns í öllum rekstrardeildum fyrirtækisins og fer sífellt fjölgandi með aukinni starfsemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.