Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 20
 | 2 24. september 2014 | miðvikudagur AFKOMA stærstu sjávarútvegsfyrir- tækja landsins er stórgóð á sama tíma og stjórnvöld létta álögum af þeim svo milljörðum skiptir. Samherji hagn- aðist um 22 milljarða eftir skatta og gjöld á síðasta fjárhagsári og for- stjóri fyrirtækisins kvartar undan því að rekstrarumhverfi hér á landi sé fjandsamlegt. Samt er þetta fi mmta árið í röð sem allar rekstrareiningar Samherja skila hagnaði. Forstjórinn kvartar því varla undan þungum álög- um af hálfu stjórnvalda heldur beinist gagnrýni hans væntanlega að rann- sókn Seðlabankans og sérstaks sak- sóknara á meintum brotum Sam- herja á lögum um gjaldeyrishöft. SAMKVÆMT FISKISTOFU greiða rífl ega 500 fyrirtæki á Íslandi veiðigjöld. Álögð heildar- veiðigjöld vegna fi skveiði- ársins 2013/2014 nema rífl ega sjö milljörðum og hafa lækkað um níu milljarða frá fi skveiðiárinu 2012/2013. Greiðendum hefur einnig fækkað um meira en helming. Ef einungis er litið til þeirra fyrirtækja sem greiða meira en 200 milljónir í veiðigjöld þá hefur þeim fækkað úr 18 í 11, meðal- fjárhæð veiðigjalda hefur lækkað úr 621 milljón í 377 milljónir og hlutdeild þessara stærstu fyrirtækja í heildar- veiðigjöldum lækkað úr 70 prósent í 60 prósent. SEM SAGT. Veiðigjöldin hafa lækk- að um meira en helming milli ára og leggjast hlutfallslega léttar á stærstu útgerðirnar en áður. Hagnaður stærsta útgerðarfyrirtækis landsins nemur meira en þrefaldri þeirri upphæð sem ríkið innheimtir í veiðigjöld af öllum útgerðarfyrirtækjum landsins. Á SAMA TÍMA og útgerðin blómstr- ar og veiðigjöld lækka boðar ríkis- stjórnin breytingar á virðisauka- skatti. Undanþágum fækkar og lægra þrepið hækkar úr 7 prósentum í 12 prósent. Þessi hækkun leggst þungt á mat og bækur. Afl eiðingin er hækkun á neysluvísitölu, sem aftur hækkar höfuðstól verðtryggðra lána. Til að vega upp á móti þeirri hækkun lækk- ar hærra þrepið úr 25,5 prósentum í 24 prósent og almenn vörugjöld falla niður. Skiptar skoðanir eru á því hvort þessar mótvægisaðgerðir dugi og hvort þær nýtist tekjulágum jafnt sem tekjuháum. ÖLL ÞJÓÐIN greiðir virðisaukaskatt en einungis örfá fyrirtæki greiða veiðigjöld fyrir afnot af þjóðarauð- lindinni. Áhrif ellefu útgerðarfyrir- tækja á stjórnvöld virðast vera meiri en afl heillar þjóðar. Það vekur svo athygli að laxveiðileyfi verða áfram undanþegin virðisaukaskatti þó að reynt sé að eyða undanþágum. Kannski markast það af stefnufestu ríkisstjórnarinnar í andstöðu við hvers kyns veiðigjöld til ríkisins. ÞEGAR HORFT ER annars vegar til þróunar verðlags á neysluvörum hér á landi og hins vegar þróunar á veiðigjöldum til ríkisins kann að vera vænlegt fyrir lántakendur að berjast fyrir því að verðtryggð lán miðist við vísitölu veiðigjalda fremur en neyslu- verðsvísitölu, sem er viðkvæm fyrir hvers kyns skattheimtu ríkisins. SKJÓÐAN er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Vísitala veiðigjalda Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á Dagatal viðskiptalífsins dagatal viðskiptalífsinsl i i lí i Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq OMX Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Bank Nordic (DKK) 130,00 -16,2% 0,0% Eimskipafélag Íslands 262,00 -14,9% 1,1% Fjarskipti (Vodafone) 27,25 18,5% -1,8% Hagar 38,40 18,0% 0,6% Icelandair Group 18,20 -2,2% 3,5% Marel 133,00 -20,7% 7,3% N1 18,90 1,2% 1,7% Nýherji 3,65 56,2% 11,8% Reginn 15,55 -2,3% -0,3% Tryggingamiðstöðin* 32,05 -25,9% -1,2% Vátryggingafélag Íslands** 10,79 -24,6% -0,7% Össur 229,00 39,7% -0,3% HB Grandi 27,70 11,9% 0,0% Sjóvá 13,51 -11,2% -0,8% Úrvalsvísitalan OMXI6 1.259,60 0,0% 0,0% First North Iceland Century Aluminum 1. 