Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 28
FÓLK|FERÐIR Arna Björk Jónsdóttir fór í óvenjulega ferð með fjölskyldu sinni fyrir nokkrum vikum en þau gistu á þýskum herragarði í Lückendorf í austurhluta Þýskalands. „Þetta var frábær ferð með manninum mínum og strákunum okkar tveimur, mæðrum okkar beggja og bróður mínum og fjölskyldu hans. Við vorum tólf saman, sex fullorðnir og sex börn, frá þriggja ára og upp í 67 ára. Herra- garðurinn er fimm hundruð fermetrar á þremur hæðum auk kjallara þannig að það var nóg pláss fyrir alla hvort sem maður vildi vera í sameiginlega rýminu eða fara í sitt eigið herbergi þegar mað- ur þurfti smá næði. Í kringum húsið er risastór afgirtur garður með lítilli tjörn, púttvelli og sandkassa þar sem börnin gátu leikið sér örugg. Eitt kvöldið grill- uðum við sykurpúða við sérstakt grill- stæði í garðinum. Það var fín stemning og vakti það lukku hjá krökkunum,“ segir Arna Björk og brosir. Hún segir það helst hafa valdið sér álagi í ferðinni hversu gaumgæfilega þurfti að flokka rusl en fyrir utan herra- garðinn voru sjö ruslatunnur. „Ef við flokkuðum ekki rétt gátum við átt von á hárri sekt. Þetta var farið að leggjast svo á sálina í mér að rusl sem passaði illa í flokk eða gat jafnvel tilheyrt tveim- ur flokkum tók ég með mér í dagsferðir og setti í ruslatunnu í skemmtigörðum. Ég heyrði svo um daginn að lausn frænda míns, sem leigði húsið líka í sumar, var að brenna eins mikið og hann gat af rusli í kamínunni á kvöldin. Þrátt fyrir að þetta hafi flækst fyrir mér fór ég líka að hugsa um hvað ég gæti tekið mig á hér heima í að flokka rusl og hvað við værum mörg komin stutt á veg í þeim málum á Íslandi.“ Fjölskyldan gerði sér margt til skemmtunar á meðan hún dvaldi í villunni, fór meðal annars í skemmti- garðinn Kulturpark þar sem er mikið af alls konar frumlegum leiktækjum fyrir börn, á sandströnd stutt frá húsinu, í Trixi Ferienpark, sem er stórt svæði við vatn þar sem eru stökkbretti á fjórum hæðum og til Oybin, nágranna- bæjar þar sem er kastali og klaustur frá fjórtándu öld. „Það sem situr helst eftir er samveran og að eiga alltaf þessa sameiginlegu upplifun og minningar saman. Hið mikla vöruúrval í matvöru- verslununum er ógleymanlegt sem og lúxusinn við að geta keypt dýrindis mat og vín án þess að það tæki of mikið í pyngjuna. Að sitja á risastórum svölum á kvöldin í blankalogni og 25 stiga hita og spjalla og virða fyrir sér trjátoppa og akra með mikla fjallasýn var mikil og góð tilbreyting. Að lokum var magnað að synda með mörgæsum í sundlaugar- og rennibrautagarði, ég hef aldrei upplifað það áður,“ segir Arna Björk og hlær. ■ liljabjork@365.is GIST Á GLÆSILEGUM HERRAGARÐI FERÐIR Arna Björk Jónsdóttir gisti á glæsilegum herragarði í Þýskalandi á dögunum og hafði gaman af. Þó var álagið við að flokka rusl meira en hún átti von á en hætt var við háum sektum ef ekki var nógu vel flokkað í tunnur. VILLA LÜCKENDORF Herragarðurinn er glæsilegur með stórum, afgirtum garði þar sem er tjörn og púttvöllur. AÐSEND MYND SYNT MEÐ MÖRGÆSUM Arna Björk segir það hafa verið magnað að synda með mörgæsum í sundlaugargarði í Þýska- landi. AÐSEND MYND ARNA BJÖRK Fjölskylda Örnu Bjarkar hafði það gott í sumarfríinu og gisti í góðu yfirlæti á fimm hundruð fermetra herragarði. MYND/GVA One week flat Minnkar Þembu og losar vind úr meltingunni á viku! Meltingin er nánast fullkomin eftir að ég fór að nota OptiBac Probiotics gerlana og ég get ekki hugsað mér að vera án þeirra Marta Eiríksdóttir jógakennari“ ” @OptiBac www.facebook.com/optibaciceland Sérblað um Skotveiði Fyrir auglýsingar/kynningar skal hafa samband við Jón Ívar jonivar@365.is 512-5429/866-6748 Laugardaginn 27.september gefur Fréttablaðið út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.