Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.10.2014, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 16.10.2014, Qupperneq 2
16. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 VINNUVERNDehf Vinnuvernd ehf. Brautarholt 28 105 Reykjavík s: 5780800 www.vinnuvernd.is vinnuvernd@vinnuvernd.is SAMFÉLAGSMÁL „Mér finnst þetta vera áreitni og ég myndi vilja að Landspítalinn skoðaði þetta mál alvarlega með hagsmuni sinna skjólstæðinga að leiðarljósi,“ segir Steinunn Rögnvaldsdóttir, félags- og kynjafræðingur, um þann hóp fólks sem kemur vikulega saman fyrir framan kvennadeild Land- spítalans til þess að biðja fyrir eyddum fóstrum og viðhorfsbreyt- ingum til fóstureyðinga, eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Steinunn vinnur nú að bók byggðri á reynslusögum kvenna af fóstureyðingum ásamt Silju Báru Ómarsdóttur alþjóðastjórn- málafræðingi sem mun koma út á næsta ári. Steinunn veltir fyrir sér hvort að hægt sé að fullyrða að engin kona hafi orðið fyrir óþægindum af völdum fólksins líkt og fram kom í máli félagsráðgjafa á kvenna- deild í fréttinni í gær. „Áreitni þarf ekki alltaf að vera líkamleg. Hafa þau spurt konurnar eða eiga konur að þurfa greina frá því að fyrra bragði? Einnig velti ég því fyrir mér hvort sú kona sem þetta fær eitthvað á sé líkleg til þess að segja heilbrigðisstarfsfólki frá því.“ Hún bendir á að fóstureyðing sé læknisaðgerð og hana ætti ekki að fordæma frekar en aðrar aðgerðir. „Þegar ég heyri tal um að það eigi að fækka fóstureyðingum spyr ég á móti: Ætti að fækka hjartaþræð- ingum? Báðar eru þetta mikilvæg- ar og nauðsynlegar aðgerðir til að fólk geti lifað góðu lífi. Ef það væri eitthvert fólk fyrir utan deildina þar sem ég væri að fara í hjarta- þræðingu og væri að biðja fyrir því að ég hefði ekki hegðað mér þannig að ég þyrfti á hjartaþræðingu að halda, myndi mér finnast það nið- urlægjandi og mér myndi hrein- lega finnast það vera áreitni.“ Steinunn segir fóstureyðing- ar mikilvægan rétt kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Hún óttast að ef tíðarandinn breytist í þjóð- félaginu og slík viðhorf, sem fólkið í bænahópnum viðrar, ná frekara fylgi verði réttindi kvenna skert. „Réttur kvenna til að fara í fóstur- eyðingu hér á landi er ekki óskor- aður. Það er ekki hægt að fara í fóstureyðingu að eigin ósk heldur þarf að láta samþykkja umsókn af félagslegum eða heilbrigðisástæð- um. Lögin eru því ekki beinlínis hliðholl konum þó að praktíkin sé það, þar sem maður verður ekki mikið var við að konum sé synj- að um þá beiðni. Ef tíðarandinn breytist í þjóðfélaginu, líkt og fólk- ið fyrir framan kvennadeildina fer fram á, er aldrei að vita nema það verði farið að fara meira eftir lagarammanum og það verði ekki jafnt einfalt fyrir konur að komast í fóstureyðingu.“ hannarut@365.is Nærvera bænahóps áreitni fyrir konur Vill að Landspítalinn athugi hvort ástæða sé til að meina bænahópi að biðja fyrir framan kvennadeildina. Segir návist hans geta verið niðurlægjandi fyrir konur. ÁREITNI Steinunn Rögnvaldsdóttir, kynja- og félagsfræðingur, vill að Landspítalinn athugi hvort það sé skjólstæðingum hans fyrir bestu að bænahópnum sé leyft að vera fyrir framan kvennadeildina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Heiðdís, er bara tómahljóð í túlkasjóðnum? „Ha?“ Túlkasjóður heyrnarlausra er tómur. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnar- lausra, segir að með því sé verið að útiloka heyrnarlausa frá samfélaginu. FÓLK Nemendur á yngsta stigi Laugarnesskóla heimsóttu Alþingishús- ið í gær. Börnin voru full áhuga á þeirri virðulegu stofnun og spurðu margra einlægra spurninga á leið sinni um húsið. Einn ungu gestanna spurði meðal annars hvenær Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsæt- isráðherra ætti afmæli, en svarið við þeirri spurningu er 12. mars. - jhh Nemendur á yngsta stigi Laugarnesskóla heimsóttu þingið: Börnin áhugasöm um Alþingi HVENÆR Á SIGMUNDUR AFMÆLI? Börnin spurðu margra spurninga en einum þótti fróðlegast að vita hvenær Sigmundur Davíð ætti afmæli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þegar ég heyri tal um að það eigi að fækka fórstureyðingum spyr ég á móti: Ætti að fækka hjartaþræðingum? Steinunn