150,00 117,4% 0,0% Hampiðjan 13,25 50,9% 0,0% Sláturfélag Suðurlands 1,22 9,0% 0,0% *fyrsta verð 8. maí 2013 **fyrsta verð 24. apríl 2013 Gengi félaga í Kauphöll Íslands Á UPPLEIÐ Félög sem hækkuðu í verði Á NIÐURLEIÐ Félög sem lækkuðu í verði STÓÐU Í STAÐ Félög sem stóðu í stað MESTA HÆKKUN NÝHERJI 56,2% frá áramótum NÝHERJI 11,8% í síðustu viku MESTA LÆKKUN TRYGGINGAMIÐST. -25,9% frá áramótum FJARSKIPTI -1,8% í síðustu viku 6 6 2 Sk jó ða n Miðvikudagur 24. september ➜ Hagstofan – Vinnumarkaður í ágúst 2014 Fimmtudagur 25. september ➜ Hagstofan – Vísitala neyslu- verðs í september ➜ Þjóðskrá – Fjöldi útgefinna vegabréfa Föstudagur 26. september ➜ Hagstofan – Nýskráningar og gjaldþrot í ágúst 2014 Þriðjudagur 30. september ➜ Hagstofan – Fjármál ríkissjóðs á greiðslugrunni ➜ Hagstofan – Vísitala fram- leiðsluverðs í ágúst 2014 Miðvikudagur 1. október ➜ Seðlabanki Íslands – Vaxta- ákvörðunardagur „Við erum að þessu til að efla tengsl og viðskipti milli íslenskr- ar kvikmyndagerðar og umheims- ins,“ segir Hrönn Marínósdóttir, stjórnandi RIFF, um Bransadaga kvikmyndahátíðarinnar sem haldnir verða í byrjun október. Erlendu framleiðslufyrir- tækin Trust Nordisk, Films Bout- ique, Film Republic og Pascale Ramonda eru á meðal þeirra sem hafa boðað komu sína á dagana. Síðastnefnda fyrirtækið keypti nýverið sýningarréttinn á kvik- myndinni París norðursins í Evrópu. „Það koma hátt í tvö hundruð manns hingað á Bransadagana. Í þeim hópi eru erlendir blaða- menn, leikstjórar, framleiðendur, sölu- og dreifi ngaraðilar og stjórn- endur kvikmyndahátíða,“ segir Hrönn. Hún segir blaðamennina koma frá fjölmiðlum á borð við Holly- wood Reporter, Variety og Huff- ington Post. „Í fyrra kom Hollywood Report- er einnig og gerði viðamikla úttekt. Að fá umfjöllun í stórum erlendum blöðum er auðvitað mikilvægt og þessir gestir munu meðal annars heimsækja Reykja- vík Studios og skoða það nýja framleiðslufyrirtæki.“ Spurð hvort Bransadagarnir hafi áður leitt til samninga á milli inn- lends kvikmyndagerðarfólks og erlendra fyrirtækja nefnir Hrönn dæmi frá árinu 2008. „Þá kom rússneski leikstjórinn Alexander Sokurov á hátíðina og gerði í kjölfarið samning við Saga- fi lm. Hann endaði á að taka upp kvikmynd hér á landi og borgaði Sagafi lm 70 milljónir króna,“ segir Hrönn. Hún bætir við að í ár sé áhersla lögð á að kynna þá þjón- ustu sem er í boði hjá íslenskum fyrirtækjum sem koma að kvik- myndaframleiðslu. „Íslensk kvikmyndagerð nýtur mikillar virðingar og er mjög vin- sæl víða um heim eins og sést á erlendum kvikmyndahátíðum og margar íslenskar myndir hafa verið að gera góða sölu- og dreif- ingarsamninga við stór fyrirtæki úti í heimi.“ Vilja efla viðskipti og tengsl á Bransadögum Fulltrúar framleiðslufyrirtækisins Trust Nordisk hafa boðað komu sína á Bransadaga RIFF. Markmiðið meðal annars að efla tengsl og viðskipti milli erlendra fyrirtækja og kvikmyndagerðar hér á landi. STJÓRNANDINN Hrönn Marínósdóttir á von á að erlendir blaðamenn, framleiðendur og stjórnendur kvikmyndahátíða mæti á Bransadaga RIFF. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KVIKMYNDIR Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is Keyrðu upp af köstin frábærum vinnufélögum með Tölva: 144.990 kr.* Skjár: 38.990 kr.* advania.is/vinnufelagar Hafðu samband í síma 440 9010 eða í tölvupósti á sala@advania.is OPTIPLEX 9020SF#04P2314H *Sérverð, gildir meðan birgðir endast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.