Fréttablaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 68
16. október 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 56 „Það er mjög góð stemning fyrir þessu,“ segir Dögg Mósesdóttir, stofnandi kvikmyndahátíðarinnar Northern Wave sem haldin verður í sjöunda sinn á Grundarfirði um næstu helgi. „Við höfum vanalega verið með hátíðina á þyngsta vetrartímanum, þar sem er svo snjóþungt og hvasst að gestir hafa jafnvel séð dauða fugla á veginum. En í ár verður betra og léttara veður.“ Northern Wave er alþjóðleg stuttmynda- og tónlistarmynd- bandahátíð sem leggur áherslu á kynslóð nýrra leikstjóra og nýjar raddir í kvikmyndagerð. Dögg segir að svo virðist sem það hafi verið mikil fjölgun á kven- leikstjórum undanfarið. „Stutt- myndir hafa oft gefið vísbendingar um það sem koma skal í bransan- um því þetta eru oft framtíðarleik- stjórarnir. Við höfum tekið eftir mikilli fjölgun kvenleik stjóra í grasrótinni. Kvenraddirnar eru svolítið nýjar raddir í bransanum því þær hafa heyrst mjög lítið. Við tökum því fagnandi.“ Að sögn Daggar er lögð áhersla á að sýna rjómann af því sem er að gerast í stuttmyndum úti í heimi. „Við sýnum líka nýjar uppgötv- anir sem okkur fannst frábærar en hafa kannski ekki verið mikið á hátíðum ennþá, ásamt íslensk- um stuttmyndum sem eru allt- af vinsælastar á hátíðinni,“ segir Dögg. Keppt er um verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina, besta íslenska tónlistarmyndbandið og bestu alþjóðlegu stuttmyndina.“ „Ég held að vinsældir stutt- mynda og tónlistarmyndbanda séu að aukast. Þegar við vorum að byrja héldu allir að tónlistar- myndbönd væru að deyja út. Þau hafa aftur á móti aldeilis sótt í sig veðrið. Ég held að það sama geti gerst með stuttmyndirnar. Við erum orðin svo YouTube-vædd að við erum farin að fíla miklu betur styttri snið. Ég held að stuttmynda- formið eigi framtíðina fyrir sér,“ segir Dögg. Boðið er upp á fleiri viðburði á hátíðinni svo sem fiskréttakeppni og tónleika. thorduringi@frettabladid.is Fleiri konur leikstýra í íslensku grasrótinni Kvikmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í sjöunda sinn á Grundarfi rði. Lögð verður áhersla á það helsta sem er að gerast í stuttmyndum úti í heimi. STYTTRA SNIÐ SÆKIR Í SIG VEÐRIÐ Dögg Mósesdóttir, stofnandi hátíðarinnar, lítur björtum augum á framtíð stuttmyndanna. Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2 og K100,5. Auk þess er tekið mið af sölu og spilun á Tónlist.is og spilun á Spotify. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, Samkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Lucky Records, Vefverslun Record Records, N1 og tonlist.is LAGALISTINN TÓNLISTINN 09.10.2014 ➜ 15.10.2014 1 Meghan Trainor All About That Bass 2 Kaleo All The Pretty Girls 3 Sam Smith I’m Not The Only One 4 Prins Póló París norðursins 5 Lilly Wood and The Prick Prayer in C 6 Tove Lo Habits (Stay High) 7 Nýdönsk Nýr maður 8 Milky Chance Stolen Dance 9 Calvin Harris Blame 10 The Script Superheroes 1 Raggi Bjarna 80 ára 2 Hjálmar Skýjaborgin 3 Nýdönsk Diskó Berlín 4 Ýmsir Jólin alls staðar 5 Kaleo Kaleo 6 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music Vol. 2 7 Sólstafir Ótta 8 Mammút Komdu til mín svarta systir 9 Ýmsir SG hljómplötur 10 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn Marina Ginn, fyrrverandi eigin- kona Gregs Ginn eins stofnenda bandarísku pönksveitarinnar Black Flag, hefur ásakað hann um að misnota dætur þeirra. Í október fór Marina með for- ræðismál fyrir dómstóla og krafð- ist fulls forræðis yfir dætrum þeirra, Isadoru, sem er 10 ára, og Karis, sem er sjö ára. Í eiðfestri yfirlýsingu segir að Greg hafi verið „óútreiknan- legur og hrottalegur“ og að hann hafi „stefnt lífi og andlegri heilsu barnanna í hættu“. Í skjalinu segir að börnin hafi „kvartað undan því að hegðun hans yrði óútreiknan- legri með hverjum degi“ en þar segir að Greg hafi neitað að gefa þeim að borða og haft í hótunum við þær. Að hann misnoti áfengi og vímuefni í viðurvist þeirra og að þær hafi orðið vitni að áflogum og líkamlegu ofbeldi í húsinu sem þær búi í. Í skjalinu segir að Greg hafi neytt dæturnar til að taka til á heimilinu langt fram á nótt, læst þær inni í herbergi tímunum saman og skvett vatni framan í þær. Þá segir að Greg hafi áreitt dætur sínar með því að blístra á þær, segja þeim að fara í megrun og segja við þær „þú ert heit“. Black Flag var stofnuð árið 1976 og hefur verið kölluð „fyrsta harð- kjarnasveit Bandaríkjanna“. - þij Stofnandi Black Flag sakaður um níð Fyrrverandi eiginkona Gregs Ginn segir hann hafa misnotað dætur þeirra grófl ega. GREG GINN Gítarleikari og einn stofnenda Black Flag. 50” risi á frábæru verði 50” LED 3D SJÓNVARP - KDL50W828 • Full HD 1920 x1080 punktar • Motionflow XR 800Hz myndvinnslukerfi Tilboð 224.990.- Verð áður 249.990.- Einstök gæði 49” LED 3D SJÓNVARP - KD49X850 • 4K (3840x2160) Ultra HD upplausn • Motionflow XR 200Hz, Triluminos skjár og þrívíddarafspilun Tilboð 382.490.- Verð áður 449.990.- Örþunnt og flott 40” LED SJÓNVARP - KDL40W605 • Full HD 1920 x1080 punktar • Motionflow 200 Hz X-Reality myndvinnslukerfi Tilboð 127.990.- Verð áður 159.990.- Magnað verð 48” LED SJÓNVARP - KDL48W605 • Full HD 1920 x1080 punktar • Motionflow 200 Hz X-Reality myndvinnslukerfi Tilboð 175.990.- Verð áður 199.990.- Sony Center / Verslun Nýherja Borgartúni / 569 7700 Sony Center / Verslun Nýherja Kaupangi Akureyri / 569 7645 5 ÁRA ÁBYRGÐ FYLGIR ÖLLUM SJÓNVÖRPUM Tilboð 48” 175.990.- Tilboð 40” 127.990.- Tilboð 49” 382.490.- Húrra! Sony lækkar verð ➜ Kvenraddirnar eru svolítið nýjar raddir í bransanum því þær hafa heyrst mjög lítið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.