Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 24.09.2014, Blaðsíða 54
24. september 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 34 „Ég ætla að ræða við konur sem hafa valið sér að fara í störf sem talin hafa verið hefðbundin karla- störf,“ segir Sandra Hlín Guð- mundsdóttir, meistaranemi í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. Sandra vinnur að meist- ararannsókn sem snýr að konum sem hafa starfað í því sem myndi flokkast sem hefðbundin karla- störf. „Ég mun ræða við þær um þeirra upplifun, hverjir séu kost- ir þess að vera kona í hefðbundnu karlastarfi og hverjir séu nei- kvæðu þættirnir við það. Ég mun einnig ræða við þær um þann stuðning sem þær fengu í starfi, ef einhver var, og hvort þær hefðu viljað fá stuðning. Ástæðan fyrir því að ég er að gera þessa rann- sókn er sú að mig langar að kanna hvort náms- og starfsráðgjöf geti veitt konum sem fara í hefðbund- in karlastörf eða nám sem tengist þeim einhvern stuðning, ásamt því að bæta náms- og starfsfræðslu, þá sérstaklega með tilliti til þess þegar einstaklingar velja sér nám eða starf sem er talið óhefðbund- ið fyrir þeirra kyn,“ segir hún. Sandra óskar sérstaklega eftir að komast í kynni við konur sem unnu slík störf á árunum 1980-90 og svo mun hún bera það saman við konur sem sinna slíkum störfum í dag. Nú þegar hafa nokkrar konur sett sig í samband við Söndru en viðtölin mun hún taka 25. september til 30. október. Þær konur sem hafa áhuga á að taka þátt í rannsókninni geta haft samband við Söndru á netfang- ið shg2@hi.is. - viktoriah@365.is Leitar að konum í karlastörfum Sandra Hlín gerir rannsókn á konum sem hafa unnið störf sem vanalega eru kennd við karlmenn. Sem dæmi um slík störf eru bifvélavirki, pípari og rafvirki. GERIR RANNSÓKN Sandra mun ræða við konurnar um þeirra upplifun af því að gegna þeim störfum sem frekar eru kennd við karlmenn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Hefðbundin karlastörf eru störf þar sem karlmenn hafa verið í meirihluta. Ástæðan fyrir því að ég vel þessi tilteknu störf er sú að í áhugasviðskönnunum eru þau flokkuð í sama flokk- inn,“ segir Sandra um það hvað sé átt við með hefðbundnum karlastörfum. Á listanum eru þessi störf: Bifvélavirki, leigubílstjóri, pípari, sjómaður, bílamálari, slökkviliðskona, lögreglukona, vélaverkfræðingur, húsasmiður og rafvirki. STÖRF SEM KARLAR SINNA Í MEIRIHLUTA „Þetta er augljóslega mikill heið- ur og það er víst barist um stað á þessum sýningum hjá versl- uninni,“ segir Kristín Maríella Friðjónsdóttir sem ásamt systur sinni Áslaugu Írisi Katrínu, skip- ar hönnunarteymið Twin Within. Um síðustu helgi tóku þær þátt í tískusýningu á vegum einnar stærstu tískuvefverslunar í Suð- ur-Asíu, Gnossem.com, sem hald- in var á Formúlu 1-keppni. „Ég komst í samband við stofn- anda og eiganda Gnossem.com, Lisu Crosswite, hérna úti og hún var svo hrifin af Twin Within að hún bauð okkur að sýna festarn- ar á þessari F1-sýningu,“ segir Kristín sem er búsett í Singapúr ásamt sambýlismanni sínum, Orra Helgasyni, og dóttur þeirra. „Þetta var það fyrsta af þremur sýningarkvöldum og þarna voru um það bil 2.500 manns sem horfðu á sýninguna.“ Fjölmargir fylgdust einnig með formúlunni, meðal annars kokk- urinn Gordon Ramsay sem þau hittu þegar þau fóru út að borða. „Hann sat á næsta borði. Við spjölluðum aðeins og hann sagð- ist koma árlega til Íslands að veiða,“ segir Kristín. Hún er ánægð með sýninguna. „Vonandi verður þetta til þess að fleiri tækifæri bjóðast Twin Within í framhaldinu en stefnan er tekin á Asíumarkaðinn. Á döf- inni er að koma festunum í fram- leiðslu og þær koma í verslanir á Íslandi og víðar fyrir jólin.“ Festar systranna hafa verið vinsælar en þær hafa verið fram- leiddar í takmörkuðu upplagi hingað til. - vh Systurnar stefna á Asíumarkað Hönnun Twin Within var sýnd á stórri tískusýningu á Formúlu 1-keppni í Singapúr um síðustu helgi. Á SÝNINGUNNI Stærsta tískuvefverslun Suður-Asíu hélt tískusýninguna. Hann sat á næsta borði. Við spjölluðum aðeins og hann sagðist koma árlega til Íslands. Kristín Maríella Uppáhaldsdýrið mitt er pomer- anian-hundur og snákur. Samt er nýjasta uppáhaldsdýrið mitt bænarækja. Steinunn Eldflaug, dj. flugvél og geimskip. UPPÁHALDSDÝRIÐ „Mér fannst það skondin hug- mynd að sækja um þennan stað,“ segir Grétar Sigurðsson, einn stofnenda kleinuhringjavagnsins Dons Donuts en hann var opnað- ur fyrir rúmri viku fyrir framan Lögreglustöðina á Hverfisgötu. Fyrir þremur vikum var vagninn opnaður í Fógetagarðinum. „Við sóttum um leyfi á ýmsum stöð- um en það vildi svo skemmtilega til að okkur var úthlutað þessum tveimur stöðum.“ Dons Donuts sérhæfa sig í litlum sykruðum kleinuhringj- um en að sögn Grétars eru ekki margir lögreglumenn búnir að koma og gæða sér á sætindunum, þótt flestir þekki mýtuna langlífu um ást lögreglumanna á kleinu- hringjum. Uppruni mýtunnar er sá að kleinuhringjabúðir voru lengi vel einu skyndibitastaðirnir sem voru opnir alla nóttina í Banda- ríkjunum og var því kleinuhring- ur og kaffi fullkomin máltíð fyrir svangan og þreyttan lögregluþjón á vakt. - þij Fannst fyndið að selja löggum kleinuhringi Kleinuhringjavagninn Dons Donuts er búinn að planta sér fyrir framan lögreglustöðina á Hverfi sgötu. GÓMSÆTT Hér sést afgreiðslu- daman með kleinuhring- ana frægu.r Mér fannst það skondin hug- mynd að sækja um þennan stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.