Fréttablaðið - 16.10.2014, Side 48

Fréttablaðið - 16.10.2014, Side 48
16. október 2014 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 36TÍMAMÓT Ástkær sonur minn og unnusti, MAGNÚS HELGI VIGFÚSSON Lyngheiði 3, Selfossi, lést þriðjudaginn 23. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug. Charlotta Halldórsdóttir Úlfhildur Stefánsdóttir Ástkær kona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG ÓSK ÓSKARSDÓTTIR Skipasundi 46, Reykjavík, lést laugardaginn 11. október á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Útförin verður auglýst síðar. Hörður Smári Hákonarson Anna María Gestsdóttir Ellert Hlíðberg Óskar G. Gunnarsson Sjöfn Magnúsdóttir Haraldur R. Gunnarsson Ragna Ársælsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HARÐAR HJARTARSONAR frá Seyðisfirði. Sigfríð Hallgrímsdóttir Bjarndís Harðardóttir Valur Harðarson Þuríður Höskuldsdóttir Hjörtur Harðarson Mimie Fríða Libongcogon Hallgrímur Harðarson Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir Helena Harðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGVALDI GUÐNI JÓNSSON Sóltúni 15, Keflavík, lést föstudaginn 10. október á Hrafnistu í Reykjanesbæ. Jarðsungið verður í Keflavíkur kirkju þriðjudaginn 21. október kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Erna Geirmundsdóttir Geirmundur Sigvaldason Ásdís Gunnarsdóttir Þorsteinn Ingi Sigvaldason Auður Gunnarsdóttir Sigrún Sigvaldadóttir Kristinn Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ALBERTSSON Heggsstöðum, Kolbeinsstaðahreppi, sem lést fimmtudaginn 9. október, verður jarðsunginn frá Kolbeinsstaðakirkju laugardaginn 18. október kl. 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð dvalarheimilisins Brákarhlíðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET PÉTURSDÓTTIR Hvassaleiti 56, Reykjavík, áður Álftamýri 30, sem lést á Landakotsspítalanum laugardaginn 11. október, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 17. október kl. 13.00. Gylfi N. Jóhannesson Hrefna Einarsdóttir Guðrún J. Jóhannesdóttir Guðjón J. Jensson Anna Jóhannesdóttir Hjörvar Ari Hjörvar Pétur Þ. Jóhannesson Kolbrún Bessadóttir Sigríður J. Jóhannesdóttir Waack Hans Waack barnabörn og langömmubörn. Leikfélag Hörgdæla frumsýnir í kvöld Verksmiðjukrónikuna, nýtt íslenskt leikrit eftir Sögu Jónsdóttur og Stefaníu Elísabetu Hallbjörnsdótt- ur. Í leikritinu segir frá lífi og starfi verkafólks í verksmiðjunni Gefjun á Akureyri á árunum 1940-1942. Bret- arnir komu til Akureyrar, sem hafði ýmsar breytingar í för með sér og mikið var um að vera í bænum. Ungu stúlkurnar heilluðust og nýir tímar runnu upp. „Þarna unnu um þúsund manns á sínum tíma og í verkinu fáum við að kynnast margs konar persónum sem starfa í verksmiðjunum. Það er verk- fall í bígerð hjá þeim og því ýmislegt sem gengur á,“ segir Saga, en ásamt því að vera annar höfundur verksins leikstýrir hún sýningunni. En hvern- ig kviknaði þessi hugmynd? „Við Stef- anía vorum að vinna saman, en hún hefur leikið hjá mér áður. Ég fór að segja henni sögur og að mig lang- aði að gera eitthvað tengt verksmiðj- unum. Í framhaldi af því fór hún að segja frá hugmynd sinni um það að gera eitthvað tengt því þegar Bret- arnir komu hingað. Okkur fannst til- valið að tengja þetta saman, þetta var svo spennandi og merkilegur tími,“ segir Saga. Verksmiðjurnar skipta Sögu miklu máli, en faðir hennar, Jón Ingimars- son, var formaður Iðju, félags