Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 26
FÓLK|FERÐIR Anton hefur frá unga aldri verið listrænn og teiknaði mikið sem barn. Þegar hann var þréttán ára fékk hann fyrstu alvöru stafrænu myndavélina sína og fór í kjölfarið að taka landslagsmyndir og þá aðallega myndir af fossum. „Á ferðum mínum um landið kvikn- aði svo áhugi á fuglum og fyrr en varði var ég alfarið farinn að mynda þá,“ segir Anton. Í fyrstu ferðuðust for- eldrar hans með honum en nú er hann kominn með bílpróf og fer sínar eigin leiðir. Foreldrar Antons hafa að hans sögn haft mjög gaman af áhugamálinu og hafa sjálfir smitast af fuglabakteríunni. „Við höfum ferðast saman um landið með hundinn og notið þess að skoða og vera úti í náttúrunni.“ Anton segist hafa myndað stóran hluta fuglanna í Reykjavík en hann hefur líka ljósmyndað á Norðurlandi, í Flatey og á Snæfellsnesi. Hann gefur þó ekki upp nákvæmar staðsetningar enda umhugað um friðhelgi fuglanna. „Ég er mikill dýravinur og hef alltaf verið,“ segir Anton, sem hefur líka farið til Ástralíu og Kína að mynda fjölskrúðugt dýralífið þar. Fuglaplakatið vann hann í samstarfi við Proarc og eru fleiri væntanleg; þar á meðal plakat með landnámshænum og geitum. Anton stundar nám við Fjölbrauta- skólann í Ármúla en listin togar stöðugt í hann. „Að undanförnu hef ég verið að semja tónlist; allt frá klass- ískri tónlist yfir í raftónlist og stefnir hugurinn í þá átt. Draumurinn er að gera tónsmíðar að aðalstarfi en hafa ljósmyndun með.“ Áhugasömum er bent á heimasíðu Antons, antonisak.weebly.com, en þar má sjá fjölda fuglamynda eftir hann. Þar er líka að finna tónlist sem hann hefur samið. Plakatið má nálgast á www.proarc.is. ■ vera@365.is FÉKK BAKTERÍUNA FJÓRTÁN ÁRA MYNDAR FUGLA Anton Ísak Óskarsson er ungur áhugaljósmyndari sem byrjaði fjórtán ára að mynda fugla og á nú, fjórum árum síðar, myndir af flestöllum ís- lenskum fuglum. Stór hluti myndanna prýðir nýútkomið plakat frá Proarc. UNGUR LISTAMAÐUR Á plakatinu eru fuglar sem verpa hérlendis. Myndirnar hefur Anton tekið á ferðum sínum um landið síðastliðin fjögur ár. MYND/VALLI UPPLÝSINGAR O Nýtt námskeið hefst 31. ágúst 0. 17. jan arefst 26. september. Nýtt ná s www.fi.is Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Í sal FÍ 25. september, kl. 20:00 Ferðafélag Íslands stendur fyrir mynda og fræðslukvöldi nk. fimmtu- dagskvöld þar sem Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur fræðir gesti um eldgosið í Holuhrauni og jarðhræringar í Bárðarbungu. Þátttaka ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Bárðarbunga Fræðslu- og myndakvöld Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t ok tó be r– de se m be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.