Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 8
24. september 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 WASHINGTON, AP Barack Obama, Bandaríkjaforseti sagði í gær að loftárásir Bandaríkjamanna og fimm arabaríkja á áhrifasvæði Ísl- amska ríkisins í Sýrlandi aðfara- nótt mánudags hafi „sýnt heimin- um að þetta er ekki aðeins barátta Bandaríkjamanna“. Bætti hann við að ríkisstjórnir í Austurlönd- um hefðu snúið baki við Íslamska ríkinu. Þjóðirnar sem aðstoðuðu Banda- ríkjamenn við árásirnar eða studdu þær voru Sádi-Arabía, Katar, Bar- ein, Jórdanía og Sameinuðu arab- ísku furstadæmin. Að sögn forsetans mun sameigin- leg barátta gegn Íslamska ríkinu taka sinn tíma en hún sé mikilvæg til að tryggja öryggi Bandaríkjanna, Mið-Austurlanda og alls heimsins. Bandaríski hershöfðinginn Mart- in Dempsey sagði að árásirnar í Sýr- landi hefðu náð tilætluðum árangri. Þær áttu að sýna Íslamska ríkinu að árásir samtakanna hafi sínar afleið- ingar. Við árás á höfuðstöðvar Íslamska ríkisins í austurhluta Sýrlands voru notaðar sprengjuvélar af láði og legi, auk 47 langdrægra Toma- hawk-eldflauga. Að sögn aðgerða- sinna í Sýrlandi féllu að minnsta kosti sjötíu vígamenn í árásunum, sem eru þær fyrstu sem Banda- ríkjamenn og samherjar þeirra gera á Sýrland. Auk sprengjuárás- anna á Íslamska ríkið voru gerðar átta loftárásir í Sýrlandi á liðsmenn al-Kaída. Ákveðið var að gera árás- irnar á sama tíma til að koma í veg fyrir að liðsmenn al-Kaída dreifðu sér um stærra svæði eftir árásirnar á Íslamska ríkið. Bandarísk stjórnvöld létu sendi- herra Sýrlands í Bandaríkjunum vita af loftárásunum með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Hassan Rouhani, forseti Írans, gagnrýndi þetta og sagði að Bandaríkin hefðu átt að fá samþykki sýrlenskra stjórnvalda áður en árásirnar voru gerðar. Utanríkisráðuneyti Rúss- lands varaði við því að „einhliða“ loftárásir Bandaríkjamanna myndu valda óstöðugleika á svæðinu. freyr@frettabladid.is Ekki aðeins barátta Bandaríkjamanna Barack Obama segir að sameiginlegar loftárásir á skotmörk Íslamska ríkisins í Sýr- landi sýni að Bandaríkin séu ekki ein í baráttunni gegn samtökunum. Að minnsta kosti sjötíu vígamenn féllu. Rússnesk og írönsk yfirvöld gagnrýna árásirnar. LEGGUR AF STAÐ Bandarísk herþota undirbýr flugtak frá flugmóðurskipinu USS George H.W. Bush skömmu fyrir árásirnar á Íslamska ríkið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Greiðan Háaleitisbraut 58-60 • Sími: 581-3090 - Nú bjóðum við upp á lengri opnunartíma - • Opið frá 9 til 20 á miðvikudögum og fimmtudögum. • Opið frá 9 til 18 á mánudögum, þriðjudögum og föstudögum. • Á föstudögum og laugardögum bjóðum við upp á förðun og greiðslu fyrir þá sem vilja gera sig flotta fyrir helgina. • Starfsfólk okkar er þekkt fyrir fagmennsku og þjónustulund. • Erum með hina vinsælu Keratin meðferð fyrir fólk sem vill losna við úfið hár. Vonumst til að sjá ykkur og verið velkomin, Heiðrún Klara, Íris Lea, Hrafnhildur og Arndís Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ NÝ SENDING, MIKIÐ ÚRVAL! Við lánum 1.500.000 kr. aukalega til þeirra sem eru að kaupa sér húsnæði í fyrsta skipti.* Að kaupa húsnæði er stór ákvörðun og því um að gera að vega og meta alla kosti í stöðunni. Húsnæðislána- ráðgjafarnir okkar hafa víðtæka reynslu og góðan skilning á aðstæðum ungra fasteignakaupenda og geta því gefið þér góð ráð. Ræddu við húsnæðislánaráðgjafa í næsta útibúi. *Heildarlánveiting bankans að meðtöldu viðbótarláni er þó að hámarki 90% af kaupverði. Lántakandi þarf að standast greiðslumat og uppfylla aðrar útlánareglur bankans. Veittur er helmingsafsláttur af lántökugjöldum til þeirra sem eru að kaupa í fyrsta sinn. Lántakandi þarf að greiða kostnað við greiðslumat, skjalagerðargjald, þinglýsingargjald og, ef við á, kostnað við veðbanda- og lánayfirlit. Á www.islandsbanki.is getur þú reiknað mánaðarlegar afborganir, árlega hlutfallstölu kostnaðar og heildarkostnað. islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook Ertu að hugsa um að kaupa þína fyrstu fasteign? Húsnæðislán 50% afsláttur af lántökugjöldum við kaup á fyrstu eign er veittur til áramóta E N N E M M / S ÍA / N M 6 3 9 4 4 langdrægum Tomahawk-eld- fl augum var skotið á Sýrland. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.