verk- smiðjufólks, í áratugi en félagið var stofnað 1936. „Okkur langaði svo að sýna líf fólksins sem var að vinna þarna og baráttu þess fyrir bættum kjörum. Unga fólkið í dag skilur þetta ekki, en á þessum tíma var ávallt unnið á laugardögum og vinnutíminn mun lengri en gengur og gerist í dag,“ segir Saga. Hún segir mikið af yngra fólki á Akureyri í dag ekki vita um tilvist verksmiðjanna og hversu mik- ill iðnaðarbær Akureyri var. Fjöldi leikara kemur að sýning- unni og segir Saga aldurshópinn mjög dreifðan. Leikritið verður frumsýnt í kvöld á Melum í Hörgárdal. „Það er mikill kraftur í þeim og þetta verður ofsalega gaman,“ segir Saga. - asi Saga um baráttu fyrir bættum kjörum Saga Jónsdóttir leikstýrir nýju leikriti sem fj allar um baráttu verkafólks í Gefj unarverk- smiðjunum á Akureyri, komu Bretanna í bæinn og breytingarnar sem því fylgdu. LEIKSTJÓRINN Saga Jónsdóttir skrifaði verkið ásamt Stefaníu E. Hallbjörnsdóttur og leikstýrir því einnig. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN NÍELSSON Unga fólkið í dag skilur þetta ekki, en á þessum tíma var ávallt unnið á laugardögum og vinnutím- inn mun lengri en gengur og gerist í dag. Á þessum degi árið 1946 voru tíu háttsettir þýskir nasistaforingjar teknir af lífi með hengingu, vegna glæpa gegn mannkyninu og stríðs- glæpa í seinni heimsstyrjöldinni. Tveimur vikum áður voru mennirnir fundnir sekir af alþjóðlegum stríðs- glæpadómstól í Nürnberg og dæmdir til dauða, ásamt tveimur öðrum nas- istaforingjum: þeim Hermann Gör- ing, stofnanda Gestapó, en honum tókst að svipta sig lífi aðeins fáeinum klukkutímum fyrir aftökuna. Hinn var Martin Bormann sem var ekki viðstaddur dóminn. Meðal þeirra sem teknir voru af lífi voru Joachim von Ribbentorp utan- ríkisráðherra og Wilhelm Frick, inn- anríkisráðherra í nasistastjórninni. Sjö aðrir, þar á meðan Rudolf Hess, fengu fangelsisdóma frá tíu árum og allt upp í lífstíðarfangelsisdóm, en þrír þeirra voru sýknaðir. Réttarhöld- in stóðu í nærri tíu mánuði og voru þau fyrstu sinnar tegundar í heim- inum. Alþjóðlegur dómstóll saman- stóð af fulltrúum frá Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, Frakklandi og Bret- landi. Hinn 16. október voru hinir tíu dæmdu hengdir einn af öðrum. ÞETTA GERÐIST 16. OKTÓBER 1946 Tíu háttsettir nasistar teknir af lífi Alexandra Chernyshova sópransöng- kona heldur styrktartónleika í Sel- tjarnar neskirkju í kvöld klukkan 20. Tilefni tónleikanna er ferð Alexöndru til Kína en þar tekur hún þátt í alþjóð- legri söngkeppni í Ningbo, og mun hún verða fyrst allra Íslendinga til þess að taka þátt. Yfirskrift tónleikanna er Sautján dagar í Kína, sem er tilvísun í fjölda daganna sem hún verður úti. Allir tónleikagestir verða leystir út með fal- legum gjöfum, geisladiskum sem Alex- andra hefur gefið út á undanförnum árum. Alexandra mun flytja á tónleik- unum öll lögin sem hún ætlar að syngja í keppninni. Lögin verða flutt á sjö tungu- málum, meðal annars á kínversku. Er þetta í sjötta sinn sem keppnin er haldin og taka hátt í níutíu manns þátt, hvaðan- æva úr heiminum. Keppnin verður eins og áður sagði haldin í Ningbo í Kína dagana 20. október-31.október. Sautján daga söngkeppni í Kína Sópransöngkonan Alexandra Chernyshova heldur tónleika og safnar fyrir söngkeppnisferð. KEPPIR Í KÍNA Sópransöngkonan Alexandra Chernyshova tekur þátt í söngkeppni í Kína.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.