Rögnvaldsdóttir, félags- og kynjafræðingur HJÁLPARSTARF „Þetta er í fyrsta sinn sem Rauði krossinn fer í neyðarvarnaræfingu fyrir heila þjóð,“ segir Björn Teitsson, upp- lýsingafulltrúi Rauða krossins, en samtökin hyggjast opna 48 fjöldahjálparstöðvar um allt land til þess að kynna þjóðinni þau úrræði sem í boði eru ef kemur til hamfara. „Ekki bara fyrir þjóðina heldur líka gestina okkar sem eru hér staddir,“ bætir Björn við. Fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins eru alls um tvö hundruð talsins en ákveðið var að ein- beita sér að fjölmennari stöðum á landinu. Að sögn Björns er gosið í Holu- hrauni ekki ástæðan fyrir því að Rauði krossinn ákvað að ráðast í æfinguna. „Það var í raun til- viljun ein sem réð því að náttúr- an hefur haldið okkur í heljar- greipum undanfarnar vikur. En við vitum að hamfarir geta orðið á hvaða stundu sem er. Hvatinn er samkomulag sem Rauði kross- inn hefur haft við almannavarn- ir síðan í Vestmannaeyjagosinu árið 1974,“ útskýrir hann en eftir gosið í Heimaey tóku hjálparsam- tökin að sér að hlúa að þeim sem verða fyrir áhrifum hamfara. Klúbbur matreiðslumeistara mun elda ofan í alla þjóðina hinn þjóðlega rétt kjötsúpu og mörg hundruð sjálfboðaliða Rauða krossins standa vaktina. Á vefsíðu Rauða krossins er að finna upplýsingar um hvar hjálp- arstöðvarnar eru. - nej Þjóðinni og ferðamönnum kynnt þau úrræði sem í boði eru komi til náttúruhamfara hér á landi: Neyðarvarnaræfing fyrir þjóðina Í FYRSTA SINN Björn Teitsson er upplýs- ingafulltrúi Rauða krossins en hann segir þetta í fyrsta sinn sem æfing af þessu tagi er haldin fyrir heila þjóð. MYND/BJÖRN STJÓRNSÝSLA „Framsóknarflokk- urinn upplýsti Ríkisendurskoð- un um að tvö fyrirtæki hefðu greitt til flokksins umfram það sem lög heimila,“ segir Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri flokksins, í yfirlýsingu vegna fréttar blaðsins um að Ríkisend- urskoðun íhugi að kæra flokkinn fyrir að taka við of háum fram- lögum frá tveimur fyrirtækjum. Samanlagt námu þau rúmum 100 þúsund krónum. Hrólfur neitar því að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað.„Við- brögð flokksins voru þau að leiðrétta mistökin umsvifa- laust þegar þau urðu ljós,“ segir Hrólfur. - jme Flokkurinn upplýsti málið: Segir Framsókn hafa gert rétt STJÓRNSÝSLA ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna vanefnda á innleiðingu Evróputilskipana. Íslenska ríkinu hefur ekki tek- ist að innleiða tilskipun um merk- ingar og staðlaðar vörulýsingar á orkunotkun heimilistækja. Ísland átti að innleiða tilskipunina fyrir 1. júní árið 2013. Íslensk stjórnvöld hafa fengið tækifæri til að gera bragarbót á reglum sínum, innleiða tilskip- unina eða koma með rök fyrir því hvers vegna EES-reglurnar hafa ekki verið samþykktar. Það að fara með málið fyrir EFTA-dóm- stólinn er lokaúrræði eftirlits- stofnunarinnar. - sa Ísland fyrir EFTA-dómstólinn: ESA kærir ríkið vegna vanefnda HEILSA Foreldrar leikskólabarna hafa margir áhyggjur af áhrifum gosmengunar á börnin sín. Leik- skólastjórar fylgjast flestir náið með loftgæðum og hafa börnin inni ef vafi er á að þau séu í lagi. Loft- gæði voru í góðu lagi í Reykjavík í gær, enda léku börnin sér þá úti. En loftgæðin breytast oft hratt og gosmengun hefur mælst í borg- inni af og til síðustu daga. Edda Margrét Jensdóttir, leik- skólastjóri á Bakkaborg, segir foreldra barnanna þar velta gos- menguninni töluvert fyrir sér þar sem börnin séu oft úti yfir daginn og margir hafi áhyggjur af áhrif- um hennar. Hún segir foreldra oft hringja og athuga hvort aðstæður hafi ekki örugglega verið kannaðar en það sé alltaf gert áður en börnin fara út. Edda Margrét segir leikskóla- stjóra skoða heimasíðu Umhverfis- stofnunar þar sem hægt er að sjá hversu mikil gosmengun mælist á hverjum stað hverju sinni. Þá fylg- ist Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vel með gosmenguninni og send- ir tilkynningar til allra grunn- og leikskóla ef ástæða þykir til. - lvp Margir foreldrar leikskólabarna hafa áhyggjur af áhrifum gosmengunar: Leikskólar fylgjast með mengun Á LEIKSKÓLA Loftgæðin breytast oft hratt og þá þarf að bregðast við því. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.