Fréttablaðið - 16.10.2014, Side 68

Fréttablaðið - 16.10.2014, Side 68
16. október 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 56 „Það er mjög góð stemning fyrir þessu,“ segir Dögg Mósesdóttir, stofnandi kvikmyndahátíðarinnar Northern Wave sem haldin verður í sjöunda sinn á Grundarfirði um næstu helgi. „Við höfum vanalega verið með hátíðina á þyngsta vetrartímanum, þar sem er svo snjóþungt og hvasst að gestir hafa jafnvel séð dauða fugla á veginum. En í ár verður betra og léttara veður.“ Northern Wave er alþjóðleg stuttmynda- og tónlistarmynd- bandahátíð sem leggur áherslu á kynslóð nýrra leikstjóra og nýjar raddir í kvikmyndagerð. Dögg segir að svo virðist sem það hafi verið mikil fjölgun á kven- leikstjórum undanfarið. „Stutt- myndir hafa oft gefið vísbendingar um það sem koma skal í bransan- um því þetta eru oft framtíðarleik- stjórarnir. Við höfum tekið eftir mikilli fjölgun kvenleik stjóra í grasrótinni. Kvenraddirnar eru svolítið nýjar raddir í bransanum því þær hafa heyrst mjög lítið. Við tökum því fagnandi.“ Að sögn Daggar er lögð áhersla á að sýna rjómann af því sem er að gerast í stuttmyndum úti í heimi. „Við sýnum líka nýjar uppgötv- anir sem okkur fannst frábærar en hafa kannski ekki verið mikið á hátíðum ennþá, ásamt íslensk- um stuttmyndum sem eru allt- af vinsælastar á hátíðinni,“ segir Dögg. Keppt er um verðlaun fyrir bestu íslensku stuttmyndina, besta íslenska tónlistarmyndbandið og bestu alþjóðlegu stuttmyndina.“ „Ég held að vinsældir stutt- mynda og tónlistarmyndbanda séu að aukast. Þegar við vorum að byrja héldu allir að tónlistar- myndbönd væru að deyja út. Þau hafa aftur á móti aldeilis sótt í sig veðrið. Ég held að það sama geti gerst með stuttmyndirnar. Við erum orðin svo YouTube-vædd að við erum farin að fíla miklu betur styttri snið. Ég held að stuttmynda- formið eigi framtíðina fyrir sér,“ segir Dögg. Boðið er upp á fleiri viðburði á hátíðinni svo sem fiskréttakeppni og tónleika. thorduringi@frettabladid.is Fleiri konur leikstýra í íslensku grasrótinni Kvikmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í sjöunda sinn á Grundarfi rði. Lögð verður áhersla á það helsta sem er að gerast í stuttmyndum úti í heimi. STYTTRA SNIÐ SÆKIR Í SIG VEÐRIÐ Dögg Mósesdóttir, stofnandi hátíðarinnar, lítur björtum augum á framtíð stuttmyndanna. Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2 og K100,5. Auk þess er tekið mið af sölu og spilun á Tónlist.is og spilun á Spotify. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, Samkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Lucky Records, Vefverslun Record Records, N1 og tonlist.is LAGALISTINN TÓNLISTINN 09.10.2014 ➜ 15.10.2014 1 Meghan Trainor All About That Bass 2 Kaleo All The Pretty Girls 3 Sam Smith I’m Not The Only One 4 Prins Póló París norðursins 5 Lilly Wood and The Prick Prayer in C 6 Tove Lo Habits (Stay High) 7 Nýdönsk Nýr maður 8 Milky Chance Stolen Dance 9 Calvin Harris Blame 10 The Script Superheroes 1 Raggi Bjarna 80 ára 2 Hjálmar Skýjaborgin 3 Nýdönsk Diskó Berlín 4 Ýmsir Jólin alls staðar 5 Kaleo Kaleo 6 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music Vol. 2 7 Sólstafir Ótta 8 Mammút Komdu til mín svarta systir 9 Ýmsir SG hljómplötur 10 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn Marina Ginn, fyrrverandi eigin- kona Gregs Ginn eins stofnenda bandarísku pönksveitarinnar Black Flag, hefur ásakað hann um að misnota dætur þeirra. Í október fór Marina með for- ræðismál fyrir dómstóla og krafð- ist fulls forræðis yfir dætrum þeirra, Isadoru, sem er 10 ára, og Karis, sem er sjö ára. Í eiðfestri yfirlýsingu segir að Greg hafi verið „óútreiknan- legur og hrottalegur“ og að hann hafi „stefnt lífi og andlegri heilsu barnanna í hættu“. Í skjalinu segir að börnin hafi „kvartað undan því að hegðun hans yrði óútreiknan- legri með hverjum degi“ en þar segir að Greg hafi neitað að gefa þeim að borða og haft í hótunum við þær. Að hann misnoti áfengi og vímuefni í viðurvist þeirra og að þær hafi orðið vitni að áflogum og líkamlegu ofbeldi í húsinu sem þær búi í. Í skjalinu segir að Greg hafi neytt dæturnar til að taka til á heimilinu langt fram á nótt, læst þær inni í herbergi tímunum saman og skvett vatni framan í þær. Þá segir að Greg hafi áreitt dætur sínar með því að blístra á þær, segja þeim að fara í megrun og segja við þær „þú ert heit“. Black Flag var stofnuð árið 1976 og hefur verið kölluð „fyrsta harð- kjarnasveit Bandaríkjanna“. - þij Stofnandi Black Flag sakaður um níð Fyrrverandi eiginkona Gregs Ginn segir hann hafa misnotað dætur þeirra grófl ega. GREG GINN Gítarleikari og einn stofnenda Black Flag. 50” risi á frábæru verði 50” LED 3D SJÓNVARP - KDL50W828 • Full HD 1920 x1080 punktar • Motionflow XR 800Hz myndvinnslukerfi Tilboð 224.990.- Verð áður 249.990.- Einstök gæði 49” LED 3D SJÓNVARP - KD49X850 • 4K (3840x2160) Ultra HD upplausn • Motionflow XR 200Hz, Triluminos skjár og þrívíddarafspilun Tilboð 382.490.- Verð áður 449.990.- Örþunnt og flott 40” LED SJÓNVARP - KDL40W605 • Full HD 1920 x1080 punktar • Motionflow 200 Hz X-Reality myndvinnslukerfi Tilboð 127.990.- Verð áður 159.990.- Magnað verð 48” LED SJÓNVARP - KDL48W605 • Full HD 1920 x1080 punktar • Motionflow 200 Hz X-Reality myndvinnslukerfi Tilboð 175.990.- Verð áður 199.990.- Sony Center / Verslun Nýherja Borgartúni / 569 7700 Sony Center / Verslun Nýherja Kaupangi Akureyri / 569 7645 5 ÁRA ÁBYRGÐ FYLGIR ÖLLUM SJÓNVÖRPUM Tilboð 48” 175.990.- Tilboð 40” 127.990.- Tilboð 49” 382.490.- Húrra! Sony lækkar verð ➜ Kvenraddirnar eru svolítið nýjar raddir í bransanum því þær hafa heyrst mjög lítið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.