Fréttablaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 16.10.2014, Blaðsíða 70
16. október 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 58 BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar „Ég er enginn leikari. Þeir völdu mig bara út af útlitinu,“ segir Leo Sankovic. Hann endurtek- ur hlutverk sitt sem glæpamað- urinn Stanko í spennumyndinni Borgíki 2: Blóð hraustra manna, sem verður frumsýnd á morgun. Meðan á tökum stóð starfaði Leo á frístundaheimili í Reykja- vík og var því innan um sex til níu ára krakka. Aðspurður segir hann krakkana ekkert hafa verið hrædda við sig, þrátt fyrir að hann hafi á sama tíma verið að leika blóðþyrstan krimma. „Ég er ekki eins og karakterinn í mynd- inni. Ég er bara venjulegur strák- ur. Ég og krakkarnir náðum vel saman og við spiluðum oft fót- bolta. Þeir þekktu mig líka áður en myndin kom út,“ segir hann. Leo er í aukahlutverki í Borg- ríki 2 en kemur meira við sögu núna en í fyrri myndinni sem kom út 2011. Hann segist hafa skemmt sér vel við tökurnar. „Það var líka gaman að vera í kringum þekkta leikara eins og Ingvar E. [Sigurðsson] sem gerðu mér auðvelt fyrir. Það var eitt atriði sem ég náði aldrei og þá kom Darri Ingólfsson til mín og sagði við mig eitt orð og ég fattaði strax hvað hann var að meina,“ segir Leo. Hann fékk einnig góða hjálp frá frænda sínum, Zlatko Krikic, sem leikur krimmann Sergej í báðum Borgríkismyndunum. Leo hreppti einmitt hlutverkið í fyrri myndinni þegar hann var í kaffi á bifvélaverkstæði frænda síns. „Ég þekkti Óla [Ólaf Jóhannesson leikstjóra] smá og hann mætti á verkstæðið og sagði við Zlatko: „Ég vil fá hann út af útlitinu“,“ segir hann og hlær. Leo er af serbnesku bergi brot- inn en flutti frá gömlu Júgóslav- íu árið 1991 þegar hann var ell- efu ára. Fyrst til Kýpur en svo til Íslands árið 1998. „Stríðið var ekki almennilega byrjað þegar ég flutti frá Belgrad en það var smá spenna í gangi,“ segir hann. „Ég var alltaf í fótboltanum en sá samt hvernig krakkar vildu verða harðir krimmar. Serbar eru búnir að gera margar kvik- myndir um stríðið og ég hef horft á margar þeirra og gat notað þær sem innblástur þegar ég var að leika Stanko.“ freyr@frettabladid.is Krakkarnir voru ekki hræddir við krimmann Leo Sankovic leikur í glæpamyndinni Borgríki 2 sem er á leiðinni í bíó. Á meðan á tökunum stóð vann hann á frístundaheimili innan um sex til níu ára krakka. LEO SANKOVIC Leikur glæpamann í framhaldsmyndinni Borgríki 2: Blóð hraustra manna, sem verður frumsýnd á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Faðir Leos er knattspyrnuþjálfarinn Zeljko Sankovic sem hefur þjálfað fjölmörg lið á Íslandi, þar á meðal Grindavík, ÍBV og Val. Leo ætlar sjálfur að verða þjálfari eins og pabbi og er þegar kominn með UEFA B-gráðu. Hann stefnir á UEFA A-gráðu eftir tvö ár og ætlar á næstunni að flytja til Noregs, þar sem móðir hans og fleiri úr fjölskyldu hans búa. Ætlar að þjálfa fótboltalið í Noregi Serbar eru búnir að gera margar kvikmyndir um stríðið og ég hef horft á margar þeirra og gat notað þær sem innblástur þegar ég var að leika Stanko. Leikarinn og grínistinn ástsæli Bill Murray talaði um einkalíf sitt í viðtali við Howard Stern í síðustu viku. „Mér finnst ég ekki vera ein- mana,“ svaraði Murray, spurður hvernig það væri að vera pipar- sveinn. „Það hefði verið ljúft að hafa einhvern til að geta farið með í giftinguna hans George Clooney, til dæmis.“ Murray segir að hann þurfi að vinna í ýmsu. „Eins og að þroskast, að tengjast sjálfum mér meira. Ég á ekki erfitt með að tengjast öðru fólki. Vandamál mitt er að tengj- ast sjálfum mér. Ef ég helga mig því ekki til fullnustu þá er betra að ég sé ekki í sambandi.“ Aðspurður hvað sé svona erf- itt við að tengjast sjálfum sér svarar Murray: „Það sem stoppar okkur öll er að við erum í raun- inni ansi ljót ef við horfum nógu vel. Við erum ekki manneskjan sem við höldum að við séum, við erum ekki jafn frábær og við höldum. Það er smá sjokk, þetta er erfitt.