Fréttablaðið - 16.10.2014, Síða 12

Fréttablaðið - 16.10.2014, Síða 12
16. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 MENNTAMÁL „Fjöldatakmarkanir í framhaldsskóla skerða aðgengi fólks að menntun og koma harðast niður á ungu fólki á landsbyggð- inni,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær, í sérstakri umræðu um framhaldsskólann. Samkvæmt áformum mennta- málaráðherra fá þeir sem orðnir eru 25 ára og eldri ekki aðgang að bóknámsbrautum í framhaldsskól- um á næsta ári. Við það fækkar heilsársnemendum framhaldsskól- anna um 916, sem þýðir tæplega fimm prósenta fækkun. Mest fækkun nemenda verður í Fjölbrautaskólanum á Snæfells- nesi, 18 prósent, og Fjölbrautaskól- anum á Tröllaskaga en þar fækkar nemendum um 17 prósent. Oddný telur stjórnvöld skamm- sýn. Metnaðarleysi einkenni vinnubrögðin, alla framtíðarsýn skorti í mennta- og byggðamálum. Hún benti á að störfum úti á landi myndi fækka um leið og nemend- um skólanna fækkar. „Við þetta sparast fjármagn sem á að nota til að mæta karasamning- um kennara,“ sagði Oddný. Illugi Gunnarsson menntamála- ráðherra neitaði því að það væri verið að skera niður til framhalds- skólans í fjárlögum næsta árs. Þvert á móti væri verið að auka framlögin til framhaldsskólans. Illugi sagði að hann teldi skyn- samlegast til lengri tíma litið að horfa á framhaldsskólana sem ungmennaskóla og hafa önnur úrræði fyrir þá sem væru eldri. Þá þyrftu þeir ekki að setjast á skóla- bekk með 16 ára unglingum. Það væri hægt að fara aðrar leiðir til þess að komast í háskóla en fara í framhaldsskóla. Þá ítrekaði Illugi að þeir sem væru 25 ára gætu komist í verk- nám enda væri meðalaldur verk- námsnemenda 25 ár. - jme Mun fækka um 5 prósent Möguleikar ungs fólks á landsbyggðinni til náms eru skertir, segir þingmaður. Ráðherra segir að í fjárlög- um fái framhaldsskólar landsins aukið fé á næsta ári. ILLUGI GUNNARSSON ODDNÝ HARÐARDÓTTIR NEMENDUM FÆKKAR Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að framhaldsskólarnir hætti að taka við nemendum sem eru orðnir 25 ára. Við það fækkar nemendum skólanna um fimm prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VIÐSKIPTI GáF, samstarfsverkefni sveitarfélaga á NA-landi með það markmið að kaupa Grímsstaði á Fjöllum, skuldar um tíu millj- ónir króna. Engin starfsemi er í félaginu. Markmið félagsins er að leigja kínverska auðjöfrinum Huang Nubo jörðina. Tvö sveitarfé- lög, Akureyri og Norðurþing, íhuga stöðu sína í félaginu. Oddur Helgi Halldórsson, stjórn- armaður í GáF, segir að engin starfsemi sé í félaginu og stjórnar- seta í félaginu sé launalaus. Þær skuldir sem félagið býr við í dag séu vegna ákveðinna verkefna sem voru unnin í upphafi. Kristján Þór Magnússon, sveit- arstjóri Norðurþings, telur sveit- arfélagið þurfa að kanna stöðu sína í félaginu. „Við verðum að svara þeirri spurningu hvort þetta sé eitt af hlutverkum sveit- arfélaga að kaupa jarðir til þess að leigja þær út. Þetta verður skoðað með nýrri stjórn þegar hún tekur við,“ segir Kristján Þór. Undir þetta tekur Logi Einars- son, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri. „Það er mín skoðun að Akureyri eigi alvarlega að íhuga stöðu sína í þessu tilviki.“ - sa Skuldsett félag í eigu norðlenskra sveitarfélaga: Markmiðið félagsins að leigja Nubo jörð GRÍMSSTAÐIR Á FJÖLLUM Líklegt þykir að ekkert verði úr kaupum sveitarfélaga á jörðinni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.