“ - þij Vill tengjast sjálfum sér BILL MURRAY Er einn ástsælasti leikari síðustu áratuga. NORDIC PHOTOS/GETTY Næs í rassinn Í vikunni borgaði ég manni fimmþúsund-kall fyrir að troða fingri upp í rassgatið á mér. Þetta var reyndar ekki farsæll endir á tilraunakenndu stefnumóti heldur heim- sókn til læknis. Hann fann ekkert óvenju- legt. KALDHÆÐNISLEGA þá átti læknaheim- sóknin sér stað skömmu eftir að hljóm- sveitin Hljómsveitt sendi frá sér myndband við lagið Næs í rassinn. Ég get reyndar ekki tekið undir að tilfinningin hafi verið næs — læknirinn hefði nú alveg getað boðið mér upp á drykk áður en hann lét til skarar skríða. VIÐBRÖGÐIN við laginu Næs í rassinn voru hins vegar fyrir- sjáanleg. Það er nefnilega svo auðvelt að hneykslast þegar unga fólkið grillar í liðinu. Það sannaðist held- ur betur á dögunum þegar innslag úr sjónvarpsþættinum Áttunni var birt á Vísi. Þar kom í ljós að íslensk ungmenni þekkja pólitískt landslag Íslands illa. UNGMENNIN voru meðal annars spurð að því hver væri forsætisráðherra Íslands. Flest töldu þau að Jóhanna Sig- urðardóttir væri ennþá við völd en nafn Vigdísar Finnbogadóttur kom einnig upp. Þá héldu flestir að Jón Gnarr væri ennþá borgarstjóri Reykjavíkur en einn taldi reyndar að Ólafur Ragnar Grímsson væri borgarstjóri Íslands. ÞAÐ er ekki unga fólkinu að kenna að þau viti ekki hver er forsætisráðherra. Þeim er einfaldlega drullusama vegna þess að þau hafa nákvæmlega ekkert um það að segja. Ungt fólk er skraut á framboðslistum stjórnmálaflokkanna og inni á Alþingi er meðalaldurinn í kringum 50. Yngstu þing- menn landsins eru valdalausir og tilheyra flokki sem setur höft ofar frelsi. FYRIRMYNDIRNAR inni á þingi eru sem sagt ekki til staðar. Vinnan sem fer þar fram snýst líka að miklu leyti um að finna leiðir til að færa fjármuni af gjör- gæslum sjúkrahúsa inn á bankareikninga eldri kynslóða svo að ríkissjóður verði pott- þétt einhvers konar þrotabú þegar ný kyn- slóð tekur við stjórninni. Það er ekki í lagi þó þeim finnist næs að fá það í rassinn. Leikkonan Amy Poehler skrifar um fíkniefnaneyslu sína í nýju endurminningunum sínum, Yes Please, sem koma út 28. október. „Ég prófaði kókaín sem ég elsk- aði strax en hataði á endanum,“ skrifar Amy. „Kókaín er frábært ef maður vill hanga með fólki sem maður þekkir ekki vel og spila borðtenn- is alla nóttina,“ bætir hún við og segir að eiturlyfið sé hins vegar slæmt fyrir flest allt annað. Þá lýsir hún gamlárspartíi þar sem fíkniefni voru í boði. Teitið var ofboðslega skemmtilegt en næsti dagur var erfiður. „Ég man líka eftir næsta degi þegar ég hélt að ég ætti enga vini og var svo döpur að mig langaði að sökkva ofan í teppið og búa þar að eilífu.“ Amy Poehler elskaði kókaín AMY POEHLER Leikkonan skrifar um fíkniefnaneysluna í endurminningum sínum. NORDICPHOTOS/GETTY GONE GIRL KL. 5.45 - 9 THE EQUALIZER KL. 9 PARÍS NORÐURSINS KL. 5.45 - 8 - 10.15 BOYHOOD KL. 5.40 - 9 VONARSTRÆTI KL. 6 GONE GIRL KL. 4.45 - 8 - 10.15 GONE GIRL LÚXUS KL. 4.45 - 8 DRACULA KL. 5.45 - 8 - 10.30 THE EQUALIZER KL. 8 - 10.45 THE MAZE RUNNER KL. 5.30 - 8 LET́S BE COPS KL. 5.45 PÓSTURINN PÁLL ÍSL. TAL 2D KL. 3.30 AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL 2D KL. 3.30 SMÁHEIMAR 2D KL. 3.30 „TÖ FF, BRENGLUÐ OG Ö GRANDI“ - EMPIRE „EIN AF ALBESTU MYNDUM ÁRSINS“ -T.V., BIOVEFURINN -V.J.V, SVARTHÖFÐI.IS -H.S.S.,MBL ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR THE CONJURING THE FRIGHT FILE ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA GONE GIRL 7, 10 DRACULA UNTOLD 10:20 SMÁHEIMAR 5:40 WALK AMONG TOMBSTONES 5:30, 8 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar -T.V., biovefurinn -EMPIRE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.